Síða 1 af 1

efni í stífur

Posted: 11.feb 2018, 02:53
frá íbbi
hvaða efni hafa menn verið að nota í stífur fyrir 4/5 link

geri ráð fyrir að menn séu að nota heildreginn, en hvaða efnisþykkt? utanmál? í 2.5t bíl

Re: efni í stífur

Posted: 11.feb 2018, 14:01
frá Kiddi
Ég nota eins sver rör og komast með góðu móti á fóðringahólkana, oft er það 48 mm eða 42 mm rör. Efnisþykkt ca 3 mm, meiri ef rörið er grennra. Myndi til að mynda nota 4 mm þykkt 33 mm svert rör. Það skiptir síðan miklu máli að nota ekki veikara stál en st52/s355j2g3.

Re: efni í stífur

Posted: 11.feb 2018, 18:38
frá Gisli1992
er ekki verið að nota heildregið bara 3-4mm þykk rör

Re: efni í stífur

Posted: 12.feb 2018, 09:43
frá petrolhead
Sæll Íbbi.

Má ég forvitnast ?? hvað á að fara að smíða ? eitthvað í Ram ??

MBK
Gæi

Re: efni í stífur

Posted: 12.feb 2018, 18:42
frá íbbi
fæst orð minnst ábyrgð :D


en ég er svona að gæla við að smíða undir hann, svona þar sem hann er kominn inn í skúr á annað borð og ég búinn að kaupa mér annan bíl til að nota sem vinnubíl.

hvort það verður eitthvað úr þessu að þessu sinni vill ég nú samt sem minnst fullyrða um, svona þar sem ég á nú að vera einbeita mér af því að gera upp hús, a.m.k ef þú myndir spyrja konuna!

Re: efni í stífur

Posted: 12.feb 2018, 20:26
frá Guðni þór
Smá spurning útfrá þessari umræðu. Er löglegt að smíða allar stífur og annað þegar menn hækka upp jeppa.

Re: efni í stífur

Posted: 12.feb 2018, 22:08
frá petrolhead
Guðni; Ég veit ekki til að það sé neitt sem bannar manni að smíða svona nema....ef ég man rétt...þá má ekki smíða í stýrisbúnað.

Íbbi; Ætli ég sleppi því ekki bara að vera nokkuð að spurja konuna þína ;-)
En varstu þá að hugsa um að skipta út fjöðrunum að aftan ?

Ég er neflinlega búinn að vera í pælingum með að smíða mér lengri stífur að framan til að koma stærri dekkjum undir bílinn, þyrfti að koma framhásingunni svona 5-6 cm framar til að hafa pláss fyrir 41-42" og sýnist að það sé einfaldast með því að smíða lengri stífur.

MBK
Gæi

Re: efni í stífur

Posted: 12.feb 2018, 23:50
frá Sævar Örn
Mönnum er frjálst að hanna og smíða fjöðrunarbúnað sjálfir án mikilla eða þá nokkurra takmarkana ef ljóst þykir að hönnun valdi ekki augljósri hættu eða valdi því að stjórnun ökutækis torveldist mjög.

Breytingar á stýrisbúnaði eru heimilar en hverskyns samsuðum þurfa að fylgja vottorð frá verkfræðistofu áður en bifreiðin er færð til breytingaskoðunar.

Re: efni í stífur

Posted: 14.feb 2018, 05:28
frá grimur
Ég hef notað randsoðin rör í stífur án vandræða, en pípulagnarör og einhver húsgagnarör eru algert no-no. Minna en 3mm er oftast eitthvað dót sem ætti að forðast, nema það sé hágæða efni. Svo er mikilvægt að horfa á stífubil, semsagt bil milli efri og neðri stífu, ásamt því að pæla í hvort það séu einhverjar líkur á að stífa fái ó-fjöðrunartengt högg a sig t.d. í klakabrölti. Þá þarf að massa svolítið upp í efnisvali. Venjuleg fjöðrunartengd átök eru oftast í raun ekki svo mikil, en það er engin góð ástæða til að yfirhanna ekki sæmilega vel í þessu, kílóafjöldinn eða verð er ekki svo afgerandi.
Kv
Grímur