Síða 1 af 1

Suzuki Vitara LOLO

Posted: 03.maí 2018, 18:24
frá karlguðna
Nú eru góð ráð dýr ,, er búin að versla mér vitöru sem mig langar að setja á 35" dekk en nú þegar eru hlutföllin of há en hann er á 32" dekkjum.
Var að láta mér detta í hug að lækka hlutföllin í millikassanum en veit ekki hvort að sú lækkun sem maður hefur séð á youtube séu að virka fyrir
háadrifið líka,,, eru einhverjir hér sem gætu gefið góð ráð ??? og kannski bent mér á verslun með svona breitingasett til sölu ef það er það sem maður
þarf. Svo rakst ég á skemmtilegt myndband af BELLU í lolo leik fyrir austan þá veit ég að hér eru menn sem vita sitt af hverju um málið :)
set að gamni link á Bellu hér. https://www.youtube.com/watch?v=tmVeSXNYReg
með fyrifram þökk Kalli

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 03.maí 2018, 18:52
frá karlguðna

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 03.maí 2018, 19:16
frá baldvine
Ég veit til þess að menn hafa sett millikassa og drifhlutföll úr sjálfskiptum bíl í beinskiptan. Það lækkar hlutföllin eitthvað en ég kann ekki að lýsa því nákvæmlega. Dugar amk fínt fyrir 33".

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 03.maí 2018, 19:25
frá karlguðna
ok þarf að skoða það ,, takk fyrir þetta.

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 07:22
frá sukkaturbo
Jamm sæll þetta þrælvirkar hefur engin áhrif á háadrifið.Sukkan breitist í jeppa sem drífur eftir þessa breitingu.Ég setti í leiðinni koparkúpæingu en tel þess ekki þurfa eftir að hafa lækkað lágadrifi.Ekki verra að setja læsingar í hana er með Nospin en mæli með lofti

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 09:02
frá BrynjarHróarsson
það er sama hlutfall í millikössum á þessum bílum sama hvort þeir eru beinskiptir eða sjálfskiptir.
hinsvegar koma sjálfskiptu bílarnir með 5.12 drifhlutföllum sem eru ágæt í þetta.

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 10:16
frá Tjakkur
Settu í bílinn millikassa úr gömlum Fox. Þá hefur þú Vitara lágadrifið sem LOLO, Fox lágadrifið til venjulegra nota og Fox millikassinn er það mikið niðurgíraður í hádrifinu að hann passar á móti 38" undir Vitöru.
Einfaldari útgáfa er að setja í bílinn gírkassa úr Fox og millikassa úr Fox í staðin fyrir Vitara gír og millikassa.

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 16:28
frá karlguðna
SNILLINGAR eru þið ;) ok hefur ekki áhrif á háadrifið ,, þá verður maður að setja í hann 5.12:1 drif því hann er frekar latur í fimmta gír á krúsinu, nú eða gera eins og "tjakkur " mælir með setja millikassa úr Fox aftan við !! er sá kassi bara tengdur beint við afturdrifið úr vitörunni ???
en segðu mér Guðni hvar fékst þú lága drifið í Bellu ???
og reyni að fynna drif úr sjálfskiptum,,
takk fyrir þetta strákar vissi að þetta er staðurinn fyrir fávísa að leita ráða :)

en svo var það með læsingar !! hafa menn verið að nota þessar TORSEN gíruðu læsingar ? var að skoða þetta og væri gott að heyra í fræðingunum !! https://www.ebay.com/itm/SUZUKI-VITARA- ... 1438.l2649

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 16:51
frá sukkaturbo

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 16:55
frá sukkaturbo

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 17:04
frá karlguðna
Kærar þakkir fyrir þetta , nú er þetta allt að skýrast í kolli mínum og aftur takk fyrir.

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 19:46
frá karlguðna
OK nú eru gír vandamálin leyst :) allavega í hausnum á mér en hvað segja menn um læsingar ?? Guðni vill loft læsingar sem mig langar reyndar líka í en fynnst bæði dýrt og með veikum hlekkjum svo sem loftlögnum , loft dælu, og öllu rafmagns dótinu sem fylgir , er ekki nógu gott að nota LSD læsingar svo sem þessar TORSEN læsingar sem maður hefur verið að sjá, eða er þetta bara leti og aumingjaskapur að ætla að fara í eitthvað sjálvirkt dót ?
er það bara óskhyggja að halda að þetta virki ?? set hérna aftur inn link á ebay á læsingar sem ég er að spá í en endilega bjargið mér frá þeirri heimsku að kaupa eitthvað sem virkar ekki ,,það er ekki svo mikið af aur í veskinu að maður hafi efni á að læra af reynslunni með þetta.
https://www.ebay.com/itm/SUZUKI-VITARA- ... 1438.l2649

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 04.maí 2018, 23:44
frá íbbi
loftlásar jú eða barkalásar hafa alltaf vissa kosti umfram sjálfvirka lása. eins og t.d að geta sett í lás án þess að þurfa að hreifa hjól t.d í festu

en það er jú meira fyrirtæki í kring um þá. en nú getur maður fengið kína kópíur af ARb lásunum sem kosta helminginn af því sem ARB kostar. menn láta enn sem komið er vel af HF lásunum.

en ef ég væri að fara í sjálfvirka lása, þá tæki ég alltaf truetrack eða álíka uppbygðan ás í stað diskalása

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 05.maí 2018, 01:52
frá karlguðna
takk fyrir þetta íbbi ,, gott að fá mismunandi sjónarmið í sarpinn takk fyrir þetta ,,,væri gaman að heyra í fleiri snnillingum með þessar læsingar
kv: Kalli mismunadrif (þó ég vilji ekki mismuna neinum)n

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 05.maí 2018, 07:30
frá sukkaturbo
Jamm ég keyri með Nospin sem er mjög öflug læsing.Væri alveg til í að vera með loftlæsingu eftir að hafa ekki með Nospinið í tvö ár.Mér sýnist loftlæsing kosta um 500 dollara.Svo það er svipað verð og þessir lásar sem þú ert að pæla í.

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 05.maí 2018, 09:52
frá karlguðna
já satt er það að "handvirkir" lásar eru bara það besta ! veit ekki afhverju ég var með hugmyndir um tvöfallt verð í hausnum á þessum loftlásum,
verð að skoða það betur , því það er náttúrulega lang best. Svo verður maður að hafa loftdælu hvort sem er !!!!

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 07.maí 2018, 19:51
frá BrynjarHróarsson
Settu í bílinn millikassa úr gömlum Fox. Þá hefur þú Vitara lágadrifið sem LOLO, Fox lágadrifið til venjulegra nota og Fox millikassinn er það mikið niðurgíraður í hádrifinu að hann passar á móti 38" undir Vitöru.
Einfaldari útgáfa er að setja í bílinn gírkassa úr Fox og millikassa úr Fox í staðin fyrir Vitara gír og millikassa.


gallinn við að gera þetta er að á fox millikassanum er úrtakið fyrir afturskaftið til hliðar í línu við úrtakið fyrir framskaftið og því yrði afturdrifskaftið á ská í bílnum.

Re: Suzuki Vitara LOLO

Posted: 07.maí 2018, 22:05
frá karlguðna
takk fyrir þetta Brynjar enda áhvað ég að fara "Bellu" leiðina og er búin að panta lækkun í millikassann, svo er bara að sjá til hvort maður tímir loftlæsingum svona um leið og maður lækkar drifin . ætla að taka þetta rólega og sjá tíl :)