Afturspyrnu pælingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ago
Innlegg: 25
Skráður: 31.mar 2010, 22:48
Fullt nafn: Arnar G. Ólason

Afturspyrnu pælingar

Postfrá ago » 09.jan 2019, 23:56

Sælir herramenn

Smá pæling hérna megin.
Geta svona spyrnur virkað einar sér án hliðar stýfu?
Teikningarnar eru bara sirka og til að útskýra pælinguna

Svör og vangaveltur velkomnar

Kveðja
Viðhengi
Hásing framan.JPG
Hásing framan.JPG (147.29 KiB) Viewed 5510 times
Hásing hlið.JPG
Hásing hlið.JPG (145.86 KiB) Viewed 5510 times
Hásing ofan.JPG
Hásing ofan.JPG (170.76 KiB) Viewed 5510 times
Hásing framan ofan.JPG
Hásing framan ofan.JPG (206.58 KiB) Viewed 5510 times



User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá joisnaer » 10.jan 2019, 07:25

Ég er nú enginn sérfræðingur enn þyrftu efri spyrnurnar ekki að vera nær miðri hásingu til að þetta myndi sleppa við hliðarspyrnu? Þetta er samt mjög flott pæling.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


BTF
Innlegg: 40
Skráður: 29.des 2010, 14:27
Fullt nafn: Birgir Tryggvason

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá BTF » 10.jan 2019, 10:47

Flestir svona radíusarmar eru með fóðringafestingarnar á hásingu framan og aftan við hana til þess að hafa þær nokkuð jafnháar(lítið lóðrétt bil sé horft eins og á mynd nr.2) og í beinni línu við stífu (ef horft er hásingu eins og á mynd nr.4) svo ekki verði þvingun þegar hásingin veltur um drifskaftsásinn. Þessar radíusarmar eru bæði með mikið lóðrétt bil og ekki í beinni línu heldur. Ég myndi því halda að þessir armar myndu hindra mestalla mismunafjöðrun.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá grimur » 11.jan 2019, 00:48

Það er nú akkúrat málið. Land Rover var með einhverjar svona radíus arma spyrnur að aftan í einhverjum RangeRoverum, svaka gúmmífóðringagimmikk virtist vera, en án sérstakrar hliðarstífu. Gafst held ég ekkert ferlega vel.
Einfaldasta uppsetningin er eiginlega í Unimog, þar sem eru bara 3 liðir, 2 í venjulegri þverstífu og einn fyrir miðju upp undir grind. Allt annað innspennt fast(soðið eða boltað).
Það er eiginlega alveg sama hvernig gúmmíunum er raðað á hásinguna með svona tveggja radíus arma fyrirkomulagi, þvingun af misfjöðrun er alltaf tekin upp í fóðringunum og alltaf einhverju fórnað til að vinna eitthvað annað. Að hafa þær í láréttu plani með stífunum hjálpar eiginlega ekki neitt, armarnir reyna að snúa hásingunni aftur eða fram eftir sundur eða samslagi, og gildir einu hvar fóðringunum er raðað upp á það að gera.

Styttra á milli fóðringa skapar minni færslu við misfjöðrunina, en eykur álag af snúningsvægi hjólanna. Lengra bil gefur gúmmíunum meira vægi og þau þvinga misfjöðrun meira og endast verr í þannig notkun.
Svipað er uppá teningnum með mislangar 4link stífur, þar er þó hægt að fara í flóknari hluti eins og að láta hásinguna velta í sömu átt út frá miðstöðu, hvort sem hún fer upp eða niður. Það kemur niður á hjöruliðum í vissum aðstæðum en gefur samt skemmtilega virkni.

Kv
Grímur


BTF
Innlegg: 40
Skráður: 29.des 2010, 14:27
Fullt nafn: Birgir Tryggvason

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá BTF » 11.jan 2019, 13:23

Hvenær voru radíus arma að aftan í Range Rover? ég hef bara séð four link með A- efristífu eins og á þessari mynd:
Image

Þvingun á misfjöðrun er vissulega alltaf tekin upp í fóðringunum.

Ef það er bil á milli fóðringana í því plani sem snýst upp á hásinguna um drifskaftsás eykst snúningsvægið sem því nemur þar sem snúningsvægi er átakið sinnum fjarlægð frá snúningspunkti. Þess vegna skiptir máli að fóðringarnar séu í línu til að lágmarka snúninsvægi um drifskaftsás.

Hins vegar er rétt að ef að horft er á snúning hásingar um öxulás þá skipti ekki máli hvort að fóðringarnar eru í línu við radíusarminn eins og Grímur segir.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá Kiddi » 11.jan 2019, 17:49

Range Rover P38 var með radíusarma að aftan og þverstífu

Image
Fleiri myndir: https://www.rangerovers.net/repairdetai ... ange4.html

Stífan sjálf er úr plasti og með "venjulegum" fóðringum við grind

Image

Varðandi upphaflegu spurninguna þá gæti ég trúað að það þyrfti að vanda hönnunina og smíðina á örmunum næst grindinni þar sem allt hliðarátak á hásinguna myndi skila sér sem vægi þangað. Eins þyrftu fóðringarnar að ráða við álagið.

Einn stærsti kosturinn við radíusarma er hvað þeir þurfa lítið pláss, og ef þú ert með pláss fyrir þetta af hverju þá ekki að setja bara 4 link með A-stífu?
Já eða bara einfalda radíusarma með þverstífu.

Hvað ertu að smíða?


Höfundur þráðar
ago
Innlegg: 25
Skráður: 31.mar 2010, 22:48
Fullt nafn: Arnar G. Ólason

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá ago » 12.jan 2019, 20:52

Sælir og takk fyrir góða punkta

Ég er ekki að smíða neitt sérstakt, en þetta er bara pæling sem ég var með og ákvað að teikna til að setja hingað og fá umræðu
Ég sá svipaða útfærslu á afturspyrnum í HotRod bíl í smíðum á netinu, en þar er mun minni fjöðrun í gangi en í jeppa
Var að vona að pinnafóðring að framan myndi minnka spennuna í fóðringunum við snúning um drifskaftsás

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá Kiddi » 14.jan 2019, 17:29

Ertu viss að það hafi ekki verið einhverskonar skástífa? T.d. svona
Viðhengi
51a9c3f354c038d8dae7546679fcf242.jpg
51a9c3f354c038d8dae7546679fcf242.jpg (51.63 KiB) Viewed 4913 times


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá grimur » 15.jan 2019, 02:34

Takk fyrir innleggið Kiddi, P38 var það víst mikið rétt. Plast stífur já, það vissi ég reyndar ekki. Magnað tilraunaverkefni.

Ég held mig nú samt við fyrra komment, að það skipti ekki máli þó að það sé miðað við plan sem er allsstaðar hornrétt á drifskaft og liggur í öxulmiðju, hvort fóðringar á radíus örmum liggja ca í því plani líka, eða öðru láréttu plani sem sker öxulinn. Hreyfingin í gúmmíum verður líkast til alfarið uppvið grind í misfjöðrun miðað við fyrra dæmið, meðan hún deilist kannski meira á hásingargúmmíin í því seinna, en ef það er pinna endi á stífunni uppvið grind eins og oftast nær með radíus arma, þá snúast stífurnar nú alltaf mest þar.

Þessi algengasta tilhögun hefur líkast til mest með pláss að gera, staðurinn beint ofan á hásingu eða þar rétt fyrir framan er nefninlega oftast betur nýttur fyrir samsláttarpúða, gorma/púða, dempara að hluta til eða fríbil fyrir grind í samslagi. Ef hægt er að koma eyrum fyrir stífur einhvert annað er það oftast gert og stífan svo hönnuð eftir því.

Kv
Grímur


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Afturspyrnu pælingar

Postfrá grimur » 15.jan 2019, 04:08

Og já, leiðréttist hér með...eins og kom fram að ofan... það VAR þverstífa í þessum Rover P38. Ég var sennilega of upptekinn af að klóra mér í hausnum yfir þessum furðustífum til að taka eftir henni þegar ég skreið undir svona fyrirbæri fyrir kannski svona 15 árum síðan.
Plast stífur já, kannski ekki það fyrsta sem ég hefði smíðað úr plasti fyrir Range Rover, en það hefur einhver fengið þessa snilldarhugmynd og komist upp með að koma henni í framkvæmd.
Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir