Vandræði með Skiptingu í Ford F-350 - Vantar aðstoð

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
aronicemoto
Innlegg: 76
Skráður: 19.jún 2012, 07:44
Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
Bíltegund: Nissan

Vandræði með Skiptingu í Ford F-350 - Vantar aðstoð

Postfrá aronicemoto » 06.jan 2018, 17:04

Sælir félagar,

Er með Ford F350 2005 árgerð algjörlega óbreyttann sem ég var að eignast. Keypti hann bilaðann en EGR Coolerinn lekur greinilega svo hugmyndin er að skipta um heddpakkningu og Studda bílinn.

Hinsvegar er skiptingin líka eitthvað að stríða. Bilunin lýsir sér þannig að þegar ég set ég bakk þá gerist ekkert og engin hljóð koma en maður sér þó á snúningshraðamælinum að þar verður smá breyting við að fara í R.

Ef ég set bílinn svo í láa drifið þá virkar bakkgírinn.

Aðrir gírar virka. Þessi bíll hefur staðið í 2 ár og veit ég ekki hvort þetta sé eitthver stirðleiki eða annað.

Hefur einhver hér lent í þessu eða kannast við vandamálið?



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vandræði með Skiptingu í Ford F-350 - Vantar aðstoð

Postfrá svarti sambo » 06.jan 2018, 18:15

Oft á tíðum þegar að það er kominn tími á upptekt á skiftingum, þá týna þær backinu fyrst. Sennilega er það skýringin, getur líka verið stirðleiki í spóluloka í ventlakistunni. En miðað við það að það virki í lága drifinu, þá bendir það til að það séu brunnir diskar fyrir backið og þeir nái að halda þegar að álagið minkar, eins og þegar lága drifið er sett inn. Ef að það er búið að keyra bílinn 250+ þús. km. þá er kominn tími á skiftinguna.
Þú getur svo sem byrjað á þessu einfalda og skift um olíu og síu og séð hvort að það sé nóg, þar sem að það gæti líka verið ástæða.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
aronicemoto
Innlegg: 76
Skráður: 19.jún 2012, 07:44
Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
Bíltegund: Nissan

Re: Vandræði með Skiptingu í Ford F-350 - Vantar aðstoð

Postfrá aronicemoto » 06.jan 2018, 22:00

Sæll og takk fyrir svörin.

Það sem ég var búinn að sjá á netinu var eiginlega búið að koma mér á sama ról. Hinsvegar er hann ekinn 165.000 km og aldrei verið notaður í drætti.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir