Hilux verkefni á sigló nr 1 LOKIÐ og til sölu

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Hilux verkefni á sigló nr 1 LOKIÐ og til sölu

Postfrá sukkaturbo » 07.feb 2017, 16:37

Svona til að lífga upp á spjallið þá er ég að brasa í Himnaríki alla daga og er að smíða hið minnsta þrjá til fjóra bíla í einu.

Jæja sá hvíti 1999 disel er kominn á götuna fékk endurskoðun út á spindla og stýrisupphengju sem veldur leiðinda hjólahalla og svo leddkastara sem ég var búinn að setja í ljósagötin á stuðaranum en þetta er stuðari ef eldri bíl. Þarf að versla mér alla spindla og upphengju svo allt sé nýtt.Spurning hvort maður á að gera það hjá Toyota eða annars staðar í sambandi við endingu og verð????

Alveg bannað sagði skoðunnarmaðurinn þetta eru vinnuljós en ekki kastarar.Jamm verði ljós og amen á eftir efninu tautaði ég.

Hvinur er í afturdrifi líklega ónýtar legur svo nú vantar mig köggul orginal 4:30 eða heila orginal hásingu svo hægt sé að klára drusluna og selja hana.Þetta er algjörlega ryðlaus bíll og nokkuð góður fyrir utan það sem sett var út á í skoðun.

Bíllinn er á nýrri 33" en tekur 38" nokkuð vel ég skar úr fyrir henni en það vantar þá hlutföll.Hægt að stelast á 38 í lágadrifinu he he.Bíllinn er sérskoðaður á 35" dekk.Bíllinn er ryðlaus og nýlega sprautað á honum húsið og frambrettinn en ég handmálaði skúffuna og húddið þar sem það var allt í smábeyglum og er það eitthvað sem mætti gera betur úr nýjum hlutum td nýtt húdd og betri hliðar á skúffuna svo það verði flott. En þetta er ætlað sem vinnu og fjallbíll fyrir þá sem hafa áhuga á þannig tækjum
Viðhengi
DSCN3795.JPG
DSCN3795.JPG (268.03 KiB) Viewed 8847 times
DSCN3796.JPG
DSCN3796.JPG (279.5 KiB) Viewed 8847 times
DSCN3791.JPG
DSCN3791.JPG (267.53 KiB) Viewed 8847 times
DSCN3794.JPG
bakkmyndavél í útvarpi
DSCN3794.JPG (280.69 KiB) Viewed 8847 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 11.apr 2017, 22:11, breytt 1 sinni samtals.




elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá elli rmr » 07.feb 2017, 17:20

Hvað hafði skoðunarmaðurinn fyrir sér að ledkastaraPAR vær bannað?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 07.feb 2017, 18:10

Sæll hann sagði þetta vera vinnuljós en ekki kastara

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá Járni » 07.feb 2017, 23:15

Hilxuinn, í miklum metum hjá TopGear mönnum sem hafa keyrt _alla_ bíla í heiminum. Það hlýtur að segja eitthvað.

Ætlar þú að selja hann?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá Heidar » 07.feb 2017, 23:44

vonandi veistu af þessum síðum;
Milneroffroad.com
Ks-international.com

Breskar síður sem sjá um japanska jeppa, hægt að fá nánast allt á milli himins og jarðar.
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 08.feb 2017, 07:20

Jamm Gísli ég er að þessu til að selja og reyni að hafa smíðaferli eða viðgerðaferil um það sem ´ég er að brasa svo menn geti skoðað og tekið ákvörðun út frá því. Er bara svo gamaldags í verðlagningu er enn á lága verðinu ha ha.Hvað steja menn á svona heila bíla sem búið er að sprauta og gera segjum þokkalega

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá jongud » 08.feb 2017, 08:14

Ég man ekki hvað stendur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja um auka-háljós, en mig minnir að geislinn megi alveg eins vera dreifður.
Spurning um að setja þessa kastara upp á þak og segja að þetta séu vinnuljós, enda vinnubíll :)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá Járni » 08.feb 2017, 08:26

Ef þau eru þarna og notuð sem þokuljós, þá verður nú agalega leiðinlegt að mæta Guðna, sem er þó alltaf skemmtilegt undir venjulegum kringumstæðum.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 08.feb 2017, 17:41

jamm búinn að taka kastarana og skipti um afturfjaðrir í leiðinni og setti nýja afturfjaðrir úr toyota dobulcab 2007 árgerð. Við það færðist afturhásingin aftur um 5 cm en það munaði 1 cm á lengd sem nýju fjaðrinar voru lengri í heildina bíllinn mikið mýkri.Þá er aftur skaftið í það stuttasta svo spurning er að setja speiser á milli í afturskaftið sirka 1 tommu eða tvær. Vita menn hvort svona drifskaftsspeiserara séu til passandi í hiluxinn????

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá jongud » 09.feb 2017, 08:10

sukkaturbo wrote:jamm búinn að taka kastarana og skipti um afturfjaðrir í leiðinni og setti nýja afturfjaðrir úr toyota dobulcab 2007 árgerð. Við það færðist afturhásingin aftur um 5 cm en það munaði 1 cm á lengd sem nýju fjaðrinar voru lengri í heildina bíllinn mikið mýkri.Þá er aftur skaftið í það stuttasta svo spurning er að setja speiser á milli í afturskaftið sirka 1 tommu eða tvær. Vita menn hvort svona drifskaftsspeiserara séu til passandi í hiluxinn????


Lengdu frekar skaftið.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá jeepcj7 » 09.feb 2017, 12:46

Ekkert að því að nota spacer betra að hafa hann með stýringu gæti verið til hjá stál og stönzum
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 24.feb 2017, 17:46

Jamm nú var ég ekki sáttur við nýju fjaðrirnar fannst þær vera of mjúkar og drifskaftið passaði illa varð of stutt þar sem miðfjaðraboltinn er 5 cm aftar en á þeim fjöðrum sem voru fyrir í bílnum og burður minni líka í þessum svo til nýju 2007 Toyota Dobulcab fjöðrum sem ég skil ekki en þær eru mjúkar að keyra á þeim.

Keypti mér því allar nýjar fóðringar í þær gömlu og setti þær undir aftur kostaði 15.000. Tók úr honum öxlana og drif köggulinn til að skoða ástandið þar. Það má segja að allar legur hafi verið ónýtar bæði í drifinu og öxlunum og pakkdósir líka. Keypti mér nýjar hjólalegur hjá Fálkanum og pakkdósir fyrir kr. 21.000 hingað komið.
Er svo bara að leita eftir góðum köggli með orginal hlutfallinum sem er í þessum og fleiri diselbílum og er 4;30 eða 10 tennur í pinnjón og 43 í kamb.Verslaði mér alla spindla nýja og upphengju hjá Stillingu og kostaði það hingað komið 39.000. bara gott verð finnst mér.
Síðan verslaði ég mér hosuna sem liggur um stýris öxulinn það sem hann fer í gegnum hvalbakinn og fékk ég það hjá Toyta og kostaði hún um 16.000 hingað kominn.Búinn að skipta um hjólalegur og bíð bara eftir köggli sem ég get fengið fyrir lítið vonandi.Eftir þessa aðgerð er nú flest allt orðið nýtt eða í fullkomnu lagi og ekkert ryð er í bílnum. Svo þetta er td.tilvalið framtíðar fjallabíla efni fyrir einhvern sem vantar góðan grunn til að gera úr fjallabíl eða bara vinnubíl eða til daglegra nota
Viðhengi
DSCN3863.JPG
nýjar pakkdósir
DSCN3863.JPG (270.42 KiB) Viewed 8111 times
DSCN3858.JPG
nýjar hjólalegur komnar í
DSCN3858.JPG (293.8 KiB) Viewed 8111 times
DSCN3861.JPG
vantar svona köggul afturköggull með raflás og 4:30 hlutfall
DSCN3861.JPG (304.11 KiB) Viewed 8111 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 06.mar 2017, 21:23

Jamm okey fór með toyotuna 1999 disel klafabíl í hjólastillingu í dag.Var búinn að skipta um alla spindla og upphengju.Ekki reyndist hægt að stilla hallan á dekkunum þar sem boltarnir og fóðringarnar eru orðin haug ryðguð og föst.
Svo nú er spurning hvort á að fara í hásingu eða kaupa nýtt hjá umboðinu og það kostar 50.000 krónur og legan í stútinn 10.000++.Er kanski hægt að fá fóðringar bolta rær og skinnur ódýrt einhversstaðar.
Viðhengi
DSCN3891.JPG
DSCN3891.JPG (291.18 KiB) Viewed 7792 times
DSCN3892.JPG
DSCN3892.JPG (292.37 KiB) Viewed 7792 times

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá draugsii » 06.mar 2017, 22:34

ég mæli með orginal toyota fóðringum ég setti svona polyuretan (eða hvað þetta heitir) í minn og þær entust í ca 50.000 km
meðan gömlu fóðringarnar voru komnar í 300.000 og eina vandamálið þar var einmitt þetta að boltarnir gróa fastir við hólkinn
en það er öruglega hægt að finna þetta úti í heimi eitthvað ódýrara
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá Heidar » 06.mar 2017, 22:44

Fæ allar spyrnurnar í navöru á milneroffroad.com fyrir sirka 10.000kr að neðan en man ekki fyrir hve mikið að ofan. Einnig bendi ég á ks-international.com
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 09.mar 2017, 18:22

Jæja þá er sá hvíti 1999 disel turbo ekinn 257.000km kominn með fullaskoðun.Búið að skipta nánst um alla slitfleti í undir vagni hjólalegur hjöruliði dirfköggul spindla og upphengju bremsur og bara nefna það.Hann var síðan hjólastillur að mestu en castelhalli er óstilltur þar sem vantar nýja bolta.ÞAð er nýr handbremsubarki frá handfangi inn í bíl og aftur í hjól.Ný tímareym glænýir rafgeymar og svo er ekkert ryð en bílstjórahús sem er með sólúgu var sprautað ásamt hurðum. Skúffan er handmáluð og óryðguð og húddlok er líka handmálað. Er að spá í að smíða flatpall á hann nema hann seljist áður.Hægt að setja undir 38" en bíllinn er sérskoðaður á 35" og á orginal hlutföllum.
Viðhengi
DSCN3798.JPG
DSCN3798.JPG (282.61 KiB) Viewed 7616 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 13.mar 2017, 19:40

Það sem er eftir er að gera er að fara yfir framdrifið og skoða legur þar samt ekkert að finna við akstur eða notkunn bara gott að gera það sem fyrst.Hef grun um að legan í stútnum sem er líklega pinnalega sé orðin slöpp. Smá vibringur á um 80 km hraða í framskafti og svo eru þurku þolinmóðarnir orðnir slitnir og þyrfti að skipta um þá fyrir næsta vetur. Svo vantar eitt plast í þröskuldinn sem heldur teppinu niðri í bílstjórahurðinni og tvo orginal takka í mælaborðið.Raflás köggull var tekinn úr því það þarf að skipta um legur á pinnjón en annar ólæstur settur í.Það eru 4:30 drif í honum.Þetta er það sem eftir er og égvar að hugsa um að selja hann á um svona 750.000 eða fá tilboð .þessi bíll mun endast í mörg ár því hann er ryðlaus og búið að skipta um hluti fyrir marga peninga og mjög mikil vinna búinn að vera og lítið eftir sem kostar mikinn pening.Nýleg 33" microskorin dekk og hægt að svindla 38" undir í leik sk 18..


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 13.mar 2017, 19:50

hann er á 4:30 og í staðinn fyrir að gera upp framdrifið þá væri skynsamlegt að kaupa tilbúið framdrif með 5:29 á 40 til 50.000 og skipta um það komplett


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 23.mar 2017, 08:24

Jamm fékk l+itið notað framdrif úr 2000 árgerð af hilux sem er ekið 15000 er sem nýtt.
Pantaði nýjar fóðringar og bolta að utan í bæði efri og neðri klafana að framan. Eftir þessa aðgerð má segja að allar legur spindlar og upphengjur og hjólalegur sé orðið nýtt. En mig vantar en gott framskaft. Þá má segja að þessi undirvagn sé orðin eins og nýr. Skipti líka um allar fjaðrafóðringar og dempara að framan er með Koni að aftan sem virka enn.
Viðhengi
DSCN3960.JPG
framdrif ekið um 15000km eins og nýtt allt saman og 4:30 hlutfall
DSCN3960.JPG (295.03 KiB) Viewed 7031 time


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 24.mar 2017, 19:18

Jamm ætla að skipta um legur í afturköglinum kosta um 45.000 hjá Toyota. Ætla að reyna að fá þær að utan.Legur úr afturdrifi á 1999 Toyota Hilux með rafköggul.

Eins og sést eru hliðarlegurnar á rafköglinum mistórar.Þetta eru númerin á legunum.
Minni hliðarlegan TR-100802-1-N.
Stærri hliðarlegunni fyrir hulsuna:32915-jryai-N.miðgat7,5 cm
Minni pinjónslegunni R-30-13 NSK::
Stærri pinjónslegunni::TR-070904-1-N.
Vonandi getur einhver notað þetta seinna
Viðhengi
DSCN3967.JPG
DSCN3967.JPG (272.96 KiB) Viewed 6935 times
DSCN3968.JPG
DSCN3968.JPG (281.27 KiB) Viewed 6935 times
DSCN3969.JPG
DSCN3969.JPG (308.03 KiB) Viewed 6935 times
DSCN3965.JPG
DSCN3965.JPG (287.29 KiB) Viewed 6935 times
DSCN3966.JPG
DSCN3966.JPG (272.19 KiB) Viewed 6935 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 29.mar 2017, 19:50

Jamm er búinn að fá allar fóðringar nýja í klafana bæði uppi og niðri. Nýjar legur eru að koma í raflásafturdrifið og svo fékk komplett framdrifið ekið 15.000 km og afturdrifskaft ekið 15.000 og er hvorutveggja sem nýtt.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1

Postfrá sukkaturbo » 07.apr 2017, 18:17

Jamm helvítis bras að skipta um þessar fóðringar.
Voru í góðu lagi að ofan en skipti um þær að neðan báðumegin og komplett drifið. Það gamla var sko orðið handónýtt allar legur gjammandi og skröltandi. En nú er flest allt orðið nýtt frá afturstuðara og að framstuðara allar legur hjöruliðir og fóðringar í fjöðrum og stífum handbremsubarkar og borðar. Ég setti uppgerðar bremsudælur að framan,nýja tímareym nýja rafgeyma tók upp stýrisvélina og bla bla bla og Monney monney eða nammi namm.Þetta fer að slaga miljón í 50 köllum með nýjum 33" dekkum microskornum.
Loksin hægt að bjóða bílinn til sölu þannig að hann endist vonandi nýjum eiganda lengi og vel án mikilla viðgerða eða ég vona það alla vega. Hann verður ekki seldur með neinni ábyrgð. Menn verða bara að skoða þráðin vel og íhuga hvað betur megi fara og hvað sé eftir, og klára það sjálfir. Ég er hættur.
Svo þetta eru loka orðin um þenna Hilux 1999 disel turbo ekin 259.000km sóllúga og rafrúður.Hann getur fengist á 33 eða 35" dekkum er sérskoðaður fyrir 35" og er með skoðun 18 bílstjórahús og hurðar nýlega sprautað húdd handmálað og skúffa handmáluð en aðalatriðið ekkert RYÐ...Og svo kemur Amen á eftir efninu.
Viðhengi
ónýt lega í bakinu pantaði nýja.JPG
ónýt lega í bakinu pantaði nýja.JPG (278.2 KiB) Viewed 6500 times
nýja drifið komið í ekið 15000km.JPG
nýja drifið komið í ekið 15000km.JPG (279.42 KiB) Viewed 6500 times
nýtt vinstramegin svo er bara að stilla.JPG
nýtt vinstramegin svo er bara að stilla.JPG (287.24 KiB) Viewed 6500 times
gamla drifið allt ónýtt.JPG
gamla drifið allt ónýtt.JPG (259.66 KiB) Viewed 6500 times
komnar nýjar fóðringar hægramegin.JPG
komnar nýjar fóðringar hægramegin.JPG (290.8 KiB) Viewed 6500 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1 LOKIÐ og til sölu

Postfrá sukkaturbo » 11.apr 2017, 22:14

Jamm kominn með nýjar fóðringar bremsudælur og einhverjar hjólalegur og nýtt framdrif alveg komplett.Verð 1 milla skoða skipti á eldri bíl og ódýrari helst hilux sem má vera bilaður
Viðhengi
DSCN4043.JPG
DSCN4043.JPG (286.31 KiB) Viewed 6275 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hilux verkefni á sigló nr 1 LOKIÐ og til sölu

Postfrá sukkaturbo » 08.maí 2017, 17:31

Jamm aldrei búinn setti í Hiluxinn afturfjaðrir úr 2007 dobulcab og svo til nýtt afturskaft sem er bara ekið 15000 km algjörlega óslitinn dragliður og hjöruliðir góðir.Fann mikinn mun til batnaðr á bílnum við þessa aðgerð.Nú vantar bara meira power


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir