Síða 1 af 1

Algjörlega dauður Terrano

Posted: 23.apr 2017, 12:55
frá GTrausta
Sælir,

Terrano II, 3l disel.
Sonurinn hringdi í gær. Bíllinn sem hafði staðið fyrir utan vinnuna hans algjörlega dauður. Virðist með öllu rafmagnslaus, t.d. virkaði ekki central-læsingin og þegar reynt er að starta þá heyrist í einhverju relay-i smella en ekkert annað. Koma m.a. engin ljós á mælaborðið.

Búnir að reyna að gefa start og rafgeymirinn (sem er 18 mánaða) virðist hafa straum. Fannst hann hitna reyndar frekar mikið við að vera tengdur með köpplum...

Búin að athuga öryggi - bæði undir húddinu og við ökumannssætið og er ekki að sjá neitt ónýtt.

Væri alls ekki verra að hafa einhverjar hugmyndir áður en ég legg af stað - þótt ekki væri nema til að vita hvaða verkfæri ég tek með og ekki síður hvar ég byrja að leita!

Re: Algjörlega dauður Terrano

Posted: 23.apr 2017, 13:20
frá sukkaturbo
Sæll aftengdu geymirinn í bílnum og prufaðu að gefa straum þannig með köpplum.Skoðaðu rafgeymaskóna hvort vírinn sé að mestu eða einhverju leiti kominn í sundur í þeim eða sprunga í þeim þannig að þeir ná ekki að klemma utan um pólana á rafgeyminum,.Þetta er svona ódýrasta skoðuninn.Það gæti líka verið stórt öryggi farið.

Re: Algjörlega dauður Terrano

Posted: 23.apr 2017, 13:39
frá GTrausta
Takk fyrir þetta. Þetta voru einmitt fyrstu skrefin sem ég ætlaði að prófa.
Það er eitt stórt 100 ampera öryggi sem er það fyrsta í boxinu undir húddinu. Sýndist það vera í lagi en ætla að skella mælir á það á eftir.
Bót í máli að þetta var fyrir utan Domino's. Get gripið eina og eina brauðstöng milli tilrauna.

Re: Algjörlega dauður Terrano

Posted: 23.apr 2017, 23:52
frá svarti sambo
Ef að geymirinn er að hitna við að fá kapla á sig, þá er hann örugglega ónýtur, gæti verið vegna ofhleðslu. og þá myndi hann sennilega mælast ca: 10,5 - 11V

Re: Algjörlega dauður Terrano

Posted: 24.apr 2017, 22:33
frá GTrausta
Náði að fá rafmagn á kvikindið með því að setja annan startkapalinn frá mínus á gjafageyminum í vélina á bilaða (ekki í svarta á geyminum). Náði þó ekki að starta. Það er alveg jafn-dautt. En það kom rafmagn á mælaborðið, ljós og annað eins.
Skildi rafgeyminn eftir í hleðslu. Hef samt grun um að hann sé ónýtur og ætla að prófa að tengja annan á morgun.

Re: Algjörlega dauður Terrano

Posted: 25.apr 2017, 01:04
frá svarti sambo
Það bendir nú til þess að jarðsambandið sé ekki í lagi.
Eru ekki tveir geymar í honum.

Re: Algjörlega dauður Terrano

Posted: 31.maí 2017, 11:34
frá GTrausta
Loksins kominn í gang. Mér fróðari maður skoðaði hann fyrir mig. Byrjaði eins og ég á að mæla öryggin. Eins og ég þá fékk hann m.a. mælingu á höfuðörygginu (continuity), enda töldum við það í lagi þar sem við fengum ljós á bílinn (en engin önnur viðbrögð).
Eftir að hafa rakið kerfið fram og aftur kom hann alltaf aftur að höfuðörygginu og losaði það því úr (smá fyrirhöfn – þarf að losa junction-boxið). Enn og aftur benti mæling á að öryggið væri í lagi.
Nema… þegar hann þrysti aðeins á tenglana sá hann sprungu í vírnum sem er sýnilegur undir glæra plastlokinu á örygginu. Sprungan var ekki sýnileg nema að þrysta tenglunum aðeins saman. Höldum að sprungan sá til að við fengjum falsmælingu (enda leiddi öryggið rafmagn) en hafi jafnframt komið í veg fyrir að það gæti borið nægjanlegan straum. Skelltum nýju höfuðöryggi í og bíllinn eins og nýr…
Lærdómur? Yfirleitt er það augljósa það sem er að. Jafnvel þótt það sé ekki augljóst hversvegna.