íbbi wrote:ég hef i hyggju að smíða mér aukatank við tækifæri.
ætla koma honum fyrir þar sem núna er varadekk, a milli grindabitanna aftan við hásingu,
hvernig dælusystem eru menn að nota til að dæla á milli tanka? hvernig er með mæla?
hvað er besta leiðin varðandi áfyllingu?
Ég hef verið skammaður fyrir að hafa bensínbrúsa aftarlega í skúffunni á pickup. Var beinlínis sagt að allur þungi ætti að vera framan við hásingu.
Ég færði brúsana fremst í skúffuna og þá var jeppinn ekki að setjast jafn oft á rassgatið.
Hins vegar er ekki oft um annað pláss fyrir aukatanka að ræða.
Fyrir nokkrum árum voru Subaru bensíndælur vinsælar til að dæla á milli tanka.

Og þær eru enn fáanlegar:
http://www.electricfuelpumps.com/make/Subaru.htmlEn það er hægt að fá helling af öðrum dælum. Það er líka hægt að fá skipti sem svissar bæði túr og retúr á tankalögnunum, og þá þarf bara eina dælu framanvið skiptinn sem dælir inn á vélina.
Hérna er einn frá Ford;

Mæla er hægt að fá í öllum stærðum og gerðum, oft er hægt að fá sett og þá er stillanlegt flotholt með;

Áfylling á aukatank fer svolítið eftir því hvernig jeppinn er. Það er vinsælt að smíða -Y- sem kemur í staðin fyrir upprunalega áfyllingarstútinn þannig að hægt sé að dæla á báða tankana gegnum sama stútin. Stundum er hægt að beina dælustútnum ofan í hvorn tankinn sem maður vill.
Svona eins og hérna;

Annað sem er vinsælt er að kaupa er áfyllingarstútur fyrir bátadekk, og setja hann á þægilegan stað.
