Unimog tracktor 406/Örkin

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 26.júl 2018, 07:28

Jamm góðan daginn hér félagar.Langt síðan ég gerði upp bíl hér í beinni. Ég eignaðist gamlan M-Benz Unimog 1970 6 cyl disel OM-352 4 gíra með lágum drifum vökvastýri og loftlæsingum og stórri glussadælu, reymdrifinni fyrir allskyns tjakka og spil.Aflúrtök aftan og framan og fleira nammi .Þetta er Tracktorinn eða vinnuvélin frá Benz. Lengd er 4m og þyngd 2900kg.Má vera 6200 í heildarþyngd.Dráttargeta hellingur. Skráður sem fólksbifreið.Meiningin er að gera hann upp og nothæfan og setja hann á 54" dekk. Lengja bílstjórahúsið því ég kemst ekki inn í hann og fleira sem mér dettur í hug í leiðinni. Er að hugsa um að halda úti þræði um bullið í mér hér á jeppspjallinu ef hugi er fyrir hendi með það.
Viðhengi
DSCN5391.JPG
DSCN5391.JPG (5.08 MiB) Viewed 7577 times
DSCN5251.JPG
DSCN5251.JPG (4.97 MiB) Viewed 7577 times
DSCN5246.JPG
DSCN5246.JPG (4.87 MiB) Viewed 7577 times
DSCN5244.JPG
DSCN5244.JPG (5.02 MiB) Viewed 7577 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 26.júl 2018, 15:13, breytt 1 sinni samtals.User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1222
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá Járni » 26.júl 2018, 08:35

Ójá, það er áhugi. Þetta eru skrítnir og áhugaverðir bílar!
2000 Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2069
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá jongud » 26.júl 2018, 11:05

Þetta verður áhugavert!
Spennandi verkefni.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá Tjakkur » 26.júl 2018, 14:05

Guðni, -ert þú ekki rétti maðurinn til þess að hrista rækilega upp í Unimog heiminum?
Smíða aðgengilegan stjórnklefa AFTAN við framdekk og utan við grindina!
;)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 26.júl 2018, 15:35

Jamm þetta eru nú meiri risa krílinn. Ég verslaði þennan bíl óséðan inn í Eyjafyrði af fínum köllum og stóðst allt sem þeir voru búnir að segja mér um bílinn.Jamm mér leist strax vel á bílinn er ég sá hann og varð það ást við fyrstu sýn enda er ég orðinn sjónlaus og ein eygður í þokkabót.
Ég sá þó fullt af hlutum sem er hægt að gera við og endurbæta og eitt og eitt ryðgat á stangli sem er nauðsynlegt fyrir gamla jeppamenn.Bændur tóku vel á móti mér gáfu mér kafffi og mönuðu mig til að fara upp í bílinn og lét ég til, leiðast en hefði betur sleppt því.
Er ég loksins var kominn undir stýri varð ég svo að klemmdur að ég gat varla andað.Stýrishjólið sökk um 10 cm inn í one pakkið mitt og ekki var hægt að hreifa sætið eða stilla bakið á sætinu og var ég því kolfastur undir stýrinu.
Bændur reyndu að draga mig út en hreifðu mig ekki enda kallinn vel yfir 150 kg í fötunum,, ennþá.Kallaði þá einn bóndinn komið með júgursmyrsli og berið á helvítið og tókst þá að hjálpa mér út.
Jamm það er sama sagan með alla bolta og skrúfur allt svo helvíti fast. Meira að segja loftlæsingarnar eru fastar og verð ég líklega að opna hásingarnar til að liðka upp stimplana.Bremsur eru líka vel fastar og verður það, allt sett nýtt, dælur og rör. Jamm eitt skrítið ég finn hvergi Works Manual fyrir bílinn og væri ég þakklátur ef einhver gúgul snillnigur hér gæti aðstoðað mig við það. En nóg í dag, kveðja úr Himnaríki
Viðhengi
DSCN5343.JPG
54" kominn á staðinn
DSCN5343.JPG (4.87 MiB) Viewed 7470 times
DSCN5460.JPG
loftrör fyrir læsinguna er búinn að setja Prolong í nippilinn
DSCN5460.JPG (4.85 MiB) Viewed 7472 times
DSCN5458.JPG
rúmar 6 500 vinnustundir á þessum mótor bíllinn er ekinn 85.000km
DSCN5458.JPG (5 MiB) Viewed 7472 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 14.aug 2018, 12:53, breytt 1 sinni samtals.


karlguðna
Innlegg: 57
Skráður: 17.apr 2017, 17:47
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Bíltegund: econoline

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá karlguðna » 26.júl 2018, 17:36

Jú endilega halda úti þræði um þennan ,,, verður bara gaman að fá að fylgjast með, og svo gæti maður lært eitt og annað í leiðinni þó tregur sé.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 26.júl 2018, 17:48

jamm við verðum að vera duglegir að halda Jeppaspjallinu lifandi.Þetta er mjög góð síða og góðir félagar hér inni.Svo ég vil leggja mitt af mörkum til þess þó þetta sé ekki merkilegt sem ég get gert eða er að gera.Mest allt af vanefnum en það keyrir stundum hjá manni allavega inn og út úr skúrnum he he.En samt hægt að skoða myndir og leggja til málana alls kyns punkta en það þykir mér skemmtilegt er menn kommennta og leggja eitthvað til og gefa manni ráð.Mikið af snillingum hér og fróðum mönnum.Drifhutfall í þessum er líklega 6.52:1 final drive
Viðhengi
DSCN5379.JPG
búinn að versla felgur af Kára og bíð eftir að fá ferð fyrir þær norður
DSCN5379.JPG (4.93 MiB) Viewed 7435 times
20180417_131924.jpg
20180417_131924.jpg (4.46 MiB) Viewed 7435 times

User avatar

Jónas
Innlegg: 110
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá Jónas » 27.júl 2018, 17:55

Alltaf gaman að fylgjast með Unimog..


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá birgthor » 28.júl 2018, 09:35

Spennandi, ég er sammála alvöru uppfærslu á stýrishúsi. Hvernig væri Econoline húsið tjúnað á?
Kveðja, Birgir Þór

User avatar

jongud
Innlegg: 2069
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá jongud » 28.júl 2018, 11:26

birgthor wrote:Spennandi, ég er sammála alvöru uppfærslu á stýrishúsi. Hvernig væri Econoline húsið tjúnað á?


Of lang held ég, en fullvaxið extra-cab hús eða eitthvað yngra sendibílahús hljómar spennandi.

User avatar

draugsii
Innlegg: 263
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá draugsii » 28.júl 2018, 12:52

er ekki sprinter fínn ofan á þetta?
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)

Kv Hilmar


bjori
Innlegg: 14
Skráður: 28.jún 2011, 19:08
Fullt nafn: Steinþór J Einarsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá bjori » 28.júl 2018, 16:33

Flottur með Sprinter húsi.. Breyta svo kvekindinu í hústrukk


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 28.júl 2018, 20:00

Jamm mig langar að lengja orginalhúsið og halda sérkennum og útlitinu sem mest.Saga þilið að aftan úr setja í hann benz leðurstóla setja þá í öftustu stöðu halla þeim eins og hægt er og loka svo og ætti þá að vera pláss fyrir mig og aðra menn sem eru vel vaxnir niður.Gæti orðið lenging um 35 cm en á eftir að koma í ljós.Ég var með bil á milli palls og hús um sirka 25 cm.En ég er núna fyrir sunnan að ná í Felgurnar fyrir 54" dekin.Vil ekki taka húsið af fyrr en þau eru kominn undir og þá get ég séð hvað þarf að gera svo dekkin komist vel fyrir.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1687
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá jeepcj7 » 29.júl 2018, 12:00

Flott að fá svona trukkaþráð snillingur.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 02.aug 2018, 16:15

Jamm fór suður og náði í nýju felgurnar fyrir 54" dekkin.Jamm er heim kom prufaði ég felgurnar áður en ég fór í að setja 54" á. Nema hvað þær pössuðu ekki backspeisið of mikið eða 25 cm en á gömlu felgunum er það 15 cm.
Jamm reif gamladekkið af og setti 54" mína á gömlu felguna sem er ekki nema 12" breið. Það er nægilegt til að ég geti séð hvað ég þarf að gera í framhúsinu.
Það verður ekkert mál að aftan.Þetta fór auðveldlega undir sem er bara furða því Múkkinn er óbreittur og ekkert upphækkaður. Ljóst er að ég þarf að eiga eitthvað við húsið hækka það á festingum og lengja það aftur svo ég geti komist um borð. Fjöðrun upp eða uppslagið í Unimognum er ekki mikið. Meira niður svo ég hugsa að 10 til 12 cm muni duga og einhver meiri snikkun. Fínu felgurnar er mér ónothæfar þær eru 17" breiðar og eins og nýjar spurning um að færa miðjurnar eða selja þær.
Þær voru undir Ram á unimog hásingum og henta vel fyrir sumardekk eða hvaða dekk sem er. Búið að sjóða affelgunarbrún á þær. Þetta eru 20" felgur 6 gata unimog deilingin.
Hvað ætli kosti að færa miðjur í 4 felgum.Einhver sem hefur grun um það.Það er kragi á miðjunni hringinn inn í felgunni sirka 2 cm breiður og hann er soðinn í tunnuna.Þyrfti að renna burt suðuna og ýta miðjunni á réttan stað og sjóða aftur.
Viðhengi
DSCN5474.JPG
DSCN5474.JPG (5.07 MiB) Viewed 6583 times
DSCN5473.JPG
DSCN5473.JPG (5 MiB) Viewed 6583 times
DSCN5472.JPG
DSCN5472.JPG (4.79 MiB) Viewed 6583 times
DSCN5470.JPG
DSCN5470.JPG (4.8 MiB) Viewed 6583 times
DSCN5468.JPG
DSCN5468.JPG (4.81 MiB) Viewed 6583 times
DSCN5466.JPG
DSCN5466.JPG (4.77 MiB) Viewed 6583 times
DSCN5465.JPG
DSCN5465.JPG (4.9 MiB) Viewed 6583 times
DSCN5464.JPG
DSCN5464.JPG (4.95 MiB) Viewed 6583 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2069
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá jongud » 03.aug 2018, 08:54

Getur verið að 54 tommur sé of mikið?
Dekkjastærð má ekki fara yfir eitthvað ákveðið hlutfall af bilinu milli hásinga. Man einhver hvað það er mikið?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 03.aug 2018, 12:50

Jamm 312 cm er það sem þarf að vera á milli öxla.Ég lenti í öllu þessu reglugerðardóti þegar ég smíðaði Hulkinn. Lengd og breidd hæð upp í aðal ljós og mega ekki vera of innarlega og ég veit ekki hvað.Það er í myndinni að lengja hann eða láta skoða hann á 46".Vera bara með 54" sem leikdekk eða til að rúlla þeim um bílskúrinn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 03.aug 2018, 16:23

Jamm endilega pælið með mér.Núna er bíllinn 240 á milli hásinga.Hann þarf að vera um 312 cm til að vera löglegur á 54".Ef ég lengi hann á beina kaflanum um segjum 150 cm þarf ég þá að lengja skaftið um það sama eða meira þar sem það hallar? Orginal felgurnar eru með backspeis upp á 17 cm en þær nýju upp á 25cm.Ég þarf að láta færa miðjurnar um 10 cm ef pláss leyfir og vera með 15 cm backspeis.Er mikið mál að færa miðjur og ætli það sé dýrt.Miðja er með kraga sem soðinn er í belginn allan hringinn.Kraginn er um 2,5 cm breiður og það ætti að vera í lagi að renna af honum 0,5 cm og þrýsta miðjunni innar og sjóða aftur
Viðhengi
mín felga bacspeis helmingi minna.JPG
gamla felgan er með backspeis um 17 cm
mín felga bacspeis helmingi minna.JPG (4.93 MiB) Viewed 6399 times
kraginn sem miðjan er fest með um 3 cm breiður.JPG
kraginn er um 2,5 cm breiður
kraginn sem miðjan er fest með um 3 cm breiður.JPG (5.07 MiB) Viewed 6399 times
DSCN5488.JPG
DSCN5488.JPG (4.52 MiB) Viewed 6399 times
lengingar svæði.JPG
lengingar svæði.JPG (5.02 MiB) Viewed 6399 times
hvar er best að taka í sundur.JPG
hvar er best að taka í sundur.JPG (5.03 MiB) Viewed 6399 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 03.aug 2018, 16:54

Jamm tæknilýsing á bifreiðinni sem er frekar ófullkominn séð hann skráðan sem fólksbifreið.Þetta er frekar traktor.Hann ætti að sleppa vel á breiddina.Viðurkenning: - Eiginþyngd: 2880
Gerðarnúmer: WDBUNIMOG001 Burðargeta: 3320
Torfærubifreið: Nei Heildarþyngd: 6200
Breytt ökutæki: Nei Þyngd hemlaðs eftirvagns: 0
Þyngd óhemlaðs eftirvagns: 0
Orkugjafi: Dísel Slagrými:
Afl (kW): 91.2 Vélarnúmer: Ekki skráð
Breidd: 2040 Lengd: 4100
Fjöldi ása: 2 Fjöldi hjóla: 0
Burðargeta
Ás Burðargeta Hjólbarðar
1. 3300 10,5X20
2. 3300 10,5X20


kaos
Innlegg: 107
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá kaos » 04.aug 2018, 11:10

sukkaturbo wrote:Ef ég lengi hann á beina kaflanum um segjum 150 cm þarf ég þá að lengja skaftið um það sama eða meira þar sem það hallar?

Ögn minna, nema þú sért líka að hækka bílinn á fjöðrum. Mín fyrstu viðbrögð voru reyndar á hinn veginn, en þegar ég fór að reikna örlítið áttaði ég mig á hugsanaskekkjunni. Ef þú lengir bílinn án þess að hækka verður drifskaftið nær því að vera lárétt, og það vegur örlítið á móti lengingunni. Hversu miklu munar er hægt að reikna með pýþagóras. T.d.: Ef við gefum okkur að drifskaftið sé 200cm langt fyrir lengingu, og hæðarmunur á hásingarstút og millikassastút sé 50cm, þá segir pýþagóras að lárétt fjarlægð milli stútanna sé kvaðratrótin af (200^2-50^2)=193,7cm. Þú ætlar að bæta 150cm inn í, og þá segir pýþagóras aftur að drifskaftið þurfi að vera kvaðratrótin af ((193,7+150)^2+50^2)=347,3cm, eða 147,3cm lengra en það var fyrir, 2,7cm minni lenging en á grindinni.
Ég tek það fram að ég er enginn drifskaftasérfræðingur, en pýþagórasreglan er eitt af fáu sem situr eftir af grunnskólastærðfræðinni, og sé ekki betur en að hún eigi fullkomlega við þarna :-).

--
Kveðja, Kári.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 04.aug 2018, 12:22

Jamm hún á við.Svo til að lenda ekki í reiknis vandræðum þá saga ég bílinn í sundur og lengi drifskaftið fyrst um meter og set svo passandi lengd inn í grindina.Var að mæla breiddina á bílnum á 54" vewrður hann 2,25 í mestu breidd og 130 upp í aðalljós


juddi
Innlegg: 1184
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá juddi » 04.aug 2018, 21:34

Unimog er auðvitað þrælmerkilegt apparat eitt og sér og sagan á bak við þessa vagna og ekki minna spennandi hvað þú gerir við tækið,
kom þessi orginal með 352 mótor
ég mæli með aðlengja orginal húsið og halda útlitinu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 04.aug 2018, 21:42

Jamm já hann er allur orginal 6 cyl vökvastýri loftlæsingar og flauta


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá Rodeo » 05.aug 2018, 06:56

Þetta er nú reyndar fyrir nýrri týpu en þarna er Bretinn búinn að lengja húsið svipað og þú ert að spá í. Sýna skrefin ágætlega ef þú smellir á síðuna, gæti verið hjálplegt.

http://www.unimogs.co.uk/our-stock/acce ... extensions


Image
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 05.aug 2018, 08:29

Jamm mikið takk vinur.Fann einn sem er að gera upp samskonar Unimog og ég og hann er aldeilis flottur verkmaður.Ég þarf að smíða mér svona stuðara eða fá góðan járnsmið til þess.Ég verð aldrei góður suðumaður.Svo sumt þarf maður aðstoð við.Er mikið mál að smíða svona stuðara?
Viðhengi
IMG_0781.JPG
IMG_0781.JPG (35.25 KiB) Viewed 6148 times
IMG_0782.JPG
IMG_0782.JPG (35.32 KiB) Viewed 6148 times
IMG_0783.JPG
IMG_0783.JPG (39.79 KiB) Viewed 6148 times
IMG_0777.JPG
IMG_0777.JPG (37.56 KiB) Viewed 6148 times
IMG_0778.JPG
IMG_0778.JPG (37.38 KiB) Viewed 6148 times
IMG_0779.JPG
IMG_0779.JPG (32.33 KiB) Viewed 6148 times
IMG_0780.JPG
IMG_0780.JPG (30.83 KiB) Viewed 6148 times
38391297_2279965458687390_2088687349604024320_o.jpg
38391297_2279965458687390_2088687349604024320_o.jpg (274.87 KiB) Viewed 6148 times


grimur
Innlegg: 790
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá grimur » 05.aug 2018, 21:42

Gæti verið að þessi dekk virkuðu bara allt í lagi á 12" felgunum?
Það er ekki alltaf alveg gefið að breiðari felgur séu betri.

Kv
Grímur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 05.aug 2018, 22:06

Jamm er nokkuð viss um það að þau gætu virkað.En er að finna mér aðila til að færa miðjurnar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 07.aug 2018, 17:22

Jamm búinn að koma 54" undir að framan. Svo nú er hægt að fara að spá og spekúlera.Það eru 125 cm upp í aðalljós má vera 135 upp í mitt aðalljós og 40 cm út á ytri brún á dekkum sem er við að sleppa (sóla) frá ytri brún á aðalljósum.Má vera að mig minnir um 40 cm.Mesta breidd á bílnum út fyrir sólan þar sem hann er breiðastur eru 212 cm.Má vera 250 cm með undanþágu upp í 255 cm
Hægt er að legga alveg á bílinn eins og snekkjan getur og rekast dekkin ekki í grind eða annað, nema úsið sem er eðlilegt því bilið fyrir ofan dekkin er núna um 9 cm.Þarf auðvitað að hækka húsfestingar um 10 cm til að fá speis upp á 19 cm upp í hjólskál.Svo þetta kemur til með að vera minn mál en ég hélt að koma þessum dekkum undir án mikilla og dýra aðgerða
Viðhengi
Samsung-Xcover-E2370.jpg
Minn gamli skemmdist svo nú vantar mig svakalega anna eins og þenna E-2370
Samsung-Xcover-E2370.jpg (10.12 KiB) Viewed 5823 times
38768470_681903018837301_5216658700671909888_n.jpg
38768470_681903018837301_5216658700671909888_n.jpg (92.7 KiB) Viewed 5823 times

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1222
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá Járni » 07.aug 2018, 18:24

Pant fá að máta lágheiðina í þessum
2000 Land Rover Defender 130 38"


karlguðna
Innlegg: 57
Skráður: 17.apr 2017, 17:47
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Bíltegund: econoline

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá karlguðna » 07.aug 2018, 23:26

já pant fá að fylgjast með áfram,,,er þegar búin að læra smá ,, þetta verður alvöru :) en þetta verður að vera húsbíll !!! svona kallar verða að gétað eldað, étið og lagt sig á eftir !!! en kom á Sigló um helgina og var að spá í að kíkja á snillinginn en hrökklaðist öfugur út úr bænum því ég fékk ekki einusinni stæði fyrir láglendis húsbílaflota sem var gersamlega búin að leggja bæinn undir sig !!!! fattaði ekki hvaða helgi var í gangi ,,, og svo var ég með leka felgu og var að spekulera hvort ekki væri hægt að pína snilla í að sjóða í kvekindið,, en svona fór það, svo ég verð líklega að pinnasjóða hér út í garði og vona það besta.
kv Kalli


grimur
Innlegg: 790
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá grimur » 08.aug 2018, 05:28

Er svona að pæla í framsvipnum á honum þessum, og hvað væri hægt að gera til að halda ljósunum nægilega neðarlega og svoleiðis....hvað um að skera framendann lárétt í gegn um rimina fyrir ofan grill, út á hornin og aftur í hjólboga, færa afskurðinn niður og fram þannig að bótin flútti nokkurnveginn við húddlínuna, sauma svo hliðarnar saman líka. Þannig stækkar hjólboginn þar sem mikil þörf er á, ljósin haldast í löglegri hæð, svipurinn á bílnum helst nokkuð vel o.s.frv.
Auðvitað hækka boddíið eins og þarf.

Bara svona hugmynd...

Kv
Grímur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 08.aug 2018, 08:38

Jamm Kalli við hefðum reddað felgunni.En bærinn er alltaf fullur af fólki og bílum allar helgar.Eg mun verða með pall og svo camper með upp skrúfanlegum topp á pallinum þegar mig langar fram á fjörð.Það er eldavél og bakarofn í honum.
JAmm Grímur er búinn að hugsa mér að halda ljósa götunum.Þetta ætti að sleppa ef ég hækka húsið frá því sem það er núna um 10 cm þá er ég kominn með 20 cm bil fyrir ofan dekkið.Þð má vera 135 upp í ljósið en er núna 125 cm á 54"


almar
Innlegg: 40
Skráður: 23.nóv 2016, 01:23
Fullt nafn: almar óli atlason
Bíltegund: Toyota HILUX

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá almar » 09.aug 2018, 23:23

sukkaturbo wrote:Jamm mikið takk vinur.Fann einn sem er að gera upp samskonar Unimog og ég og hann er aldeilis flottur verkmaður.Ég þarf að smíða mér svona stuðara eða fá góðan járnsmið til þess.Ég verð aldrei góður suðumaður.Svo sumt þarf maður aðstoð við.Er mikið mál að smíða svona stuðara?


Ekkert mál að smíða svona stuðara með góðan vals við hendina


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 10.aug 2018, 07:17

Jamm ég mun reyna að fá einhvern góðan til að aðstoða mig við það.Fyrst að skera þetta út og sov valsa og sjóða


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 11.aug 2018, 12:38

Jamm og jæ´ja hásingin hafðist loks undan.Allir boltar mjög fastur og snéri ég í sundur 12 og 14 mm bolta hvað eftir annað. Átaks skaftið mitt er eiginlega búið að fá nóg.Þarf að fara í öflugra sett 1" helst.Nú er ég að pæla í að lengja bílinn. Hvaða stál efni er best að nota í það og hverjir geta beigt þetta í skúffu svo vel sé þarf sirka 150cm x 2.
Jamm afturhásingin kominn upp á borð.Vigtar 250 kg.Breiddin á hásingunum er 167 cm.Nú er spurning um að lengja kvikindið um hvað segja menn hanner 4 m. og 245cm á milli hásinga.Þarf að vera minnst 312 cm ef hann á að fá sérskoðun á 54" dekkunum.Mun lengja húsið um 55 cm.Svo nú er bara að pæla og hugsa
Viðhengi
DSCN5524.JPG
DSCN5524.JPG (5.03 MiB) Viewed 5186 times
DSCN5523.JPG
DSCN5523.JPG (5.11 MiB) Viewed 5186 times
DSCN5520.JPG
DSCN5520.JPG (4.95 MiB) Viewed 5186 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 12.aug 2018, 16:08

Jamm hélt áfram að rífa Unimogin í sundur í morgun og tók tvo tíma að ná drifskaftinu aftan af gírkassanum.
Ætlaði aldrei að geta losa boltana sem halda hjöruliðnum aftan í gírkassan .Lykill nr 15 mm fór illa upp á og skrapp alltaf af 9/16 gekk ekki og 14mm of lítill.
Engin toppur komast að þessu.Endaði á að nota meitil til að losa þessa 6 bolt sem eru 250 mm langir fín snittaðir og hausinn mælist 15mm ef mælt er með skífumáli.
Mun finna mér öðruvísi bolta útfærslu er ég set þetta saman.Drifskaftið er með 40 mm hjörulið sem er alvöru.
Utanmálið í rörinu í drifskaftinu er 65mm og þarf ég að finna mér efni í nýtt skaft einhversstaðar.
Stífu rörið sem er utan um drifskaftir er 102 mm.Ég þarf líka að lengja það.

En hvaða efni mæla menn með til að lengja grindina um 120 cm.Grindin er skúffa? Grindin er úr 10 mm þykku á efri og neðri brún en bakið í skúffunni er að ég held 6mm frekar en 7mm. Spurning til ykkar fræðingana hvernig væri best að setja inn í grindina sem er skúffa. Einhver nefndi að lengja hana fyrir aftan gormafestingar og færa svo gormafestingarnar aftur til að taka grindina ekki í sundur á miðju.Skiptir þetta máli.En að beygja skúffu utan um orginal skúffuna og sjóða til endana og eftir endilöngu innan og utan stutta strengi ekki heilsjóða
Viðhengi
39053377_186266125459513_1638448354620866560_n.jpg
39053377_186266125459513_1638448354620866560_n.jpg (92.72 KiB) Viewed 5090 times
39083531_2125012234485045_3239885898015309824_n.jpg
39083531_2125012234485045_3239885898015309824_n.jpg (98.75 KiB) Viewed 5090 times
38860201_1174373982725022_3879325405047422976_n.jpg
38860201_1174373982725022_3879325405047422976_n.jpg (120.36 KiB) Viewed 5090 times
38938478_2183701825182632_8661563634201133056_n.jpg
38938478_2183701825182632_8661563634201133056_n.jpg (69.36 KiB) Viewed 5090 times
39052634_300688964034344_9004506378965876736_n.jpg
39052634_300688964034344_9004506378965876736_n.jpg (90.98 KiB) Viewed 5090 times

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1211
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá svarti sambo » 13.aug 2018, 00:56

Sæll Guðni.
Ég geri ráð fyrir að það þurfi að nota sömu formúlu í þessari grindarlengingu, eins og öðrum grindarlengingum.
þ.e.a.s. Skeyta saman með fláa 1:2. þ.e.a.s. 1mm upp og tveir til hliðar. Annars áttu það á hættu að grindin springi öðru hvoru megin við suðuna, eins og þú hefur örugglega séð 100 sinnum gerast í kringum suður.
Lenginguna lætur þú bara beygja fyrir þig í kantpressu og klippa úr plötustáli St.52. Ef þú ert ekki nú þegar með aðgang að slíkum tækjum.
Lengingin er svo felld inn í núverandi grind.
Veit reyndar ekki hvernig það er í útektinni. Hvort að þú þurfir að láta taka þetta út og sýna fram á að suðumaðurinn sé með tilskilin suðuréttindi fyrir þetta. Það er allavega þannig í atvinnutækjunum. Þar þarf allt að vera vottað. Annars eru allt aðrar reglur varðandi þessa bíla, heldur en atvinnutæki.
Ættir að geta fengið upplýsingar um þetta hjá blýantsnögurunum hjá umferðastofu. hvort sem þér líkar það betur eða verr.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 13.aug 2018, 07:20

Jamm takka fyrir svarið Elías. Svo er það staðsetningin á lengingunni.Grindin er lægst í miðjunni og stuttur beinn kafli og þar eru tvö rör í gegnum hana.Var að spá í hvort ég ætti að fara á milli þeirra eða lengja grindina á beina kaflanum fyrir aftan gormafestingarnar að aftan og færa gormafestingarnar síðan aftur á nýja kaflan. Þekkt er að Unimog grindin er að sveigja sig ansi mikið.
Viðhengi
38391297_2279965458687390_2088687349604024320_o.jpg
38391297_2279965458687390_2088687349604024320_o.jpg (274.87 KiB) Viewed 4965 times
DSCN5524.JPG
DSCN5524.JPG (5.03 MiB) Viewed 4965 times
DSCN5523.JPG
DSCN5523.JPG (5.11 MiB) Viewed 4965 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3129
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá sukkaturbo » 13.aug 2018, 16:31

Jamm geymskutlan Örkin flott nafn.Búinn að komast að niðurstöðu.Ræddi við þá hjá Aðalskoðun miðað við að dekkið standi 130 cm þá þarf bilið á milli hásinga að vera um 300 mm.Eða 3 metrar.Með því að taka gaflinn úr grindinni að aftan og lengja grindina um 65 cm þá get ég fært afturhásinguna aftur um það sem þarf.Virðist vera einfaldasta leiðin.Beinn kafli og skúffa. Þverbitinn er boltaður í með dráttarkróknum og öllu draslinu.Svo þarf að lengja skaftið og stífurörið. Ég set hugsanlega loftpúða fjöðrun í hann að aftan og góða dempara.Verst að vera búinn að selja loftpúðana sem ég átti 2x1300 kg púða.Jamm auglýsi þá bara eftir nýjum
Viðhengi
DSCN5532.JPG
þverbitinn boltast fram í grindina með 6 boltum hvorumegin
DSCN5532.JPG (5.06 MiB) Viewed 4894 times
DSCN5531.JPG
DSCN5531.JPG (4.87 MiB) Viewed 4894 times


grimur
Innlegg: 790
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Unimog tracktor 406/Örkin

Postfrá grimur » 14.aug 2018, 02:36

Ágætt að forðast að lengja undir kviðnum á honum, þar sem mestu vægiskraftarnir eru á ferðinni. Þarna rétt aftast er mest bara skerálag sem verður aldrei svo mikið. Að fara á milli bitanna virkar kannski fræðilega vel, en það er bara svo fjandi stutt að það er eiginlega ógerningur að skáskera nóg til að forðast sprungur útaf suðum.
Svo með suðurnar...ég er svosem enginn sérfræðingur, en það sem ég steiki saman er helst gert með basískum pinnavír, Hilco Basic super er alveg í uppáhaldi fyrir hreint efni. 36D Filarc í misjafnt og skítugt. Svo var mér kennt að berja í suðurnar þegar þær eru að kólna, sérstaklega til endanna, til að spennulosa þegar þær eru að kólna. Svona loft-gjallhamars-græja er frábær í þannig.
En aftur...þetta er röfl í amatör sem hefur aldrei almennilega lært að sjóða.

Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir