Síða 1 af 1

Breyttar bremsur á 90 Cruiser

Posted: 26.maí 2017, 18:48
frá jongud
Nú er Cruiserinn hjá mér farinn að taka upp á því að liggja utaní öðrum megin að framan. Ég fór með hann á dekkjaverkstæði/smurstöð sem hefur gert við bremsur á frúarbílnum með góðum árangri en þeir voru ekki hrifnir þegar ég koma að sækja jeppann eftir að hafa skilið hann eftir hjá þeim yfir daginn. Þeir létu mig borga sitt "fasta verð" sem er bara sanngjarnt fyrir svona vesen, en hann er farinn að liggja utaní aftur.

Ég er nokkurnveginn viss um að ArcticTruks hafi breytt þessum fyrir 35-tommu og 15-tommu felgur. En þá var nefnilega vandamálið, þeir gátu ekki verið vissir um hvaða diskar og dælur eru undir honum eftir breytinguna.

Þannig að ef einhver veit hvaða brögðum þeir beittu hjá ArcticTrucks til að koma 15-tommu felgum undir 90 Cruiser árgerð 1997 væri vel þegið að fá upplýsingar um það.

Re: Breyttar bremsur á 90 Cruiser

Posted: 26.maí 2017, 19:19
frá juddi
Oftast hjámiðjur á bremsudæluboltum og orginal dælur niður renndir diskar eða úr 70 bíl

Re: Breyttar bremsur á 90 Cruiser

Posted: 26.maí 2017, 19:49
frá Tjakkur
Ég gæti trúað því að forkólfar fyritækja í í Þýskalandi sem minnkuðu bremsugetu með þetta vafasömum aðferðum, -samhliða því að stækka dekkin verulega gætu búist við því að gista all nokkurn tíma á þarlendu ígildi Litla Hrauns......

Skil vel að verkstæðum sem fá svona drullumix til viðgerðar sé meinilla við að láta bendla sig við bixið.

Re: Breyttar bremsur á 90 Cruiser

Posted: 26.maí 2017, 20:56
frá olafur f johannsson
Það er bara rent utan af original disk og setar hjámiðjur í götin á original dælurnar og það er hægt að fá diska hjá toyota sem er búið að renna og svo er bara að gera dælurnar upp skipta um stimpla og gúmmí og glerblása dælur og mála

Re: Breyttar bremsur á 90 Cruiser

Posted: 26.maí 2017, 22:57
frá brinks
Keypti rennda diska hjá AB,

Re: Breyttar bremsur á 90 Cruiser

Posted: 27.maí 2017, 04:01
frá grimur
Drullumix og ekki drullumix...veit ekki til að þetta hafi verið til vandræða. Svo eru þessir bílar almennt ekki keyrðir á 180km hraða með tilheyrandi bremsuveseni þegar það þarf. Annað land, aðrar aðstæður, önnur tækifæri.
Það hefur nú ekki vetið beysið að viðhalda VW hérna rafkerfislega séð. Og það alveg óbreyttum rassmottum(fólksbílum). Þekki fólk sem hefur þurft að skríða út um glugga t.d. um hávetur í dauðum fólksvagni, til að "verða ekki inni". Eitthvað drullumix þar kannski...eða hágæða þýsk hönnun og framleiðsla?
Kv
G

Re: Breyttar bremsur á 90 Cruiser

Posted: 28.maí 2017, 15:55
frá Sævar Örn
hluti af breytingaskoðun á breyttum jeppum felst í útreikning á hemlakröftum m.v. 100kg ástig að hámarki, landcruiser 90 jeppar með minnkaðar bremsur, liðugar þó, fara létt með að standast þetta próf, hinsvegar eru margir aðrir bílar, td. 38"+ patrol, hilux og 46"sprinter með amerískum hásingum alveg í nippinu... amerísku trukkarnir standast þetta próf yfirleitt með prýði flestir með hydroboost bremsuhjálparafl