Síða 1 af 1

IFS 7,5" drif aðstoð

Posted: 04.mar 2017, 14:36
frá sukkaturbo
Jamm er búinn að skipta um hjólalegur að aftan. En nú heyrir ég smá sarg eða ískurhljóð í ifs framdrifinudrifinu nánar í vinstri stútnum bílastjóramegin þar sem öxullinn skrúfast í sjá mynd. Er hægt að skipta um eitthvað í þessu eru legur í endanum og er þetta þekkt bilun og er eitthvað til um hvernig það er gert ef hægt er eða þarf að skipta út öllum hlutnum???

Re: IFS 7,5" drif aðstoð

Posted: 04.mar 2017, 14:54
frá draugsii
Það á að vera hægt að skifta um í þessu held ég
hef að vísu ekki tekið þetta í sundir hjá mér
en það er annaðhvort fóðring eða lega í þessu

Re: IFS 7,5" drif aðstoð

Posted: 06.mar 2017, 18:33
frá Sævar Örn
Það er kúlulega og pakkdos, þessu er haldið á sínum stað með splitti, ættir að geta dregið öxulinn úr og séð pakkdósina, og splittið undir henni

Re: IFS 7,5" drif aðstoð

Posted: 06.mar 2017, 19:59
frá sukkaturbo
Jamm okey fór með toyotuna 1999 disel klafabíl í hjólastillingu í dag.Var búinn að skipta um alla spindla og upphengju.Ekki reyndist hægt að stilla hallan á dekkunum þar sem boltarnir og fóðringarnar eru orðin haug ryðguð og föst.
Svo nú er spurning hvort á að fara í hásingu eða kaupa nýtt hjá umboðinu og það kostar 50.000 krónur og legan í stútinn 10.000++.Er kanski hægt að fá fóðringar bolta rær og skinnur ódýrt einhversstaðar.

Re: IFS 7,5" drif aðstoð

Posted: 07.mar 2017, 08:25
frá jongud
sukkaturbo wrote:Jamm okey fór með toyotuna 1999 disel klafabíl í hjólastillingu í dag.Var búinn að skipta um alla spindla og upphengju.Ekki reyndist hægt að stilla hallan á dekkunum þar sem boltarnir og fóðringarnar eru orðin haug ryðguð og föst.
Svo nú er spurning hvort á að fara í hásingu eða kaupa nýtt hjá umboðinu og það kostar 50.000 krónur og legan í stútinn 10.000++.Er kanski hægt að fá fóðringar bolta rær og skinnur ódýrt einhversstaðar.


Ég keypti bolta fyrir neðri spyrnurnar í landcruiser 90 beint frá USA (summit racing) og parið var á 33$ (= 66$) Ekki alveg með flutningin á hreinu af því að ég kaupi alltaf eitthvað með.