Tvennt sem angrar minn Jeep Liberty 2003

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
jeep Liberty
Innlegg: 2
Skráður: 27.apr 2018, 17:10
Fullt nafn: Snæbjörn Ólafsson

Tvennt sem angrar minn Jeep Liberty 2003

Postfrá jeep Liberty » 27.apr 2018, 18:28

Sæl öll.

Ég er samsagt að leita að einhverjum sem er með góða þekkingu á Jeep Liberty 2003, til að taka að sér að greina og vonandi að laga. Verkstæði eða einhver sem tekur svona að sér í hjáverkum.

Það fyrsta er að bíllinn hleður ekki, það er ekki hleðsluljós en það er vélarljós. Það er búið að fara með þennan bíl á tvö verkstæði en ekkert gengur. Geri ráð fyrir að hleðslan frá alternator hafi verið mæld.

Hitt atriðið er að það syngur í afturdrifinu, eitthvað farið eða ónýtt.

Þannig, henda að laga. Helst laga ef það væri innan skynsemlegra marka. Það væri þvi gott að geta greint þetta almennilega.

kv s



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Tvennt sem angrar minn Jeep Liberty 2003

Postfrá Sævar Örn » 28.apr 2018, 13:16

Kemur hleðsluljósið þegar svissað er á, og hverfur þegar sett er í gang? Ef það kemur alls ekki væri ráð að athuga peruna, sé hún biluð er það í mörgum tilvikum frá þessum tíma nóg til að alternator hlaði ekki.


Verkstæðismaður ætti að geta metið með þér hvað best sé að gera varðandi hávaðann frá drifrásinni, greina hvaðan hann kemur og telja upp kostnaðaráætlun sem hægt væri að fylgja nokkurnveginn.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
jeep Liberty
Innlegg: 2
Skráður: 27.apr 2018, 17:10
Fullt nafn: Snæbjörn Ólafsson

Re: Tvennt sem angrar minn Jeep Liberty 2003

Postfrá jeep Liberty » 30.apr 2018, 20:03

Takk fyrir þetta, kem til með að athuga þetta. En demmmmmit getur pera pirrað mann svona, maður getur varla trúað því en og prufa það.

Þakka fyrir innleggið.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir