Alternator í Hilux 2,4 bensín 22-re

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
orvargudna
Innlegg: 12
Skráður: 27.júl 2017, 09:42
Fullt nafn: Örvar Þór Guðnason
Bíltegund: Hæglúx '90 38"

Alternator í Hilux 2,4 bensín 22-re

Postfrá orvargudna » 11.apr 2018, 12:07

Smá pælingar varðandi alternator í bensín hilux.

Hafa menn verið að skipta þeim út þegar þeir eru að setja aukarafkerfi í þessa bíla, eða þola þeir eitthvað meira?

Get ég verið með þokkalega góða loftdælu, kastara og vinnuljós án þess að hafa miklar áhyggjur?



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Alternator í Hilux 2,4 bensín 22-re

Postfrá jongud » 11.apr 2018, 14:51

Hvaða árgerð er bíllinn hjá þér?
Veistu hvað núvernadi alternator er stór?


Höfundur þráðar
orvargudna
Innlegg: 12
Skráður: 27.júl 2017, 09:42
Fullt nafn: Örvar Þór Guðnason
Bíltegund: Hæglúx '90 38"

Re: Alternator í Hilux 2,4 bensín 22-re

Postfrá orvargudna » 11.apr 2018, 15:32

Hann er 1992 árg.
Mig minnir að það sé 80 ampera öryggi fyrir hann, en ég veit ekki hvað hann sjálfur er stór, líklega í kringum 80 amper.

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Alternator í Hilux 2,4 bensín 22-re

Postfrá draugsii » 11.apr 2018, 20:26

ef hann er orginal er hann sennilega ekki nema 60 amper hann er það hjá mér minn er 93 árg
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Alternator í Hilux 2,4 bensín 22-re

Postfrá helgierl » 11.apr 2018, 21:49

Ég spurði út í þetta hjá Aukaraf í kópavogi útaf mínum ´92 bíl í sumar og var sagt að þessir bílar hefðu alltaf þolað vel viðbótar rafmagnsdót a.m.k. fulla ljósavæðingu..... Ekki viðkvæmir.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Alternator í Hilux 2,4 bensín 22-re

Postfrá Sævar Örn » 11.apr 2018, 22:36

Betra að hafa stóran rafgeymi t.d. fyrir loftdælurnar til að dempa höggið sem kemur á alternatorinn og rafkerfið allt(spennufallið), þó þú gætir lent í því að verða rafmagnslaus ef þú ert með langvarandi notkun á rafmagnsfrekum búnaði.

Menn hafa t.d. notað dráttarspil sem draga 300-500 amper á 12 voltum, jafnvel allt niður í 9.8 volt undir álagi þá eru amperin orðin ansi mörg líka, og geymarnir fá að svitna, þetta væri ekki hægt með venjulegum alternator nema geymir/geymar væru góðir.
og auðvitað ekki nema örstutta stund í einu.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir