Síða 1 af 1

Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 02.des 2017, 10:26
frá Orrisigurjons
Góðan daginn.

Ég ætlaði að athuga hvort einhver hér gæti hjálpað mér og gefið mér smá upplýsingar.

Ég er sem sagt með 2005 árgerð af Montero bíl (ameríku týpan af Pajero) og mig langar rosalega að hækka hann upp fyrir 33".

Hins vegar er ég algjörlega blautur á mklli eyrnanna þegar kemur að því að breyta jeppum og ferlinu bak við það en einhversstaðar verður maður að byrja :)

Hversu mikið mál er að græja þetta sjálfur og hvað mætti maður búast við ca miklum kostnaði bakvið það, tíma og þessháttar? Þó ég hafi aldrei gert neitt svona áður er ég mjög handlaginn og á auðvelt með að klóra mig fram úr nýjum hlutum og þess háttar.

Er eitthvað ákveðið hækkunarkit sem maður myndi kaupa eða hvernig virkar þetta allt saman?

Allar ábendingar eru vel þegnar!

Með fyrirfram þökk.

Re: Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 04.des 2017, 22:48
frá elli rmr
Mér er sagt að allt sem þurfi er stòr slaghamar, slìpirokkur og skortur à skynsemi..... en ég sel það ekki dyrara en ég stal þvì

Re: Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 05.des 2017, 09:12
frá muggur
Sæll
Það eru til tvennskonar breytingar á þessum bílum. Annarsvegar eru það klossar sem hægt er að kaupa í málmsteypunni Hellu að ég held. Þá er hægt tiltölulega auðveldlega að koma einhverjum evrópustærðum sem er nánast 33 tomma undir án þess að setja kanta og fínerí.

Hin breytingin er að koma 33 tommu dekkjum 33x12.5r15 (eða r16) þá þarf kannta og gott ef ekki þarf eitthvert mix með bremsudælur ef farið er í 15 tommu felgu.

En það hlítur einhver hér að þekkja þetta betur.

kv. Muggur

Re: Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 05.des 2017, 13:37
frá gislisveri
Sæll Orri,

Ef það er ekki búið að endurnýja spyrnufóðringar í bílnum, þá er það stór kostnaðarliður þegar bíllinn er hækkaður því það þarf að hjólastilla bílinn eftir hækkun og venjulega er allt gróið fast, í þessum bíl bæði að framan og aftan. Ég myndi hafa þetta á hreinu áður en lagt er í annan kostnað.
Málmsteypa hella á kit til að hækka bílinn og eru sanngjarnir í verðlagningu.
-GS

Re: Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 06.des 2017, 18:39
frá Orrisigurjons
gislisveri wrote:Sæll Orri,

Ef það er ekki búið að endurnýja spyrnufóðringar í bílnum, þá er það stór kostnaðarliður þegar bíllinn er hækkaður því það þarf að hjólastilla bílinn eftir hækkun og venjulega er allt gróið fast, í þessum bíl bæði að framan og aftan. Ég myndi hafa þetta á hreinu áður en lagt er í annan kostnað.
Málmsteypa hella á kit til að hækka bílinn og eru sanngjarnir í verðlagningu.
-GS


Þarf sem sagt líka að endurnýja þessar spyrnufóðringar ef maður fær þessa klossa hjá Málmsteypunni Hellu til að lyfta honum aðeins upp?

Re: Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 06.des 2017, 19:39
frá íbbi
það þarf að hjólastilla eftir hækkunina, og það er hjólastillingin sem er vandamálið hvað grónu boltana varðar,

Re: Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 06.des 2017, 19:42
frá Orrisigurjons
íbbi wrote:það þarf að hjólastilla eftir hækkunina, og það er hjólastillingin sem er vandamálið hvað grónu boltana varðar,


Ég skil, þarf þá að kanna með þessar fóðringar. En hefur þú einhverja hugmynd um hversu stór dekk ég kæmi undir hann án þess að hækka hann? Hann er núna á 265/70r16 dekkjum, væri gaman ef maður gæti mögulega komið örlítið stærri og breiðari dekkjum undir.

Re: Breyting á Montero (Pajero)

Posted: 06.des 2017, 21:19
frá íbbi
ég var með minn svona á 33" óbreyttan, á original felgunum, Það gékk vandræðalaust og var laust við að rekast í, en það fer misjögnum sögum af því hjá mönnum hvort þau rekist í eða ekki