Síða 1 af 1

Aukatank

Posted: 21.des 2017, 10:35
frá Rögnvaldurk
Sælir spjallfélagar
Vitið þið hvar hægt er að kaupa auka bensintank fyrir lc90 og hver sér um uppsetningu ?

Kveðja Rögnvaldur

Re: Aukatank

Posted: 21.des 2017, 14:32
frá jongud
Það er hægt að nota tank úr 4Runner sem aukatank,
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=26&t=33898

Re: Aukatank

Posted: 22.des 2017, 12:46
frá smaris
Ég á fínan tank handa þér. Er 70 lítrar og kemur úr 4Runner 1998 sem var ekinn 15.000km þannig að hann er eins og nýr. Á að smell passa í LC90.
Getur haft samband í 896-7719 ef þú hefur áhuga.

Kv. Smári.

Re: Aukatank

Posted: 23.des 2017, 01:51
frá grimur
Já, grindurnar í 4runner 1996+ eru held ég bara nákvæmlega eins og LC90, allavega mjög nálægt, og festingar fyrir tanka bæði að aftan þar sem tankurinn er í Cruiser og vinstramegin framanvið hásingu þar sem hann er hafður í 4Runner. Minn LC90 er amk með tankafestingar þar sem tankurinn er original í 4Runnernum.

Re: Aukatank

Posted: 28.des 2017, 22:31
frá Rögnvaldurk
Sælir og takk fyrir svörin.
Ég ætla að kaupa tankinn hans Smára og bið þá hjá Breyti um að koma honum undir bílnum.

Gleðilega hátíð,

Rögnvaldur

Re: Aukatank

Posted: 04.jan 2018, 16:14
frá Rögnvaldurk
Sælir spjallfélagar,

Nú ætlaði ég mér að kaupa tankinn hans Smára en nú kom í ljós að hvorki Breytir né Arctic Trucks eru tilbúin að ganga frá uppsetningu á honum. Nú er spurning hvaða möguleikar eru eftir? Það er kannski hægt að finna einhvern til að setja tankinn undir en hvernig á að koma eldsneyti úr þessum tanki yfir í aðaltankinn ? Þetta er bensínbíll og það má held ég ekki bara nota hvaða rafmagnsdælu sem er í bensín. Spurning með handdælu? Kannski gamaldags en þetta á að verða örrugt og kostnaðurinn á að vera einhvernveginn í hlutfalli við ágóðann.
Eruð þið með einhverjum hugmyndum?

Re: Aukatank

Posted: 04.jan 2018, 19:07
frá draugsii
er þetta orginal tankur úr 4runner?
var téður 4runner bensín?
ef svo er þá ætti að vera dæla í tankinum
ég setti orginal bensíntank úr hilux í minn og nota orginal dæluna í tankinum til að dæla ufir í aðaltankin