Tengingar við rafgeymi.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Húnninn
Innlegg: 16
Skráður: 27.feb 2010, 17:17
Fullt nafn: Björn Gunnar Hreinsson

Tengingar við rafgeymi.

Postfrá Húnninn » 18.feb 2017, 00:30

Hvernig eru menn að ganga frá tengingum í kringum rafgeymi þar sem margar sverar lagnir koma að honum ? Mér finnst hvorki fallegt né sérstaklega öruggt að hrúga mörgum skóm á geymaskóna auk þess sem flækjustig á lögnum verður hátt.

Einhverjar hugmyndirneða nothæfar lausnir í boði ???

Ég er með lagnir að :
Spili
Loftdælu
Aukarafkerfi
Motor

Datt í hug að vera með fortinaða koparskinnu á góðum stað fyrir mínusana.




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Tengingar við rafgeymi.

Postfrá sukkaturbo » 18.feb 2017, 09:42

Sæll ég hef notað brúnt fiber eð plast efni sem notað er í töflukassa eða inntaks kassa í húsum það leiðir ekki rafmagn og er sirka 12 mm þykkt.Veit ekki hvað það heitir á fagmáli. Sett í gegnum það póla úr 10.mm boltum og sökt hausunum í efnið og sett svo aðra plötu yfir hausana og boltað þetta fast og brúað svo á milli plús pólana með einhverju góðu járni gyrði eða einhverju járni og komið þessu fyrir á góðum stað og notað einn sveran kapal 75 amp frá geymi til að tengja og svo aðra fyrir mínus. Veit ekki hvort þú skilur mig en þá ertu kominn með góða straumstöð sem þú getur sett hvar sem er og kostar lítið sem ekkert. Svona meidin sveitin

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tengingar við rafgeymi.

Postfrá jongud » 18.feb 2017, 10:35

Ef maður er með tvo geyma í jeppanum er maður með tvo plúspóla sem hægt er að tengja við. Kapallinn á milli geymanna er það sver að það ætti ekki að skipta máli af hvorum maður er að taka.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Tengingar við rafgeymi.

Postfrá grimur » 19.feb 2017, 01:25

Tin er ekkert afspyrnu góður leiðari og hentar ekkert endilega vel að fortina hitt og þetta.
Plastið sem Guðni lýsir er oft kallað bakelite, er sérlega hitaþolið, einangrar vel, endist vel, þolir flestar olíur og leysiefni en er pínu stökkt.
Alveg firna hentugt í sérstökum aðstæðum sem fæst önnur efni nema kannski einhver rándýr og ófáanleg keramik efni ráða við.
Það er vel hægt að fræsa, renna, þjala og bora bakelite, en fyrir stærri göt er eiginlega skilyrði að nota annað hvort þrepabor eða stramma allt af í súluborvél.

Kv
Grímur


helgis
Innlegg: 104
Skráður: 03.mar 2010, 10:48
Fullt nafn: Helgi Sigurðsson

Re: Tengingar við rafgeymi.

Postfrá helgis » 19.feb 2017, 22:23

Þetta er til held ég hjá Rótor í hafnarfyrði. Gæti líka verið til hjá Bílanaust eða Vélasölunni og svo auðvitað á hinum ýmsu netverslunum.
https://www.google.is/search?q=12+volt+ ... QQ_AUICCgB
http://www.12voltplanet.co.uk/4-point-p ... usbar.html
Þetta er væntanlega samskonar og Guðni og Grímur voru að tala um.

Kv Helgi


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir