Síða 1 af 1

Vél úr Terrano II 2.7 yfir í double cab

Posted: 03.okt 2018, 20:34
frá Patrekur
Góðann daginn
Ég er með Nissan double cab 2006 árgerð með bilaða vél og á einnig Nissan terrano II 2.7.
Mig langar til þess að setja vélina úr terrano yfir í double cab´inn því mér skilst að hún passi beint á gírkassann.
Er einhver hér með reynslu af þessu eða veit um einhvern sem hefur gert þetta?
Kv. Patrekur

Re: Vél úr Terrano II 2.7 yfir í double cab

Posted: 03.okt 2018, 21:54
frá Axel Jóhann
Þú getur sett terrano vélina í double cabinn, en verður þá að nota vél kassa og rafkerfi úr terrano, vélin passar ekki á gírkassann.

Hvað er að vélinni hjá þér?

Re: Vél úr Terrano II 2.7 yfir í double cab

Posted: 03.okt 2018, 22:02
frá Patrekur
Keypti þennan double cab með bilaða vél þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað er að henni en giska á hún sé farin á legum, allavegana virðast þessar vélar í double cab vera að hrynja í bunkum.

Re: Vél úr Terrano II 2.7 yfir í double cab

Posted: 04.okt 2018, 08:11
frá jongud
Hann Elmar (elliofur) setti terrano mótor í Hilux og það er þráður um það einhversstaðar hér á spjallinu.

Re: Vél úr Terrano II 2.7 yfir í double cab

Posted: 05.okt 2018, 12:59
frá Járni
jongud wrote:Hann Elmar (elliofur) setti terrano mótor í Hilux og það er þráður um það einhversstaðar hér á spjallinu.


Hér er hann: viewtopic.php?t=9006

Re: Vél úr Terrano II 2.7 yfir í double cab

Posted: 21.okt 2018, 18:02
frá Axel Jóhann
Ef þú ætlar í að laga mótorinn er best að finna notaðann sveifarás í lagi frekar en að renna þinn og kaupa réttar legur og arp stangarlegu bolta, þá ætti hann að vera til friðs. :)