Síða 1 af 1

breyttar lang-súkkur

Posted: 27.feb 2019, 20:34
frá íbbi
þessi hefur verið í fjölskylduni árum saman, fyrst hjá pabba og svo síðast hjá mér.

02 xl7, eða lengd grand vitara

ég hef oft velt fyrir mér af hverju maður hafi ekki séð meira af þessum bílum breyttum, nú er þetta á grind. heilu röri að aftan og í þessari hefbundnu jeppaútfærslu sem var. nokkuð léttir bílar rúm 1700kg, gott pláss í þeim

ég sæi fyrir mér að svona bíll á 38 væri ansi seigur.

ég hef reyndar engin plön um að breyta þessum, enda bara ætlaður sem vinnu snattari,

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 27.feb 2019, 22:58
frá Aparass
Ég man eftir einum svona sem var breytt og hann læsti alltaf öllum hjólum í hringtorgum og beygjum því stöðugleikabúnaðurinn hélt alltaf að hann væri að fara að velta.
Það fóru einhverjir mánuðir í að finna leið framjá þessu og meira að segja í samstarfi við umboðið en allir gáfust upp.
Hann var síðan lækkaður aftur niður og settur á minni dekk og leit alltaf út eins og hálfviti með lítil dekk og stóra brettakanta.
Þetta ero orðin einhver ár síðan og kannski hægt að komast framhjá þessu í dag.

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 27.feb 2019, 23:39
frá íbbi
það hlýtur að vera árgerðartengt, þessi er ekki með spól eða skriðvörn, þetta er þó limited bíll með leðri lúgu rafmagni í öllu og að mörgu leyti furðulegamiklum búnaði m.v það sem að er í grunnin vitara

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 28.feb 2019, 06:41
frá sukkaturbo
Jamm ekki mikið mál að breita þessu mikið til af efni úr hinu og þessu og eldri sukkum

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 28.feb 2019, 13:13
frá íbbi
Já maður hefði haldið það, ansi basic bílar

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 03.mar 2019, 20:46
frá jongud
Hérna er ein sem var inni í Setri á laugardag.
DSC_3539.JPG
DSC_3539.JPG (5.31 MiB) Viewed 6109 times

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 03.mar 2019, 21:23
frá íbbi
já maður hefður séð breyttar grand vitörur, en ég held að ég hafi bara séð 3 breytta xl7, ein á 33", ein á 35" og svo eina á 38"

xl7 hefði ég talið að væri talsvert skemmtilegri bíll í svona æfingar en stutti bíllinn, hann er töluvert skemmtilegri í akstri og pláss fyrir farþega aftan í töluvert meira, og hægt að renna miðjubekknum fram og aftur

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 03.mar 2019, 21:27
frá BrynjarHróarsson
ég á þessa sem er á myndinni fyrir ofan. ég valdi að breyta grand vitöru þar sem hún er rúmlega 300 kg léttari en XL7.

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 03.mar 2019, 21:30
frá íbbi
já skal trúa því að stutti bíllinn sé ansi seigur á 38", en hef reyndar fulla trú að að xl7 væri það sömuleiðis

er stutti bíllinn ekki nema 1450kg?

Re: breyttar lang-súkkur

Posted: 03.mar 2019, 21:38
frá BrynjarHróarsson
bílinn hjá mér var vigtaður á 37 tommu nankang á álfelgum 1440 kíló fyrir breytingarskoðun.
núna er hann eflaust þyngri á 38 tommu og stáli ásamt því að það eru komin í hann toyotudrif.

ég er með í honum 2.7 v6 úr 2003 módel af xl7