Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá hvati » 17.jan 2019, 12:50

Sælir spjallverjar.

Hafa einhverjir þurft að skipta um brakketið fyrir kúplingspedalann í bílnum hjá sér?

Ég er með Terrano 2 og eftir því sem mér sýnist þá þarf ég að tæta heilu ósköpin í sundur til að komast að rónum fyrir boltana sem fara í gegnum hvalbakinn.

— HUser avatar

Höfundur þráðar
hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Re: Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá hvati » 19.jan 2019, 11:01

Nei andskotinn ... Jesper, Kasper og Jónatan.

Þetta er eitt það al-steikasta sem ég hef lent ít. Þessar rær voru nú bara beint fyrir framan mig allan tímann hahaha svona gerist þegar maður snýr á hvolf fram í bíl og horfir svo ofan í vélarsalinn.

Það verður gaman að segja barnabörnum þessa sögu þá og þegar.


elli rmr
Innlegg: 234
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá elli rmr » 19.jan 2019, 12:03

Já maður er stundum blindur á hið augljósa :D

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1290
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá Járni » 19.jan 2019, 15:28

Var blokkin komin úr og grindin í sundur? :-)
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Re: Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá hvati » 19.jan 2019, 16:32

HAHAH ekki alveg svo slæmt en ég var korteri frá því að ganga berserksgang á hjólaskálina og hlífarnar þar. Sem betur fer tók ég sönsun og horfði aðeins aftur á heildina ;)


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá grimur » 21.jan 2019, 07:42

Er þetta einhverskonar Hvatvísi kannski?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá Sævar Örn » 21.jan 2019, 14:29

þetta er ekki óalgengt í terrano2 átakið á arminn er skakkt og því myndast þreyta í málminum það er hægt að strengja flatjárn utaná til að styrkja og hefur gefist ágætlega, þessi búnaður þolir það illa þegar kúplingin eldist og verður stífari
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Re: Brotið brakket fyrir kúplingspedal

Postfrá hvati » 24.jan 2019, 15:25

@grimur — hehe ég er þokkalega framkvæmdaglaður og hvatvís að eðlisfari :)

@Sævar Örn — Við enduðum á að sjóða í næstum öll samskeyti og álagspunkta. þetta var brotið og sprungið á fleiri en einum stað. Merkilega slöpp hönnun.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir