Síða 1 af 1

4runner breytingar

Posted: 20.jún 2018, 17:50
frá castiel
langaði að fá upplýsingar um 4runner breytingar. það sem mér langar til þess að gera er að koma 38 undir hann , langar til þess að halda klöfum (verður meira malbik bíll) . mér hefur verið sagt að það sé gott að færa afturhásingu til þess að fá meiri stöðuleika á hann og svo hann leggist ekki á rassgatið.

ætla að henda diskalásnum og setja bara 5 29 hlutfall með loftlás og bara 5 29 hlutfall að framan ( hvar er hægt að fá þetta á besta verðinu)

síðan var ég að spá hvort væri ekki hægt að mýkja hann aðeins upp, var að keyra í lausamöl og lenti á miklum ójöfnum og bíllin hristist næstum út af veginum.

ef einhver er með upplýsingar hvernig er best að fara að þessu .þakka öll svör

Re: 4runner breytingar

Posted: 21.jún 2018, 22:30
frá Gisli1992
sko ég myndi persónulega bara byrja rífa eins mikið frá hvalbaknum að innan eins og þú getur til að sjá hversu mikið þu getur skorið hann því meira sem þú nærð úr honum því minna þarftu að hækka hann, getur líka alltaf fært boddyið aftar á grindinni og lengt hana aftast og þa bara færa hásinguna eins og þarf en myndi samt ekki fara með hana of aftarlega uppá að hafa hann ekki of léttan að aftan

Re: 4runner breytingar

Posted: 24.jún 2018, 18:09
frá grimur
Eg held að sirka 70mm boddíhækkun, að því gefnu að festingarnar aftan við framhjól séu hækkaðar á grindinni og skafnar til að framanverðu, sleppi alveg til.
Fjöðrunin er mjög demparaháð, myndi byrja á að skoða það atriði. Þessir bílar eru ekki mjög hastir að eðlisfari.
Færa afturhásingu alveg klárt mál. Finndu flotta kanta, settu þá á, og svo hásinguna eftir því eins aftarlega og hægt er án þess að dekkin séu að nudda.
kv
Grímur

Re: 4runner breytingar

Posted: 24.jún 2018, 19:46
frá castiel
þakka svörin hef verið að leita að upplýsingum . las að maður geti sett landcruser 80 gorma að aftan hversu mikil hækkun er það og hvernig myndi maður hækka hann að framan á móti því