Síða 1 af 1

Bolt on 4 link

Posted: 11.maí 2017, 22:54
frá einsik
Sælir viskubrunnar.

Ég var að velta fyrir mér hvort það séu ekki til einhver bolt on kitt fyrir 4 link, eða er það kannski bara della að spá í þannig.

Re: Bolt on 4 link

Posted: 12.maí 2017, 08:19
frá jongud
Ég hef séð upphækkunarsett með lengri örmum fyrir Jeep TJ og Cherokee, það þurfti eitthvað að bora fyrir þeim, en þegar kemur að 4-link fyrir bíla sem voru með blaðfjaðrir eða klafa áður, þá er alltaf eitthvað soðið, allavega á hásinguna. Stundum eru stífufestingar boltaðar í grindina.

Re: Bolt on 4 link

Posted: 13.maí 2017, 22:17
frá einsik
Já.
Er búinn að gúggla aðeins og það virðist vera til e-ð af bolt on en mest fyrir muscle car, en mikið til af ásoðnu.
Var aðallega að pæla í þessu því ég er að fara að fá mér Hilux og hann er frekar stífur á fjöðrum. Ábyrgðin á grindinni dettur væntanlega út við suðu í grindina.

Re: Bolt on 4 link

Posted: 14.maí 2017, 04:29
frá grimur
Man nú bara ekki eftir að hafa heyrt um eða pælt í ábyrgðar pælingum með grindur fyrr.
Sé samt ekki endilega að bolt on sé eitthvað skárra ábyrgðarlega séð heldur en soðið, en það veltur náttúrulega alveg á því hvernig bolt on eða soðna útfærslu er að ræða. Spurning um að setja bara ullarfeiti inn í grindina eftir alltsaman og taka sénsinn á að hún gufi ekki upp næstu 2 áratugina....

Re: Bolt on 4 link

Posted: 14.maí 2017, 09:39
frá Navigatoramadeus
ábyrgðin á grindum í Hilux er mun styttri en á LC en Hilux flokkast sem vinnubíll en einhverra hluta vegna hafa grindur í Hilux staðið sig mun betur, kannski keyrðir meira í ferskvatni í torfærum en í saltsulli innanbæjar ;)

en ábyrgðin fellur örugglega út ef það er soðið í grindina.

sumir hafa tekið fjaðrir undan Tacoma og sett undir Hilux en þær eru lengri og því mýkri eða tekið þykkasta blaðið / neðsta úr búntinu en þá verður burðurinn auðvitað minni.

annars er þjóðráð að ryðverja í saltsullinu hérna á nokkura ára fresti, það er meira hvað þetta er að jarða annars ágæta bíla en ég er að vinna með strákum sem hafa unnið í usa og bretlandi og þeir eiga varla orð yfir hvað bílar hérna eru fljótt ónýtir af ryði.

annars er eitt ráð sem gæti virkað fyrir minnstan pening en það er að taka búntið sundur og smyrja það með koppafeiti svo fjaðrirnar renni betur, ég vann við sandblástur og málun í nokkur ár og það voru "gömlu kallarnir" sem komu með fjaðrabúnt sundurtekin og við sandblésum þær og grunnuðum og svo settu þeir þetta saman með koppafeiti.

http://www.ridetech.com/store/air-4-link/

ýmsar útfærslur í boði, spurning hvað hentar mv kostnað og flækjustig.

Re: Bolt on 4 link

Posted: 14.maí 2017, 23:40
frá einsik
Já Jón það er kannski best að byrja á koppafeitinni, eða henda úr blaði.

Re: Bolt on 4 link

Posted: 16.maí 2017, 02:22
frá grimur
Koppafeiti og vefja með striga...það er kannski ekki flottasta aðferðin, en virkar alveg ótrúlega. Eðlisfræðin í því er einföld, minnka viðnám milli blaðanna og þau fara að fjaðra rétt, en ekki bara hrökkva af stað þegar spennan yfirvinnur viðnámið. Fækka blöðum hóflega já, og setja control arm spyrnu ef langt er gengið í að fækka. Það hjálpar líka við að taka burt víbring á draslinu þegar tekið er á því. Svoleiðis spyrna er t.d. original í Hilux með framhásingu og hrútshorni, til að halda á móti togstönginni og fyrirbyggja hristingsvesen á hásingunni.

Kv
Grímur

Re: Bolt on 4 link

Posted: 16.maí 2017, 07:35
frá sukkaturbo
Jamm ég er mikið búinn að fikta í fjöðrum og telst örugglega til gömlu kallana þar. Maður byrjaði í Wyllis og Rússajeppa fjöðrum. Pússaði setti þunna álplötu í miðjuna eða plast renning og lét miðfjðraboltann halda þessi saman og striga poka utan um til að verja koppafeitina frá ryki. Það síðasta sem ég gerði var í síðustu viku. Var með ansi hastan 1999 dobulcab disel. Fékk fjaðrir úr 2007 bíl sem eigandi þeirra hafði keypt hjá Stál og Stönsum en fannst þær ekki nógu burðar mikklar og tók þær úr.Ég setti þær í minn og jú hann fór á rassinn fyrsat og varð ansi mjúkur. Tók þær í sundur og setti eitt milli langt blað úr mínum gömlu fjöðrum og burðar blöðin neðstu og smá klossa sirka 3 cm undir og útkoman varð ansi góð. Bíllinn ekki hastur lengur og ber vel. Ég hef alltaf veri hrifin af fjöðrum því það er einfalt og ódýrt í viðhaldi og mennirnir í hvítu sloppunum mæla með þessuog virðast stunum vita hvað þeir eru að gera.

Re: Bolt on 4 link

Posted: 16.maí 2017, 18:43
frá einsik
Já skemmtilegar pælingar.
Ég átti nú einhverntíma gamlan DC sem var með plastkubba á endunum á einherjum blöðum, í minningunni var hann ekkert svo hastur.