Wrangler TJ breyting

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 155
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Wrangler TJ breyting

Postfrá StebbiHö » 29.maí 2018, 17:39

Góðan dag spjallverjar.

Mig langar að forvitnast aðeins um þessa bíla og hvernig er að koma þeim á ca 35". Ég bý í Californiu og langar að fá mér einn til að fara í jeppamennskuna hér aðeins. Hér þarf ég ekki mikið breyttann bíl og þess vegna er ég að halda mig við 33"-35" með 37" sem algert max en bíllinn yrði líka í daglegum akstri svo það yrði hæpið, en möguleikinn yrði kanski hafður með. Nú er hægt að fá einfalt og ódýrt lift kit upp á 2" og 2,5" í þessa bíla og lítil mál að koma þeim í. En þarf að skera mikið úr fyrir 35" og er það mikið mál? Eins og menn vita þá er ekki mikið um að menn skeri úr hér heldur lifta upp eins og ekkert annað sé í boði, en ég ætla mér að hafa þetta frekar Íslenskt ferli og hækka minna og skera meira. Youtube er náttúrulega fullt af myndböndum af hækkunum en minna séð af úrklippum. Sama með kanta, er ekki hægt að breikka orginal kantana, held að það sé hægt að fá breiðari kanta hér en ef hægt er að breikka orginalinn, og lengja, þá er spurning um að dunda sér við það.

Með bestru kveðjum
Stefán í San Diego
grimur
Innlegg: 790
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Wrangler TJ breyting

Postfrá grimur » 30.maí 2018, 04:16

Náðu þér í dekkjagang á felgum, 35", ásamt nagara eða blikkklippum(vá hvað þetta er svakalegt orð...eins og finnska).
Svo er bara að máta og klippa eftir dekkjunum. Hækkun er auðvitað síðasta úrræði hjá okkur sem kunnum þetta :-)
Ég er í Flórída og setti 2001 módel af 4Runner á 33" án hækkunar. Það er eitthvað sem er alveg fáheyrt hérna megin Atlantshafsins á meðan það er bara rétt svo snyrting á Íslandi...ja eða þarumbil.
Þessar hækkanir þeirra hérna á þessum slóðum eru alveg svakalegar, þó að vegirnir séu alveg rennisléttir og engar malbiksrásir eru þessi grey út um allt á vegi. Kubbar undir fjaðrir ennþá í algleymingi, framstífur svo brattar að þær eru næstum lóðréttar o.s.frv.
Eru kantareglur í Cali? Hérna má vera með dekkin út um allt, ég held ég hafi séð bíl með innri brún á bana fyrir utan bretti...

kv
Grímur

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1104
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Wrangler TJ breyting

Postfrá Kiddi » 30.maí 2018, 15:53

Þetta getur nú verið allavega þarna vestur frá, enda er fjölbreytileikinn eitt af því sem gerir Ameríku skemmtilega. Þó svo að margir hækki bílana upp á stór hjól til þess eins að vera töff eru líka margir sem breyta bílunum á skemmtilegan hátt og íslendingar geta lært margt af sumum breytingum sem eru gerðar fyrir vestan. Hvernig bílunum er breytt fer mikið eftir því hvernig menn ætla að nota þá. Hér á Íslandi er líka leiðinlega mikið af bílum sem eru of mikið hækkaðir og nánast ekkert klippt úr en það er alltaf minna áberandi hér útaf brettaköntunum. En nóg um það.

Mig grunar að það sé ekki alveg hlaupið að því að setja TJ á 35" án þess að hækka hann eitthvað á fjöðrun eða boddýi, nema þá að setja mikið undir samslátt (sem er leiðinlegt) eða hækka brettin. Þessi þráður hér getur gefið einhverjar hugmyndir: http://www.pirate4x4.com/forum/jeep-non ... n-tjs.html

Síðan er til mikið úrval af brettum sem leyfa dekkjunum að fara hærra, þessi hér eru til dæmis mjög flott https://genright.com/products/tj-lj-6-f ... minum.html

Síðan er séns á að þessi bretti gefi ehv meira pláss https://mcefenders.com/product/tj-gener ... s-6-width/

En annars þá er Gunnar Ingvi brettakantasmiður farinn að smíða trefjaplast bretti sem koma hærra á boddýið, svipað og highline kittið frá AEV.


Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 155
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Wrangler TJ breyting

Postfrá StebbiHö » 31.maí 2018, 15:20

Ég sé allavega útgáfur á götum hér og sýnist að það séu ekki strangar reglur um hversu langt út fyrir dekkin meiga standa svo það verður sjálfsagt ekki vandamál. Ég vil hins vegar vera með þetta innan við kanta og fá mér þá kanta sem eru svipaðir og menn eru að nota heima. Mér finnast þessir álkantar ekki fallegir þó þeir séu sjálfsagt ágætir en ætli endi ekki með að maður taki kanta að heiman ef maður fer ekki í að breikka þetta sjálfur. Ég hgusa að ég lifti um 2" og skeri svo, nema maður nái sér í Rubicon þá þarf þess nú varla þar sem hann á að duga meira að segja fyrir þá hérna, fyrir 35". Ég hef bara ekkert skoðað þessa bíla í nálægð ennþá og þekki ekki hvernig er að skera úr. En líklega er bara að finna bíl og byrja, ekki þarf að fara í stórar breytingar til að fara fyrstu ferðir, ekki eins og maður þurfi lolo og 44" til að vera memm!

Kv Stefán


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur