Patrol framhásing undir Navöru

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Patrol framhásing undir Navöru

Postfrá Robert » 18.maí 2017, 11:00

Góðan daginn,


Ég er að fara setja framhásingu undan Patrol undir Navöruna mína
Er komin með hásingu sem er búið að snúa og stytta.
Það var búið að taka allar festingar fyrir stífur gorma skálar og ská stífu af, er einhver sem á skurðateikningar af þessu?
Er bæði með enda til að hafa millibilstöng fyrir framan eða aftan, hvort er betra og hversvegna?
Verður hægt að nota orginal stýrisdæluna? Plana að setja stýristjakk. Ef ekki hvað væri þá hentugt?




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol framhásing undir Navöru

Postfrá olei » 19.maí 2017, 11:15

Hvaða enda hefur þú að framan fyrir millibilsstöng?
Það er ákveðin geómetría sem verður að vera til staðar í millibilsstöng. Ef hún er fyrir framan hásingu þá þurfa endarnir að vera fyrir utan miðlínu spindlana þannig að dekkið sem er innar í beygjunni beygi meira en það sem er utar og er að keyra stærri hring. Sé millibilsstöngin að aftan þurfa endarnir að vera fyrir innan miðlínu spindlana. Þetta er útskýrt hér:
https://en.wikipedia.org/wiki/Ackermann ... g_geometry

Það eru einhver dæmi um að menn hafi svindlað á þessu og hugsanlega er það allt í lagi á bílum sem eru nær eingöngu notaðir sem leiktæki. Ég hef ekki prófað það.

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að það er hægt að fá vinstra liðhús af breskum Patrol sem er með armi fyrir togstöng. Þá er hægt að setja millibilsstöng í togstangaraugun að framan. Ofansagt mælir gegn því.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Patrol framhásing undir Navöru

Postfrá olei » 19.maí 2017, 11:28

Ég veit að stýrisdæla í Y60 Patrol (hvort sem hann er með minni eða stærri stýrismaskínunni) er jafn stór og t.d í Terrano. Eini munurinn er flæði/þrýsti ventillinn sem í vissum tilvikum er hægt að plögga á milli með litlum tilfæringum. Þekki ekki hvaða dæla er í Navarra en það væri sjálfsagt að prófa hana bara með tjakk til að byrja með og sjá hvað gerist.


Höfundur þráðar
Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Re: Patrol framhásing undir Navöru

Postfrá Robert » 19.maí 2017, 14:13

Takk fyrir þetta,

vissi ekki þetta með stýris endana það vantar millibilstöngina ekki komin með hana enn.

Allar athugasemdir vel þegnar það er 20+ ár síðan að ég breitti jeppa þá var settar 6" lift fjaðrir og það var ekkert voða gaman að keyra þannig

Kv.Róbert


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir