kúplings vesen

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

kúplings vesen

Postfrá arni87 » 16.feb 2011, 11:30

Nú var kúplingin að fara hjá mér, og er ég kominn með allt sem ég þarf að skifta um.
En ég veit að ég þarf að hafa hana miðjustillta og er ég að velta fyrir mér hvernig menn hafa stillt þetta hjá sér.
Þarf ég að renna öxul sem passar í þetta, eða þarf ég að fá lánað eithvað sér verkfæri??


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: kúplings vesen

Postfrá Brjótur » 16.feb 2011, 11:49

það er mjög einfalt að stilla hann á miðjuna eftir fægða slitfletinum, passa bara að fullherða ekki fyrr en þú ert sáttur,ég er búinn að gera þetta svona 4 sinnum klikkar ekki, en stundum fylgir svona stilliöxull úr plasti en ekki með mínum diskum

kveðja Helgi


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: kúplings vesen

Postfrá Haukur litli » 16.feb 2011, 12:17

Ég miðaði við slitið á kasthjólinu og tékkaði svo á þessu eftir að ég herti pressuna á. Ég þurfti að hreyfa diskinn aðeins með því að setja átaksskaftð í gegnum diskinn og ýta honum um ca 2 mm. Gírkassinn og vélin runnu mjúklega saman og allt virkar eðlilega.


steindór
Innlegg: 98
Skráður: 07.feb 2010, 13:22
Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson

Re: kúplings vesen

Postfrá steindór » 16.feb 2011, 12:25

Fáðu þér öxul sem gengur inn í kúplingsleguna, ef hann er rúmur vefðu þá teipi um öxulinn þar til hann er passlegur í leguna. Vefðu líka teipi um þennan öxul þar til kúplingsdiskurinn passar upp á hann, passaðu bara að vefja á réttum stað. Þetta hefur alltaf virkað mjög vel hjá mér þegar ég hef staðið í þessu. Kv. Steindór


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: kúplings vesen

Postfrá olafur f johannsson » 16.feb 2011, 21:14

arni87 wrote:Nú var kúplingin að fara hjá mér, og er ég kominn með allt sem ég þarf að skifta um.
En ég veit að ég þarf að hafa hana miðjustillta og er ég að velta fyrir mér hvernig menn hafa stillt þetta hjá sér.
Þarf ég að renna öxul sem passar í þetta, eða þarf ég að fá lánað eithvað sér verkfæri??

það er til alveg magnað stiki í svona vinnu hjá stillingu kostar um 2000kr
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur