Ford explorer 2002 limited sídrif vesen

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Komedia
Innlegg: 1
Skráður: 10.mar 2017, 16:43
Fullt nafn: Vilhjálmur Hinrik Ólafsson
Bíltegund: Ford explorer

Ford explorer 2002 limited sídrif vesen

Postfrá Komedia » 10.mar 2017, 16:49

Er með Ford explorer Limited 2002 árgerð og síðustu daga hefur 4x4 high ljósið byrjað að blikka í mælaborðinu hjá mér þegar ég hef keyrt hann smá spöl ca 50 km, og þegar ég er í beygju á bílnum þá hoppar hann allur til. Gæti þetta verið spurning að bæta við olíu og hvernig olíu er best að nota.

Kv. einn í veseni




Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Ford explorer 2002 limited sídrif vesen

Postfrá Navigatoramadeus » 10.mar 2017, 20:07

Gæti verið lint í dekki, misjöfn dekkjastærð, röng olía á afturdrifi sem orsakar að abs kerfið skynji misjafnan snúning dekkjana og setur bílinn í 4x4.


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Ford explorer 2002 limited sídrif vesen

Postfrá KÁRIMAGG » 11.mar 2017, 11:39

Er þetta ekki bara rafmagnsvesen við millikassann eins og kemur upp í flestum bílum með rafstýrt 4x4

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Ford explorer 2002 limited sídrif vesen

Postfrá hobo » 11.mar 2017, 13:46

Er þetta sídrifinn bíll með tökkum í mælaborði til að skipta milli háa og lága? Eða eru engir takkar í mælaborði? Það er til öll flóran.
Var með Explorer í höndunum um daginn sem var ekki með neina takka í mælaborði og sídrifinn.
Mig minnir að millikassinn hafi heitið Borg-Warner 44-10 https://www.ringpinion.com/Content/Part ... _Cases.pdf
Sá bíll hoppaði og small í öllu með látum í beygjum, kom í ljós að sjálfskiptiolían á kassanum var léleg og kúplingin sem var í honum ónýt.

Fínt að komast að því hvernig kassa þú ert með og og skipta um olíuna


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir