4runner pælingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

4runner pælingar

Postfrá baldvine » 27.sep 2018, 20:07

Sælir,
Ég er með '95 4runner með 3ja lítra diselvélinni (1KZ T).
Ég er búinn að vera skoða aðeins með varahluti og er að velta fyrir mér hvort menn hér viti hversu mikið er sameiginlegt með þessum bíl og bensínbílunum.

Kaninn hefur auðvitað aldrei heyrt um díselvél í svona bíl svo ekki er hægt að panta beint td af rockauto.

Vitið þið hvort eldsneytis tankurinn er eins í þessum og v6 bilnum?
Hvað með stýrisganginn?

Vitið þið um einhverja almennilega partabúð í Evrópu eða annarsstaðar sem hægt er að versla hingað hluti tengda þessari vél?
Og eins hvort til er viðgerðarbók fyrir hana einhversstaðar? Hef fundið eitthvað á Amazon, en bara notað sem kostar augun úr.User avatar

jongud
Innlegg: 2204
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 4runner pælingar

Postfrá jongud » 28.sep 2018, 08:18

Ef þú ferð inn á toyodiy.com eða partsouq.com og slærð þar inn verksmiðjunúmerið þá geturðu borið saman partanúmer. Það er reyndar svolítil vinna og e.t.v. þarftu að slá inn verksmiðjunúmer á bensínbíl líka til að bera saman, en ef þú veist bílnúmer á einhverjum bensín-runner þá geturðu slegið það inn hérna;
https://www.samgongustofa.is/umferd/okutaeki/okutaekjaskra/uppfletting/
og náð í verksmiðjunúmer þess bíls þar.

User avatar

atli885
Innlegg: 75
Skráður: 11.des 2011, 17:46
Fullt nafn: Atli G Ragnarsson
Bíltegund: 4runner 42"

Re: 4runner pælingar

Postfrá atli885 » 28.sep 2018, 11:39

eldsneytistankurinn er eins.. en pickup-ið er ekki það sama.

grindin undir þessum bilum er su sama.. td. eina sem eg breytti hjá mer þegar eg breytti minum ur bensín í disel (1kz-th) var að skipta um gírkassabita.

stýrisdótið er það sama.


Höfundur þráðar
baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: 4runner pælingar

Postfrá baldvine » 28.sep 2018, 12:48

Takk fyrir þetta. Ég þóttist nú vita að pikköppið væri annað. En dísil pikköppið passar sem sagt ofan í bensíntankinn. Þá ætti að vera óhætt að kaupa bensíntank að utan.

User avatar

atli885
Innlegg: 75
Skráður: 11.des 2011, 17:46
Fullt nafn: Atli G Ragnarsson
Bíltegund: 4runner 42"

Re: 4runner pælingar

Postfrá atli885 » 01.okt 2018, 13:31

ja það passar á milli.. ég setti meira að segja pikkup ur LC90


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir