Styrkja hásingar.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Styrkja hásingar.

Postfrá isak2488 » 26.feb 2017, 21:59

Þið sem hafið verið að lengja eða stytta hásingar, hafið þið sett rör inní hásinguna sem styrkingu?
Eða er eitthvað sem mælir gegn því að gera það?
hérna er einn sem gerir þetta,



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá jeepcj7 » 27.feb 2017, 19:23

Það er flott að setja rör inní til styrkingar var með svoleiðis í 9 tommu fram hásingu í torfærubíl svínvirkaði alveg.Hin leiðin er eiginlega að smíða hásinguna alveg frá grunni úr rörum úr enn betra efni og sterkari kúlu.
Það eru einhverjir að selja svoleiðis rör sem þú síðan brasar þín liðhús á.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá jeepcj7 » 27.feb 2017, 20:36

Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá Hjörturinn » 28.feb 2017, 09:40

Myndi alltaf setja rör, var að nota bíl með breikkaðri hásingu um daginn sem var orðinn pínu furðulegur í stýri, kom í ljós að suðan hafði sprungið en hann hélst uppi á rörinu, hefði ekki lagt í að vera í bílnum þegar suðan endanlega fór ef það hefði ekki verið góður hólkur í rörinu.
svo muna að styrkja þetta vel, soðin hásing verður seint jafn sterk og heil.

Edit: var að muna að hún var stytt en ekki lengd, gildir svosem það sama.
Síðast breytt af Hjörturinn þann 01.mar 2017, 10:33, breytt 1 sinni samtals.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá isak2488 » 28.feb 2017, 22:04

takk fyrir svörin


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá grimur » 01.mar 2017, 05:17

Sé nú ekki alveg tilganginn með að hlaða efni á hásingar eða í þær bara svona einhvernveginn og einhversstaðar. Það er lang mest vægi útvið liðhús og inn að stífum og gormasætum/demparafestingum. Inn við kúlu og þarna um miðja hásingu er ekkert voða mikið að gerast.
Ef það á að styrkja verður mest úr efninu utaná, hólkar innaní stýra saman já og hjálpa við að mynda botn undir suðu en efnið gerir ekki eins mikla stífni þar eins og jafn mikið efni fjær miðju.
Hins vegar hafa innaní plastfóðringar verið notaðar í amerískt til að stýra öxlunum, til að þeir kasti sér ekki út úr miðju undir álagi í beygju. Fín lausn þannig sem tekur á hönnunargalla.

Kv
Grímur

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá ellisnorra » 01.mar 2017, 20:24

Hvað er þessi gaur í youtube videoinu eiginlega að gera? Þyngja hásinguna? Ég hugsa að venjulegur "ostaskeri" geri jafnvel meira gagn. Það er hægt að líkja kröftunum við átaksskaft, lengra skaft gefur meira átak. Ég er rækilega sammála Grím hérna fyrir ofan. Ef á að ná fram auknum styrk á rörið sjálft þá er að best setja skúffu utaná og passa uppá að sjóða ekki of mikið því suða skapar spennu og þarmeð brotpunkt. Það þarf semsagt að gera á réttan hátt, ekki bara að meira járn = sterkari hásing eins og youtubarinn virðist halda. Þess má reyndar geta að ég horfði ekki á allt videoið heldur renndi létt í gegnum það til að sjá hvað hann var að gera.
Spyrjið bara reynsluboltana í torfærunni, þeir kunna að styrkja hásingar án þess að bæta 100kg af járni í fjaðrandi vigt til að burðast með upp brekkurnar.
http://www.jeppafelgur.is/


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá grimur » 03.mar 2017, 04:34

Svona tengt þessu...
Ég vigtaði að gamni 4Runner rör(aftan) sem ég var búinn að strípa alveg. 17kg. Þetta eru nú ekki hraustustu rör í heimi, en hafa samt dugað ótrúlega vel. Ég fór að velta fyrir mér hvernig gæti staðið á þvi að þetta virkar þrátt fyrir að vera svona efnislítið. Svarið er að öxlarnir eru hálfberandi og mikið meira en inn að legu þannig lagað. Hjólalegan er alveg eins og í hálffljótandi burðarþolslega séð, myndar burðarpunkt á milli húss og öxuls, en færir ekkert vægi yfir í húsið. Það er allt tekið upp innanvið legu innað drifi í öxlinum sjálfum. Þannig fríar öxullinn hásinguna af alveg hellings vægi, eða sem nemur frá legu út að miðju dekks, sem getur verið töluvert. Þegar svona röri er breytt fyrir fljótandi öxla versnar í því...allt vægið er tekið í gegn um hásingarrörið sem í raun veikist við svona breytingu. Öxlinum líður mikið betur en ekki rörinu. Þetta er nokkuð sem ég var allavega ekkert búinn að spekúlera í hingað til, en fór að meta svona uppá að breyta eða ekki breyta afturhásingum sem ég er með. Niðurstaðan er að setja kannski spherical roller legur til að þurfa aldrei að líta á þær aftur, en fljótandi er alveg úr myndinni.
Kv
Grímur

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá Startarinn » 04.mar 2017, 20:07

grimur wrote:Sé nú ekki alveg tilganginn með að hlaða efni á hásingar eða í þær bara svona einhvernveginn og einhversstaðar. Það er lang mest vægi útvið liðhús og inn að stífum og gormasætum/demparafestingum. Inn við kúlu og þarna um miðja hásingu er ekkert voða mikið að gerast.
Ef það á að styrkja verður mest úr efninu utaná, hólkar innaní stýra saman já og hjálpa við að mynda botn undir suðu en efnið gerir ekki eins mikla stífni þar eins og jafn mikið efni fjær miðju.
Hins vegar hafa innaní plastfóðringar verið notaðar í amerískt til að stýra öxlunum, til að þeir kasti sér ekki út úr miðju undir álagi í beygju. Fín lausn þannig sem tekur á hönnunargalla.

Kv
Grímur


Ég sá afturhásingu undan 80 cruiser fyrir nokkru síðan þar sem húsið utanum drifköggulinn (kúlan) bognaði, ég gat ekki séð í fljótu bragði að hásingin væri sérstaklega illa farin annarsstaðar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá grimur » 05.mar 2017, 22:44

Ætli geti hugsast að hún hafi lent á steini eða einhverju álíka? Tæringarvandamál kannski?
Það er einna helst eitthvað grjótbrölt eða torfærugrinda notkun sem kallar á miklar styrkingar inn að kúlu, eða þá að gormar/fjaðrir séu innarlega, sem er reyndar tilfellið með 80cruiser og fleiri sem eru með gormana innangrindar.
Svo er náttúrulega hröðun á draslinu upp og niður sem kallar á styrk útaf massanum í drifkögglinum. Breytir ekki því að "rauðu svæðin" eru jafnan út við hjól við almenna notkun.
Væri samt gaman að sjá mynd af þessari kiknuðu 80cruiser hásingu og eitthvað um það hvernig það kom til...kannski er ég bara að bulla þar sem mér hefur yfirsést eitthvað...annað eins hefur nú gerst.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Styrkja hásingar.

Postfrá Startarinn » 07.mar 2017, 21:47

Ég gæti spurst fyrir, ég man ekki hvað gerðist, kannast við eigandann
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir