Síða 1 af 1

Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 21.apr 2018, 17:07
frá sukkaturbo
Jamm verslaði mér 70 árgerðina af Benz Unimog 6 cyl OM-352 disel orginal ekinn 84000km.
Fastanúmer: HD489
Árgerð/framleiðsluár: 1970/ Verksmiðjunúmer: 406121-10-007158
Tegund: MERCEDES BENZ Undirtegund: UNIMOG
Framleiðsluland: Þýskaland Litur: Gulur
Farþ./hjá ökum.: 1/1 Viðurkenning: - Eiginþyngd: 2880
Gerðarnúmer: WDBUNIMOG001 Burðargeta: 3320
Torfærubifreið: Heildarþyngd: 6200
Orkugjafi: Dísel Slagrými:
Afl (kW): 91.2 Vélarnúmer: Ekki skráð
Breidd: 2040 Lengd: 4100
Fékk hann inn í eyjafirði.Fór og sótti hann í morgun.Mikið andskoti er lítið pláss í þessu dóti.Þurfti að smyrja mig allan í vaselíni til að komast inn og út úr þessu dóti.Jamm veit ekki hvað ég á að gera við þetta kanski ryðbæta og mála.Dettur í gang og keyrir en ansi fer hann hægt.Fékk mér kaffi og spjall meðan bíllin skreið inn í himnaríki.Hann er með orginal vökvastýri loftbremsur og læsingar og slatta af stöngum upp úr gólfinu sem ég kann ekki enn skil á.Glussakerfi og miðstöð.Hann er 4 metrar á lengd sem er nú ekki mikið og vigtar 2900 kg sirka.Það fylgdu honum 15" felgur og 42" Super Swamper dekk sem eru orðin frekar ónýt í hliðum en fínt munstur. Á honum voru breiðir kantar sem ég tók af um leið og bíllinn var kominn inn.Hvað er hægt að gera úr svona bíl einhverjar hugmyndir??

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 21.apr 2018, 17:45
frá Járni
Hversu stór dekk getur þú fundið?

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 21.apr 2018, 18:51
frá grimur
Hvað um að henda af þessu húsi og palli, og setja Hiace, mitsubishi sendibils, eða jafnvel Starex boddí?
Svo er orugglega fullt af rusli undir hinum sem þarf ekkert að vera...glussakerfi eitthvað og blabla, fjarlægka allt vinnuvéla dotið, setja alvoru túttur og skárra hús...?

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 22.apr 2018, 00:13
frá muggur
Breyta honum í ofur-fjalla-húsbíl. Lengja grindina og setja kassa sem rúmar svefn aðstöðu f. fjóra.

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 22.apr 2018, 06:43
frá Startarinn
Svo má alltaf skella túrbínu á mótorinn, OM352A var örugglega í kringum 170 hö. þessar vélar voru til upp í 190 hö með túrbínu og intercooler

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 22.apr 2018, 07:46
frá sukkaturbo
Jamm ætla að sparka í þessi litludekk um hríð hann er mjög heill á húsið lítið ryð eða þannig.Væri til í að prufa 14000 dekk breiðari Unimog felgur og keðjur.Er enn í þeim heimi keðjur og skófla og svo kanski beltin mín undir til prufu

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 22.apr 2018, 08:56
frá jongud
Wikipedia er með sér síðu um OM352 vélina.
Þetta er 5,7 línusexa, framleidd frá 1964. 126 HÖ án túrbínu. Hún sprautar beint inn á strokkana (ekki forbrennsluhólf) þannig að hún svarar túrbúnu nokkuð vel. Þetta er vel að merkja 460 kg. hlunkur.

https://en.wikipedia.org/wiki/Mercedes-Benz_OM352_engine

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 22.apr 2018, 12:50
frá Startarinn
Hún var til í nokkrum útgáfum, t.d. var vélin í 416 unimognum sem Bjsv Strönd átti bara 110 hö

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 22.apr 2018, 21:13
frá sukkaturbo
Jamm mér skilst að þessi vél sé um 126 hestöfl eða eigi að vera. Hreinsaði innan ú bílnum í dag til að skoða ástand á ryði og skoða allar þessar stangir og athuga með hvort þetta væri allt saman tengt.Jú það virðist svo og það er ekki skriðgír virðist vera í þessum það vantar alla vega stöngina fyrir hann.En hann fer samt ansi hægt eiginlega of hægt.Fann mynd af einum tilbúnum Múkka sem ég ætla að hafa sem fyrir mynd og er byrjaður að leita mér að krómfelgum eða allavega breiðari felgum og 1400x 20" dekkum jafnvel 1500x20" sem ég ætla undir þann gamla

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 23.apr 2018, 05:04
frá grimur
Það var allavega ekkert bruðlað með plássið í Unimog.
Spurning um að líma sessurnar bara beint í boddíið!
Furðu lítið ryð að sjá mikið rétt, jájá, mála hann og gera eitthvað bling bling. Það er eitthvað sem gerir að ég gæti alveg hugsað mér að eiga svona trukk, ekki fegurðin eða ferðahraði samt...bara hvað þetta á vel heima á fjöllum í einhverju slóða brölti.
Myndi jafnvel leggja meira í að fá vélina alveg 100% gangvissa og eyðslugranna heldur en að kreista meira út úr henni, þetta verður aldrei nein spíttkerra undir 400 hrossum hvort sem er.

Gangi þér vel með þetta Guðni, það er aldrei að vita nema maður rekist á þennan bíl seinna meir.

Grímur

Re: Jamm enn eitt verkefnið Unimogg kubbur

Posted: 23.apr 2018, 07:17
frá sukkaturbo
Jamm Grímur takk fyrir einmitt það sem ég er að hugsa um.En það sem kemur mér á óvart er hvað þessi vél er gang viss og einhvernvegin örugg finnst mér. Já ég er að byrja að leita eftir orginal sætunum og orgina stuðaranum og brettunum og nýjum aðalljósum.Setja hann svo á 1400x 20 dekk og breikka felgur aðeins eða í 12" þá ætti hann að lookka sæmilega.