Síða 1 af 1

Skemmd í kúplingsöxli eftir legu í svinghjóli

Posted: 28.maí 2018, 18:59
frá grantlee1972
Daginn, hafa menn notað slífar til að reka upp á öxulinn eða gagnast það ekkert og þá hvers vegna?
Kveðja
GÞG

Re: Skemmd í kúplingsöxli eftir legu í svinghjóli

Posted: 28.maí 2018, 22:27
frá helgiarna
Best að sjóða í skemmdina með rafsuðu og renna síðan í rétt mál aftur.

Re: Skemmd í kúplingsöxli eftir legu í svinghjóli

Posted: 29.maí 2018, 20:04
frá Sævar Örn
eins hefur verið rennt af til að slétta og sett lega með minna innanmál í staðinn, þá er eins í boði að hafa slífar uppáreknar með góðum árangri en slíkt þýðir yfirleitt að hvort heldur sem er þurfi að renna af þeim til að slétta yfirborðið, þá er allt eins gott að fá legu með örlítið minna innanmáli