Síða 1 af 1

Framdrif í Ford Ranger, og dieselvél.

Posted: 13.feb 2011, 20:14
frá steindór
Sælir, er hægt að setja framdrif í Ford Ranger , og dieselvél.???? Spyr sá sem ekki veit. Kv. Steindór steindorh@simnet.is

Re: Framdrif í Ford Ranger, og dieselvél.

Posted: 13.feb 2011, 21:16
frá juddi
Er hann ekki framdrifin en annars er nánast allt hægt bara spurning um tíma og pening

Re: Framdrif í Ford Ranger, og dieselvél.

Posted: 13.feb 2011, 21:53
frá steindór
Nei bara afturdrif.

Re: Framdrif í Ford Ranger, og dieselvél.

Posted: 14.feb 2011, 09:16
frá atlifr
Það myndi óneitanlega hjálpa að vita hvaða árgerð hann væri :) en hér eru allavega nokkrir puntkar.

Ef hann er í kringum 90 módelið þá væri líklegast einfaldast að finna klofhásingu undan explorer eða litla bronco og setja undir. Ég þekki ekki 2wd bílana vel en gæti trúaða að grindin væri eins og í 4wd og jafnvel að götin væru á sínum stað. Ef þú ert með ca 95 eða yngra (bogadreginn framendi) þá gæti verið að klafasystem úr 95 og yngri explorer passi en það er kannski ekki besti búnaðurinn til að setja í fjallajeppa.

Með díselvélar þá ætti það nú ekki að vera neinn svaka hausverkur, evrópu rangerinn og mazda pallbílinn hafa verið með að ég held 2,5 dísel í þónokkur ár.

Svo er bara spurning hversu mikið þú ert til í að skrúfa og hversu mikla hjálp þú þarft en það yrðu sennilega ráðandi þættir í kostnaði.

Re: Framdrif í Ford Ranger, og dieselvél.

Posted: 14.feb 2011, 12:40
frá steindór
Þetta er árg. 2000.

Re: Framdrif í Ford Ranger, og dieselvél.

Posted: 15.feb 2011, 15:20
frá atlifr
Það gæti verið að klafa system undan 95 og yngri explorer myndi passa undir bílinn hjá þér. En ég er ekki viss.
Líklegast væri einfaldast að ná í explorer eða ranger sem er 4wd og henda öllu á milli.
Áttu til myndir af þessum bíl svo ég geti séð hvernig ranger þetta er.

Annars eru síðan síður úti sem eru tileinkaðar þessum bílum og hægt að finna ómældan fróðleik á.

t.d. [url]http:therangerstation.com[/url] og http://www.dezertrangers.com

Ég myndi stinga uppá því að það væri einfaldara að fá þér heilan bíl með 4wd en þar sem þeir eru ekki margir hérna þá er það ekki mikill möguleiki.

Kv. Atli

Re: Framdrif í Ford Ranger, og dieselvél.

Posted: 18.feb 2011, 14:21
frá vignirbj
á til explorer 96 með framdrifi og sjálfstæðri fjöðrun sem er falur í parta. v6 4.0 sjálfskiptur og 4x4

Vignir 8686230