Hljóð þegar kúplað er
Posted: 26.aug 2017, 00:19
Sælir,
Ég er ný búinn að versla eitt stykki 38"musso og er rétt að byrja að kynnast honum. Það er ýmislegt sem má laga en það er eitt hljóð sem ég er að velta fyrir mér hvað geti verið en það kemur þegar stigið er á kúplinguna. Fyrst hélt ég að þetta væri bara brak í pedalanum en heyrði svo að þetta kemur bara þegar maður kúplar á ferð. Ef kúplingslegan er farin á þá ekki að heyrast í henni þegar kúplingin er tengd í akstri en ekki þegar stigið er á? Getur þetta verið þrællinn eða eitthvað því tengt?
Einnig er hún þannig að tengipunkturinn er nánast alveg neðst svo manni finnst hún á mörkunum að ná að slíta. Er þetta eitthvað sem getur verið afleiðing af því sama og hljóðið?
Ég er ný búinn að versla eitt stykki 38"musso og er rétt að byrja að kynnast honum. Það er ýmislegt sem má laga en það er eitt hljóð sem ég er að velta fyrir mér hvað geti verið en það kemur þegar stigið er á kúplinguna. Fyrst hélt ég að þetta væri bara brak í pedalanum en heyrði svo að þetta kemur bara þegar maður kúplar á ferð. Ef kúplingslegan er farin á þá ekki að heyrast í henni þegar kúplingin er tengd í akstri en ekki þegar stigið er á? Getur þetta verið þrællinn eða eitthvað því tengt?
Einnig er hún þannig að tengipunkturinn er nánast alveg neðst svo manni finnst hún á mörkunum að ná að slíta. Er þetta eitthvað sem getur verið afleiðing af því sama og hljóðið?