Sælir allir, er með smá spurningu sem ég veit að margir hér géta svarað !!! ef þeir nenna, en ég gét ekki ,, þannig er mál með vexti að ég er að setja krók á Fordinn (Econoline) og þá fylgir náttúrulega kerrutengill,,, og þá runnu á mig tvær grímur ,, er þetta jafn einfalt að gera og á þessum "venjulegu" bílum ??? er sem sagt eitthvað meira mál að tengja þetta í þessum amerísku ? þar sem blikk og bremsuljós virka saman að aftan og ef svo er gétur einhver géfið mér góð ráð svo þetta verði nú eins og hjá mönnum ?
kv: Kalli
kerru tengi Ford
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: kerru tengi Ford
Þetta eru svo sem engin geimvísindi, en það þarf að leggja höfuðið í bleyti.
Setti báðar útfærslurnar á F350 bíl ( 7 pinna og 13 pinna ) og það var smá hausverkur.
Þar sem að það er svo vel frá þessu gengið hjá mér, þá get ég ekki gefið þér upp litina á vírunum.
Fáðu þér bara perustæði með tveimur vírum og prófaðu þig áfram. Getur notað títiprjón, til að fá samband, án þess að slíta allt úr sambandi.
Setti báðar útfærslurnar á F350 bíl ( 7 pinna og 13 pinna ) og það var smá hausverkur.
Þar sem að það er svo vel frá þessu gengið hjá mér, þá get ég ekki gefið þér upp litina á vírunum.
Fáðu þér bara perustæði með tveimur vírum og prófaðu þig áfram. Getur notað títiprjón, til að fá samband, án þess að slíta allt úr sambandi.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: kerru tengi Ford
Er ekki það eina sem þarf að gera aukalega að ná í stefnuljósinn fram???
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: kerru tengi Ford
Í fordinum er orginal tengi undir bílnum rétt aftan við afturhásingu sem er fínt að fara bara beint inná.Kaupa svo til þess gert millistykki sem er einfalt að tengja til að fá stefnu og bremsuljós til að virka rétt.
Þetta millistykki fékk ég í bilabúð benna og kostaði ekki mikið örugglega til víðar.
Þetta millistykki fékk ég í bilabúð benna og kostaði ekki mikið örugglega til víðar.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 17.apr 2017, 17:47
- Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
- Bíltegund: econoline
Re: kerru tengi Ford
Grunaði ekki Gvend , sem sagt ekki alveg imba,,, kíki á Benna og reyni millistykki ef það fæst annars fer maður í prufa og prufa aðferðina,, takk fyrir þetta strákar , hlýt að fynna útúr þessu.
kv Kalli
kv Kalli
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: kerru tengi Ford
elli rmr wrote:Er ekki það eina sem þarf að gera aukalega að ná í stefnuljósinn fram???
Minnir að það þurfi líka að setja rofa fyrir þokuljósin.
En þar sem að ég setti líka 13 pinna tengi, þá varð þetta aðeins meira mál.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 17.apr 2017, 17:47
- Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
- Bíltegund: econoline
Re: kerru tengi Ford
þokuljósin segir að verði óvirk ef tengillinn er settur í samband svo líklega verður að setja sér rofa fyrir þau en það er ekki vandamál á mínum enda ekki svoleiðis óþarfi á honum :) enda gamall ,,, 87 módel. en takk samt.
kv Kalli
kv Kalli
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: kerru tengi Ford
Ég varð að setja þokuljós fyrir kerruna á þó bíllinn sé það gamall að hann sé ekki með þokuljós.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 17.apr 2017, 17:47
- Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
- Bíltegund: econoline
Re: kerru tengi Ford
ok skoða það ,, takk fyrir það.
kv Kalli
kv Kalli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 67
- Skráður: 17.apr 2017, 17:47
- Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
- Bíltegund: econoline
Re: kerru tengi Ford
millistykkið fékk ég hjá IB á selfossi ,,, benni átti það ekki , virðist nógu einfallt svo nú er kominn tími til að tengja :) takk aftur .
kv Kalli
e.þ. kostaði rúmar sex þús. kr.
kv Kalli
e.þ. kostaði rúmar sex þús. kr.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur