Síða 1 af 1

Coilover demparara í Jeep wrangler

Posted: 14.sep 2017, 12:35
frá binso
Sælir.
langaði til að athuga hvort einhver sé búinn að setja Fox coilover eða aðrar tengundir í Jeep wrangler.
Ef svo er hvað varð fyrir valinu og hvernig er það að koma út?

Re: Coilover demparara í Jeep wrangler

Posted: 17.okt 2017, 20:51
frá Dodge
Ég er með 2.0 fox nitrogen dempara í wrangler 92 (þ.e. gasdempara sem bera bílinn gormlaust)

Þeir eru bara komnir í að aftan og bara búinn að prufa 2 smá túra en virkar mjög vel en á eftir að koma í ljós hvernig þeir endast og hvernig þeir bregðast við langferða álagi.

Samkvæmt uppgefnum tölum eru þeir á mörkunum að bera bílinn (1700 kg 50/50 dreifing) og maður ætti í raun að vera með 2.5 týpuna í svona bíl.

Það er mikið vesen að koma löngum dempurum fyrir í svona bíl, sérstaklega að aftan ef maður ætlar ekki að fórna aftursætinu og endursmíða boddýið.

Re: Coilover demparara í Jeep wrangler

Posted: 28.nóv 2017, 19:21
frá kristjanhb
Talandi um dempara, getur einhver bent á aðila, sem gerir við dempara? Ég er með Sway-A-Way coilover dempara að framan, sem eru farnir að leka. Ég á pakkningasett í þá, en vantar einhvern kunnáttumann/fyrirtæki til að setja þær í og fylla á.

Re: Coilover demparara í Jeep wrangler

Posted: 28.nóv 2017, 19:50
frá Sævar Örn
Þú gætir reynt að ræða við McKinstry Motorsport

http://mckinstrymotorsport.is/is/

Re: Coilover demparara í Jeep wrangler

Posted: 28.nóv 2017, 21:34
frá kristjanhb
Takk

Re: Coilover demparara í Jeep wrangler

Posted: 29.nóv 2017, 17:07
frá juddi
B racing