VW Transporter með lágu drifi?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

VW Transporter með lágu drifi?

Postfrá Lada » 13.aug 2017, 13:35

Sælir/ar

Ég hef verið að gæla við þá hugmynd að koma mér upp jeppahúsbíl sem ég get farið á um helstu fjallvegi landsins að sumri. Og þar sem ég er sérvitur í meira lagi, þá hef ég verið að velta fyrir mér hvort einhver hér heima hafi sett millikassa með lágu drifi í VW Transporter (árg. 1990-2003)? Hvaða kassi var notaður og er þetta eitthvað sem vit er í? Er nokkkuð mál að koma 32" dekkjum undir svona bíl, fyrir utan nálægð framhurða við hjólaskálar?

Kv.
Ásgeir



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: VW Transporter með lágu drifi?

Postfrá Sævar Örn » 13.aug 2017, 15:05

þessir bilar með vélina þversum og því ekki hægt að koma millikassa fyrir, hefurðu ekið svona bíl? fyrsti gír er mjög lágur amk. á fjórhjóladrifnum díesel...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: VW Transporter með lágu drifi?

Postfrá haffij » 13.aug 2017, 20:03

Ég veit til þess að í nýrri T5 bílana (frá 2004 og uppúr) eru til bæði upphækkunarsett og lægri hlutföll í gírkassann.
Hugsanlega er þetta allt til í eldri T4 bílana líka. Skoðaðu til dæmis seikel.de þeir eru með helling af allskonar í Volkswagen.


rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: VW Transporter með lágu drifi?

Postfrá rockybaby » 14.aug 2017, 00:09

hvernig er það með toyota hiace eru þeir ekki með hefðbundin drifbúnað eins og í land cruiser 90 nema bara ekki með háu og lágu drifi


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: VW Transporter með lágu drifi?

Postfrá grimur » 14.aug 2017, 03:43

Veit ekki betur en það sé rétt. Ekki fráleitt að það sé gerlegt að uppfæra drifrásina mikiðtil með óbreyttum pörtum úr skyldum toyotum eins og svo oft.
Þeir hafa samt verið frekar til leiðinda með að láta millikassa ekki passa á milli, mismunandi flangsar eftir því hvort drifið er hægra eða vinstra megin, sjálfskipt vs beinskipt og þannig. Oftast er samt hægt að finna samsetningar sem ganga ef skipt er út gírkassa, kúplingshús passa nefninlega oft eða eru til sem leysa þessi mál.
Kv
Grimur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir