Síða 1 af 1

Loftpúðar ???

Posted: 10.feb 2017, 09:00
frá vignirbj
Sælir,

Hvaða loftpúða eru menn að nota undir bílana hjá sér og hvað er fjöðrunarsviðið langt á þessum púðum?

Ég er að skoða að kaupa púðana að utan og vantar einhvern startpunkt til að leita að. Er ekki fínt að miða við að hafa allavega 10" eða 250mm fjöðrunarsvið á púðunum?

Svo langar mig líka að vita hvort menn hafi eitthvað verið að nota Fox IFP dempara við loftpúða og hvernig það hefur verið að virka? Eru einhverjir aðrir demparar sem menn mæla frekar með en Fox?

Kv. Vignir

Re: Loftpúðar ???

Posted: 10.feb 2017, 09:11
frá Heidar
Sæll, er með Navöru á 38" með loftpúða paraða saman með koni. Púðarnir eru 800kg og finnst mér fjöðrunin flott. Ekki ólíkt patrol sem ég átti fyrir :)

Re: Loftpúðar ???

Posted: 10.feb 2017, 13:51
frá jongud
vignirbj wrote:
Svo langar mig líka að vita hvort menn hafi eitthvað verið að nota Fox IFP dempara við loftpúða og hvernig það hefur verið að virka? Eru einhverjir aðrir demparar sem menn mæla frekar með en Fox?

Kv. Vignir


Ég veit um eina Tacomu á 44" og með Fox dempara allann hringinn og með loftpúðum að aftan. Eigandinn er mjög ánægður með þá.