Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
siggi64
Innlegg: 48
Skráður: 17.feb 2011, 20:47
Fullt nafn: Sigurður Kristinnsson
Staðsetning: Austurland

Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Postfrá siggi64 » 05.apr 2018, 09:38

Sækir/ar..
Hefur einhver hér prufað eða heyrt af því að færa köggla úr 120 bíl í Hilux..! allar uppl vel þegnar
Mbk Sig KUser avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 572
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Postfrá Óskar - Einfari » 06.apr 2018, 12:36

Afturdrifin eru bæði 8" þannig að í stuttu máli á þetta að ganga.
Ef hinsvegar að 120 cruiserinn er með rafmagnslæsingu en ekki Hiluxinn þá þarftu að breyta gatinu í Hilux rörinu, snitta fyrir boltum og dýpka fyrir læsingargafflinum. Það er í sjálfum sér ekki mikið mál og gerði ég það fyrir mörgum, mörgum árum síðan á Hilux hásingu. Það getur verið að drifskaptflangsarnir séu ekki eins þannig að það þurfi að færa þá á milli. Ég hef sett 8" 70 cruiser drifköggul í 2007 Hilux 3.0 D4-D, þá þurfti einmitt að færa flángsinn á milli.
When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com


villi58
Innlegg: 2091
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Postfrá villi58 » 06.apr 2018, 13:13

Óskar - Einfari wrote:Afturdrifin eru bæði 8" þannig að í stuttu máli á þetta að ganga.
Ef hinsvegar að 120 cruiserinn er með rafmagnslæsingu en ekki Hiluxinn þá þarftu að breyta gatinu í Hilux rörinu, snitta fyrir boltum og dýpka fyrir læsingargafflinum. Það er í sjálfum sér ekki mikið mál og gerði ég það fyrir mörgum, mörgum árum síðan á Hilux hásingu. Það getur verið að drifskaptflangsarnir séu ekki eins þannig að það þurfi að færa þá á milli. Ég hef sett 8" 70 cruiser drifköggul í 2007 Hilux 3.0 D4-D, þá þurfti einmitt að færa flángsinn á milli.

Hilux kom 1991 með rafmagnslæsingu í afturdrifið, þið eruð kanski að tala um eitthvað sem kemur ekki fram hér í textanum ??

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1104
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Postfrá Kiddi » 06.apr 2018, 13:57

villi58 wrote:
Óskar - Einfari wrote:Afturdrifin eru bæði 8" þannig að í stuttu máli á þetta að ganga.
Ef hinsvegar að 120 cruiserinn er með rafmagnslæsingu en ekki Hiluxinn þá þarftu að breyta gatinu í Hilux rörinu, snitta fyrir boltum og dýpka fyrir læsingargafflinum. Það er í sjálfum sér ekki mikið mál og gerði ég það fyrir mörgum, mörgum árum síðan á Hilux hásingu. Það getur verið að drifskaptflangsarnir séu ekki eins þannig að það þurfi að færa þá á milli. Ég hef sett 8" 70 cruiser drifköggul í 2007 Hilux 3.0 D4-D, þá þurfti einmitt að færa flángsinn á milli.

Hilux kom 1991 með rafmagnslæsingu í afturdrifið, þið eruð kanski að tala um eitthvað sem kemur ekki fram hér í textanum ??


Það eru langt frá því allir Hiluxar með rafmagnslás og sérstaklega ekki 2007 eða yngri

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 572
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Postfrá Óskar - Einfari » 06.apr 2018, 16:05

Eins og Kiddi segir eru langt því frá allir Hiluxar með rafmagnslás. Fæstir (held ég geti fullyrt enginn) IFS bensínbílarnir voru með rafmagnslás heldur diskalás. Þetta voru t.d. 2,4 EFI doublecap, sincelcap ásamt V6 extracap. Hinsvegar voru dieselbílarnir margir hverjir með rafmagnslás til 2007. Frá 2007-2015 voru 2,5 D4-D bílarnir með rafmagnslás en 3.0 D4-D með diskalás. Þessvegna er doldið erfitt að slá því föstu að drif úr einhverjum 120 cruiser passi í einhvern Hilux þótt þetta séu allt 8" drif :)
When the road ends the fun begins
Einfari er Toyota Hilux 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

http://www.oskarandri.com

User avatar

Höfundur þráðar
siggi64
Innlegg: 48
Skráður: 17.feb 2011, 20:47
Fullt nafn: Sigurður Kristinnsson
Staðsetning: Austurland

Re: Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Postfrá siggi64 » 07.apr 2018, 15:02

Já takk fyrir þetta..en ég er eiginlega að hverfa frá þessari hugmynd og fara bara í hlutföll þau fást fyrir rúmar 100 þ + vinnu en plúsinn hefði auðvitað verið lás að aftan...en eins og kom fram þá er einhver lás í afturdrifinu eins og er.. veit bara ekki hvað það er eða hvort það virkar eitthvað en hlutföllin eru glötuð fyrir 33" það eitt er víst


grimur
Innlegg: 790
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Drif úr 120 Cruiser í Hilux ?

Postfrá grimur » 09.apr 2018, 04:42

Er ekki "spengda" 8" drifið í 120 cruiser, stundum kallað 8.5" eða eitthvað slikt. Það þekkist á kantaðra formi á hásingunni, og 10mm boltum sem halda keisingunni í.
Aðal munurinn er að legubakkarnir eru heilt unit sem spengist saman afturfyrir kamb, sem þannig stífar allt draslið mikið betur, sem eykur styrk án þess að stækka kambinn.
Ég á 2001 módel af Tacoma með svona drifi, alveg ólæst og hallærislegt. Sama árgerð kom líka með rafmagnslæsingu, en þá var held ég gamla útfærslan af köggli, semsagt sama og í 90Cruiser sem kom með læsingu.

Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur