hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Target
Innlegg: 22
Skráður: 22.nóv 2010, 21:38
Fullt nafn: Birgir Steinn Finnbjörnsson

hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Target » 17.feb 2011, 20:52

Sælir, er nú nýr í þessu jeppa brasi en alltaf að verða fróðari og fróðari um þessi mál. Er á hilux 91' 33" breyttum og náði að brjóta 2 stk fjaðrir þannig ég fór skoða þau mál eitthvað og svo virðist sem menn þekki ekki að það séu, fjaðrir, gormar, og 1stk dempari, allt á sömu afturhásingunni.

Þannig nú spyr ég ykkur vitru mennina, er þetta þekkt breyting eða eitthvað skítamix, og hvar gæti ég fundið nýjar fjaðrir í bílinn hjá mér, eða ætti maður að losa sig við fjaðrinar,



User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá JonHrafn » 17.feb 2011, 20:56

Þetta hefur væntanlega verið drullumix hækkun á bílnum :þ En það er engin spurning að henda þessu flatjárni og fá sér gorma eða loftpúða. Fór sjálfur í gorma útaf einfaldleika, væri alveg til í að prófa loftpúða líka.


Höfundur þráðar
Target
Innlegg: 22
Skráður: 22.nóv 2010, 21:38
Fullt nafn: Birgir Steinn Finnbjörnsson

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Target » 17.feb 2011, 21:05

já,, kemur mér ekki á óvart þetta sé skítamix, en þá er málið held ég bara að losa sig við fjaðrinar, en er eitthver síða þar sem maður getur kynnt sér gormafjöðrun almennilega, svo maður viti almennilega hvað maður sé að fara útí?


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Hjörvar Orri » 17.feb 2011, 21:43

Svona svo að ég taki þátt í þessu spjalli, en hvernig stífugúmmí/fóðringar hafa menn verið að nota, og hvað er endingagott?
P.s. Stál og Stansar eru með fínar fjaðrir á svo sem viðráðanlegu verði.


Árni
Innlegg: 25
Skráður: 03.feb 2010, 21:59
Fullt nafn: Árni Ingimarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Akureyri

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Árni » 17.feb 2011, 21:56

Hjörvar Orri wrote:hvernig stífugúmmí/fóðringar hafa menn verið að nota, og hvað er endingagott?


Land Cruiser fóðringarnar eru eðallinn.


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Hjörvar Orri » 17.feb 2011, 22:04

Ok, hver er kostnaðurinn á þeim og hvar annarsstaðar er hægt að versla þau en í umboðinu?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Stebbi » 17.feb 2011, 23:17

Target wrote:Sælir, er nú nýr í þessu jeppa brasi en alltaf að verða fróðari og fróðari um þessi mál. Er á hilux 91' 33" breyttum og náði að brjóta 2 stk fjaðrir þannig ég fór skoða þau mál eitthvað og svo virðist sem menn þekki ekki að það séu, fjaðrir, gormar, og 1stk dempari, allt á sömu afturhásingunni.

Þannig nú spyr ég ykkur vitru mennina, er þetta þekkt breyting eða eitthvað skítamix, og hvar gæti ég fundið nýjar fjaðrir í bílinn hjá mér, eða ætti maður að losa sig við fjaðrinar,



Þetta var mikið gert áður en að 4-link varð að grunnstaðli í afturfjöðrun, ég var með svona á double cab sem ég átti. Þá var ég alltaf að brjóta annað hvort krók eða augablað til skiptis því að þetta eru ókeyrandi fóstureyðingartæki á fullu búnti af fjöðrum þannig maður freistast til að taka úr búntinu. Ég sagaði einn framgorm úr cherokee minnir mig og setti hann utanum samsláttarturninn og festi hann einhvern vegin á fjaðrafestigarnar, man ekkert hvernig. En með þessu þá gat ég fækkað blöðunum í fjaðrabúntinu og fengði aðeins mannlegri fjöðrun fyrir 1000 kall. Svo hjálpar ekki þessum greyum að samsláttarpúðarnir eru örugglega úr Hardox 600 ekki gúmmí.
Ef að þetta er double cab þá geturðu notað fjaðrir úr Xtra Cab í staðin og fengu með þvi smá hásingarfærslu og mýkri fjöðrun fyrir margfallt minni vinnu og pening en gormavæðingu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Target
Innlegg: 22
Skráður: 22.nóv 2010, 21:38
Fullt nafn: Birgir Steinn Finnbjörnsson

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Target » 19.feb 2011, 02:42

Já okay, tjékka þá hjá Stál og stönsum, en þetta er annars x-cab, ætli ég finni mér ekki bara nýjar fjaðrir og hendi í hann, fjöðrunin var alveg fín áður en þetta gaf sig.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hilux með fjöðrum og gormum að aftan

Postfrá Stebbi » 19.feb 2011, 08:15

Ef þú vilt mýkri fjöðrun þá gætu fjaðrablöð úr Tacoma verið góður valkostur. Það eru fjaðrir sem eru enganvegin burðarfjaðrir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 46 gestir