Síða 1 af 1
Aukatankar
Posted: 10.des 2017, 13:19
frá makker
Nú á ég aukatank í patrolinn hjá mér sem hefur ekki ratað á sinn stað ennþá hvernig hafa menn verið að teingja svona og eru menn að setja olíumæli á svona ég var búinn að hugsa litla rafmagnsdælu og setja mæli á tankinn eða teingja loft inná þetta en langar að vita hvernig aðrir gera þetta
Re: Aukatankar
Posted: 10.des 2017, 19:40
frá Sævar Örn
eg fekk dælu hjá poulsen ca 7000 kall og svo mæli frá ali express ca 2000 kall skít virkar :)
Re: Aukatankar
Posted: 10.des 2017, 19:57
frá makker
Já ég er einmitt búinn að panta mótstöðu og mæli og tvær lágþrístings dælur á aliexpress svona útafþví að það kostaði slikk en ég var búinn að hugsa það líka að leggja loft að aukatanknum og blása á mylli tanka vara passa að önduninn sé í góðu lagi á aðaltanknum og þá gæti maður bara dælt þangað til að nálinn á aðaltankmælinum hættir að hreifast
En jú þá þarf að loka önduninni á aukatankinum og fynna út hverst mykinn þrísting er þorandi að setja á aukatankinn
Re: Aukatankar
Posted: 10.des 2017, 20:01
frá Sævar Örn
eg myndi forðast það, veit ekki til þess að það sé gert á aukatönkum í fjallajeppum, en þetta þekkist í öðrum tækjum, þá sennilega með sverari tanka, ég held að uppskriftin sem gefist best sé sú að hafa tvo tanka, með sameiginlega áfyllingu(með tveim rönum innanvið tanklokið) og þar af leiðandi sameiginlega öndun, þetta gerir það að verkum að þegar aukatankurinn er jafnvel stærri en aðaltankurinn, eða ef byrjað er að dæla milli áður en aðaltankur er tómur þá myndast ekki yfirþrýstingur í aðaltanknum heldur myndast bara hringrás yfir í aukatankinn gegnum áfyllinguna
Re: Aukatankar
Posted: 10.des 2017, 20:03
frá Sævar Örn
Re: Aukatankar
Posted: 10.des 2017, 20:34
frá makker
Þakka svörin já ætli ég haldi mig ekki við dæluna þar sem ég er líka búinn að panta hana og mótstöðu
Re: Aukatankar
Posted: 11.des 2017, 21:30
frá Gulli J
Ég er með timer á dælunni sem dælir af aukatank yfir á aðaltank, stoppar alltaf eftir ca 6 mínútur sem gerir ca 12 lítra. fínt system. Skiptir engu þó þú gleymir því að þú sért að dæla.
Heyri svo aukinn hávaða í dælunni þegar tankurinn er tómur.
Re: Aukatankar
Posted: 12.des 2017, 09:11
frá Aparass
Sævar Örn wrote:https://www.aliexpress.com/item/2-52mm-FYel-Level-Gauge-Car-Meter-with-Fuel-Float-Sensor-White-LED-Light-Black-Rim/32811578962.html
Af hverju í ósköpunum ætli þetta sé rauðlitað og feitletrað ?!?
Mér er fyrirmunað að skilja af hverju þetta ætti ekki að ganga fyrir diesel.

Re: Aukatankar
Posted: 12.des 2017, 09:42
frá Sævar Örn
virkar hja mer, vissi ekki um þetta