Síða 1 af 1

L200 aðeins að hita sig

Posted: 08.feb 2019, 08:15
frá sigurdurak
Sælir félagar, þannig er mál með vexti að mér finnst pikkinn minn, l200 2004 árg, vera ganga of heitur. Hann nær fullum vélarhita á 2-3 mín, þó að frost sé úti. Og eftir dálítinn akstur er mælirinn að stíga örlítið upp fyrir miðju.

Mig er að gruna eitthvað tengt kælivatni, hvort það sé loft í því, vatnlás eða jafnvel stiflaður/ónýtur vatnskassi.

Einhver sem hefur lent í þessu?

Re: L200 aðeins að hita sig

Posted: 09.feb 2019, 10:24
frá jongud
Prófaðu að tappa smá skammti af kælivökvanum neðan úr vatnskassanum. Það gefur oft vísbendingar um hreinleikann á kerfinu.
Einnig væri ráð að athuga hvort hann sé nokkuð að blása inn á vatnsganginn. Taka þá lokið af vatnskassanum þegar vélin er köld, setja í gang og athuga hvort einhverjar loftbólur komi upp.
Það er líka hægt að fá einhver hreinsiefni til að skola út vatnsganginn og einhver verkstæði gera það fyrir mann. Nota svo auðvitað tækifærið til að setja nýjan frostlög á kerfið.

Re: L200 aðeins að hita sig

Posted: 09.feb 2019, 12:29
frá sigurdurhm
En að byrja á vatnslásnum? Óýr og oft einföld aðgerð? Kaupa þá vatnslás með hitastigi sem passar. Svo má prófa að taka hann úr og skoða hvað það gerir.

Re: L200 aðeins að hita sig

Posted: 09.feb 2019, 17:53
frá Cruser
Ekki spurning vatnslás ódýrt að byrja þar, en ég myndi veðja á vatnskassann, stíflaður og eða ónýtur. Það er vatnskassinn sem sér um að kæla, en vatnslásinn sér um að halda réttu hitastigi. Mín reynsla er að vatnslásinn festist yfirleitt opinn og þá nær mótor ekki nægum hita.
Gangi þér vel.

Kv Bjarki

Re: L200 aðeins að hita sig

Posted: 11.feb 2019, 11:18
frá sigfushar
Ég lenti í smá brasi eftir að ég tók upp vélina í mínum L200. Þá var allt nýtt, vatnslás, dæla og vatnskassi. Hann hitaði sig alltaf aðeins of mikið. Til að gera langa sögu stutta þá var lofttappi á kerfinu. Ég lagði bílnum í brekku og hamaðist á hosunum með vatnskassann opinn, þá hrökk þetta í lag.