Síða 1 af 1

olía á tregðulæsingar?

Posted: 17.des 2017, 23:22
frá draugsii
er einhver oliutegund betri en önnur á þessar tregðulæsingar? hafa menn einhverja skoðun á hvað sé best að nota?

Re: olía á tregðulæsingar?

Posted: 18.des 2017, 10:38
frá villi58
Það er sérstök olía fyrir tregðulæsingar, LSD gírolía mynnir mig að hún heiti, þeir vita þetta hjá olíufélugunum.
Þú verður að nota svona olíu annars virkar tregðulæsing ekki.
Veit ekki hvort sé nokkur munur á milli tegunda, sjálfsagt langsótt að komast að því. KVEÐJA!

Re: olía á tregðulæsingar?

Posted: 18.des 2017, 10:48
frá draugsii
já veit að það er sérstök lsd olía sem þarf að vera á þessu spurningin er einmitt hvort það sé einhver tegundamunur

Re: olía á tregðulæsingar?

Posted: 18.des 2017, 11:22
frá svarti sambo
Það er alveg örugglega einhver munur á milli tegunda ( framleiðanda ). Sjálfur hef ég verið að nota frá N1, en ég reikna með að þú gætir fengið góðar upplýsingar um þetta hjá jeppasmiðjunni.

Re: olía á tregðulæsingar?

Posted: 18.des 2017, 12:09
frá BTF
Það skiptir máli hvurslags tregðulæsingu þú ert með. Ef þú er með diskalæsingu eins og er í mörgum bílum þarftu LSD gírolíu eða bætiefni fyrir svoleiðis. Ef þú þú ert aftur á móti með svona tannhjólalæsingu,torsen, truetrac eða þess háttar á alls ekki að nota LSD olíu.