Síða 1 af 1

Landcruiser KDJ95 framhjólalega

Posted: 13.des 2017, 21:08
frá johannesJ
Er að skipta um bakplötur undir bremsudiskum að framan. Veit einhver hvernig maður nær navinu af liðhúsinu, eða hvað þetta nú heitir?
Þetta er Landcruiser KDJ95 árgerð 2001.

Re: Landcruiser KDJ95 framhjólalega

Posted: 14.des 2017, 00:55
frá helgiarna
Nafið næst ekki úr nema í pressu og þar með er lega og pakkdósir ónýtar. Þú getur hugsanlega náð að höggva gömlu hlífina í sundur með meitli og skorið nýju hlífina í tvennt, skrúfað hana á sinn stað og soðið hana saman á staðnum. Þetta er kannski ekki flottasta aðferðin en sparar þér legu og pakkdósir.

Re: Landcruiser KDJ95 framhjólalega

Posted: 14.des 2017, 09:13
frá johannesJ
Ok takk fyrir þetta semsagt einnota drasl.
Best að fá sér 80 bíl aftur !

Re: Landcruiser KDJ95 framhjólalega

Posted: 14.des 2017, 10:28
frá helgiarna
Einnota eða ekki? Framhjólalegur í 90 cruser eru flestar að endast um 400 þúsund km hefur mér sýnst og ég hef séð nokkra sem eru eknir yfir 600 þúsund km án þess að teljast dekurbílar.

Re: Landcruiser KDJ95 framhjólalega

Posted: 14.des 2017, 14:36
frá Kiddi
Þú átt ekki að þurfa að taka leguna í sundur heldur ætti að duga að losa hana frá liðhúsinu með hjólnafinu í og komast þannig í þetta. Losar líka stóru róna á öxlinum.

Re: Landcruiser KDJ95 framhjólalega

Posted: 14.des 2017, 20:06
frá helgiarna
Landcruser 95 árgerð 2001 er ekki boltað leguhöbb heldur er legan pressuð í liðhúsið og fest með splitthring undir pakkdósinni.

Re: Landcruiser KDJ95 framhjólalega

Posted: 14.des 2017, 22:00
frá johannesJ
Eg reddaði þessu með því að skera nýju hlífarnar sundur sauð síðan renninga á annan helminginn málað og skrúfað saman með nettum ryðfríum skrúfum. Það er engin leið að ná þessu sundur nema í pressu sýnist mér.