Síða 1 af 1

Krani á álfelgu

Posted: 19.sep 2017, 14:19
frá helgierl
Ætla að setja krana á þessar álfelgur, hafa menn verið að snitta beint í felgurnar eða þarf að sjóða suðumúffur á felgurnar og skrúfa kranana á þær? Báðar aðferðir hafa verið nefndar við mig....Langar að kanna reynslu manna hér.
20170919_141025.jpg
20170919_141025.jpg (3.57 MiB) Viewed 5203 times

Re: Krani á álfelgu

Posted: 19.sep 2017, 17:30
frá Egill
Það er snittað beint hjá mér.

Re: Krani á álfelgu

Posted: 19.sep 2017, 19:52
frá hobo
Í þau skipti sem ég hef gert þetta voru álfelgurnar það þykkar að það var ekkert vandamál að bora og snitta eingöngu.

Re: Krani á álfelgu

Posted: 19.sep 2017, 23:06
frá helgierl
Gott mál, einfaldar vonandi málið. Takk fyrir svörin.

Re: Krani á álfelgu

Posted: 20.sep 2017, 04:12
frá villi58
helgierl wrote:Gott mál, einfaldar vonandi málið. Takk fyrir svörin.

Þegar þú ert búinn að snitta þá er gott að nota röralím svo að losni ekki hjá þér, þrífa fyrst með t.d. bensíni.

Re: Krani á álfelgu

Posted: 20.sep 2017, 10:09
frá Kiddi
villi58 wrote:
helgierl wrote:Gott mál, einfaldar vonandi málið. Takk fyrir svörin.

Þegar þú ert búinn að snitta þá er gott að nota röralím svo að losni ekki hjá þér, þrífa fyrst með t.d. bensíni.


Er það sniðugt í ál? Hef svolítið verið að lenda í því í áli að gengjulím rífi gengjurnar úr þegar ég losa boltann...

Re: Krani á álfelgu

Posted: 20.sep 2017, 10:25
frá villi58
Kiddi wrote:
villi58 wrote:
helgierl wrote:Gott mál, einfaldar vonandi málið. Takk fyrir svörin.

Þegar þú ert búinn að snitta þá er gott að nota röralím svo að losni ekki hjá þér, þrífa fyrst með t.d. bensíni.


Er það sniðugt í ál? Hef svolítið verið að lenda í því í áli að gengjulím rífi gengjurnar úr þegar ég losa boltann...

Það er hugsanlegt en ég hef gert þetta með góðum árangri. Sum lím mýkjast ef hitað er með hitabyssu og þá væri gott að prufa það ef maður er hræddur við að rífa gengjurnar. Ég hef verið að nota gengjulím frá Wurth það klikkar aldrei.