Síða 1 af 1

Gírkassatjakkur

Posted: 06.des 2018, 23:44
frá JHG
Veit einhver hvar ég get fengið leigðan gírkassatjakk?

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 07.des 2018, 07:13
frá sukkaturbo
verkfæralagernum

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 07.des 2018, 11:23
frá JHG
sukkaturbo wrote:verkfæralagernum


Leigja þeir út verkfæri líka?

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 07.des 2018, 14:49
frá baldvine
Nei. Bara ódýrt og einnota.

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 07.des 2018, 18:14
frá Sævar Örn
Jón, ert þú í Reykjavík? Ég á tjakk sem er kominn til ára sinna en hefur reynst mér vel. Það er ábyggilega komið að olíuskiptum á honum og er ég reiðubúinn að lána þér hann um stund gegn því að fá hann aftur með nýrri tjakkaolíu.

Ég er í Hafnarfirði.

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 08.des 2018, 22:55
frá JHG
Sævar Örn wrote:Jón, ert þú í Reykjavík? Ég á tjakk sem er kominn til ára sinna en hefur reynst mér vel. Það er ábyggilega komið að olíuskiptum á honum og er ég reiðubúinn að lána þér hann um stund gegn því að fá hann aftur með nýrri tjakkaolíu.

Ég er í Hafnarfirði.


Þetta hljómar vel, veistu hvort það er erfitt að skipta um olíu á honum og hve margir lítrar ca fara á hann?

Ég er enn nær en Reykjavík, er út á Kársnesi :)

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 08.des 2018, 23:54
frá Sævar Örn
Ég gæti ímyndað mér að það fari um 2-3 lítrar af tjakkaolíu í hann, mig minnir hann sé uppgefinn 450kg og var keyptur hjá N1 sem síðar varð Bílanaust.

Það er á honum áfyllingar og lofttæmingartappi og ég hef í eitt skipti bætt á hann olíu og loft tæmt eftir hann hætti að fara í fulla hæð, þá minnir mig ég hafi sett á hann lyftiglussa ætlaðan á traktor, lítraverðið var eitthvað sem engu máli skipti allavega mjög sanngjarnt.

Hann er í nothæfu ástandi, olían bara gömul við getum hizt í nk. viku ef þú telur hann duga í verkið, hjá mér er hann notaður með talsverðum hléum og vitaskuld óþarfi að slíkur gripur sé til í hverjum skúr.

Image

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 09.des 2018, 20:54
frá JHG
Hljómar mjög vel. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær ég þarf á honum að halda. Ég er að fara að skipta um hásingu undir Transam og kemst vonandi í verkið öðruhvoru megin við áramót. Get samt græjað tjakkinn fyrr ef áhugi er á því.

Á ég ekki að bjalla í þig í vikunni, mátt senda mér númerið þitt með einkaskilaboðum.

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 09.des 2018, 21:08
frá Sævar Örn
Ég er 8458799 heyrumst bara þegar þú þarft hann, hann er vel nothæfur núna ég gríp öðru hverju í hann.

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 09.des 2018, 21:13
frá baldvine
Þetta finnst mér alveg til fyrirmyndar. Stórsniðugt að nýta betur svona sérhæfð verkfæri.

Re: Gírkassatjakkur

Posted: 13.des 2018, 17:25
frá JHG
Sævar Örn wrote:Ég er 8458799 heyrumst bara þegar þú þarft hann, hann er vel nothæfur núna ég gríp öðru hverju í hann.


Takk, ég verð í bandi :)