Grunnur á undirvagn/grind.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 275
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Grunnur á undirvagn/grind.

Postfrá thor_man » 19.mar 2018, 12:44

Sælir spjallverjar.
Hvaða grunn/ryðvarnargrunn er helst að nota fyrir ryðhreinsaða bílgrind, væri það Epoxy-grunnur eða eru komnir aðrar tegundir nú síðustu árin? Hvaða verslanir er helst að skipta við í slíkum efnum?
Kv.
ÞB
Gisli1992
Innlegg: 50
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Grunnur á undirvagn/grind.

Postfrá Gisli1992 » 19.mar 2018, 17:37

ég persónulega myndi nota epoxy 2 þátta á grindina
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (í breytingum)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (Ínotkun)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Grunnur á undirvagn/grind.

Postfrá Startarinn » 19.mar 2018, 18:06

Tveggja þátta er best í þetta, en ég nota alltaf ryðbreytir fyrst ef það var ryð til staðar, jafnvel þó ég sandblási sárið, ég hef séð ryðbreytirinn skipta lit á ný sandblásnum fleti
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1322
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Grunnur á undirvagn/grind.

Postfrá íbbi » 19.mar 2018, 18:22

epoxu grunn eins og segir að ofan, hef líka notað gamla góða bit ætigrunnin hann hefur reynst mer betur en margt annað

ég sprautaði hásingar einhevrntíman með lakki sem er ætlað inn í tanka, hef heyrt frá flr en einum að það sé það albesta, en get ekki sagt að það hafi virkað neitt sérlega vel, var mjög fljótt að verða steinbarið í gegn
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 275
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Grunnur á undirvagn/grind.

Postfrá thor_man » 20.mar 2018, 19:14

Takk fyrir innleggin, það verður líklega Bit-ætigrunnur fyrir valinu, þessi yfirferð á grindinni og öllu því sem því fylgir verður tekið í áföngum, gamall vörubíll í hægfara uppgerð. Epoxy grunnurinn mundi bara eyðileggjast trekk í trekk, nógu dýrt að standa í slíku samt..


vallikr
Innlegg: 65
Skráður: 25.aug 2012, 11:37
Fullt nafn: Valdimar Kristinsson

Re: Grunnur á undirvagn/grind.

Postfrá vallikr » 20.mar 2018, 19:38

Farðu í Málningu á Dalvegi kópavogi,,
Þar færðu tvegga þátta epoxy grunn sem heitir "Jotamastic" , hann er þykkur og myndar mjög sterka vörn ,
og yfir það setur þú annað tvegga þátta lakk efni sem heitir "Hard top"
Þetta eru efni frá framleiðans sem heitir "jotun"
Þetta eru efni sem maður notar til að búa til sterka vörn þar sem mikið álag er. t.d skipamálning

Bit ætigrunnur er mjög þunnur og ætlaður á hluti þar sem viðloðun er vandamál , ekki sem ryðvarnargrunnur.

kv. Málarameistarinn


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 275
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Grunnur á undirvagn/grind.

Postfrá thor_man » 20.mar 2018, 22:52

vallikr wrote:Farðu í Málningu á Dalvegi kópavogi,,
Þar færðu tvegga þátta epoxy grunn sem heitir "Jotamastic" , hann er þykkur og myndar mjög sterka vörn ,
og yfir það setur þú annað tvegga þátta lakk efni sem heitir "Hard top"
Þetta eru efni frá framleiðans sem heitir "jotun"
Þetta eru efni sem maður notar til að búa til sterka vörn þar sem mikið álag er. t.d skipamálning

Bit ætigrunnur er mjög þunnur og ætlaður á hluti þar sem viðloðun er vandamál , ekki sem ryðvarnargrunnur.

kv. Málarameistarinn


Takk fyrir upplýsingarnar, ég þekki aðeins til Jotun-málningarinnar, góð vara. Þessi samsetning sem þú leggur til gefur trúlega betri áferð en ætigrunnur og vélalakk, skoða það nánar.
Kv. ÞB.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir