Síða 1 af 1

loftpúðafjöðrun og Pallhýsi

Posted: 19.feb 2011, 21:47
frá Þorsteinn
sælir,

Langaði að vita hvort einhver hér hafi reynslu af því að vera með Dodge ram eða Ford F350 á loftpúðum að aftan og hvernig hann hegðar sér með stórt pallhýsi á pallinum?

kv. Þorsteinn

Re: loftpúðafjöðrun og Pallhýsi

Posted: 20.feb 2011, 15:28
frá birgthor
Ég held að flestir breittir svona bílar séu komnir á loftpúða að aftan, held það skipti bara miklu máli að vera með stillanlega dempara með og jafnvægisstöng.

Re: loftpúðafjöðrun og Pallhýsi

Posted: 21.feb 2011, 19:59
frá Heiðar Brodda
sæll þú getur líka sett hjálpar loftpúða en 350 Ford fer létt með svona pallhýsi hefur vel burð í það,það er eitt stk svona ford þar sem ég bý og hef ekki heyrt um nein vandamál

kv Heiðar Brodda

Re: loftpúðafjöðrun og Pallhýsi

Posted: 08.mar 2011, 12:13
frá Þorsteinn
ég veit vel að bíllinn hefur burðinn. málið er bara að mig langar til að hafa hann skemmtilegann þegar pallhýsið er ekki á honum.
þess vegna er ég að spurja hvort einhver hafi reynslu af þessu til að deila með sér.
1600 kg púðarnir sem að menn eru að setja undir eins og stóru fordanna þegar það er verið að breyta þeim, ég hef ekki trú á að það sé nóg hvað varðar að kerfið sé til friðs. þegar pallhýsið er komið á bílinn viktar bíllinn á afturhásingu 2.800 kg og ef þú ert með púða sem eru gefnir upp fyrir 1600 kg hvor við 100 psi eða 3200 kg við 100 psi í heild að þá ertu kominn með svo mikinn þrýsting á kerfið sem getur leitt til þess að þetta verði vesen þegar að bíllinn er td kominn út fyrir malbik. kannski er þetta vitleysa ég veit það ekki en eins og ég segi þá ef það er einhver sem veit um svona bíl með 1600 kg púðum, þá væri ég til í að fá reynslusögu.

kv. Þorsteinn