Að hækka upp hilux kosnadur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá heidar69 » 30.jan 2017, 11:32

Sælir felagar.
Vinur minn er með 2.5 2007 hilux . Hann er að spá í að hækka hann fyrir 35 eða 38.
Vitið þið hvað það kostar og hvað þarf að gera.
Er einkver vanur hérna eða vitið þið um einhvern sem gerir svoleiðis.



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá jongud » 30.jan 2017, 13:55

Það er ágætis listi hjá ArcticTrucks;

Hækkun á fjöðrum
nýjir gormar
nýjir demparar
gormafjöðrun að aftan
lyfta boddíi
dekk
felgur
brettakanntar
stigbretti
hraðamælabreyting
lægri hlutföll
útklipping
hjólastilling
slökkvitæki
sjúkrakassi
sérskoðun
vigtun

Ég held að ArticTrucks taki þetta að sér fyrir u.þ.b. 8 Milljónir !

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá Svenni30 » 30.jan 2017, 14:50

Hóst. 8 milljónir? ? Getur það verið
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá jongud » 30.jan 2017, 18:41

Svenni30 wrote:Hóst. 8 milljónir? ? Getur það verið


Kannski full gróflega ýkt þarna
Það var þráður á fésbókinni um einhverjar 8 kúlur fyrir 44-tommu breytingu með öllum bjöllum og blístrum á.

En samkvæmt verðlista frá 2015 kostar 38-tommu breyting ÁN gormafjöðrunar 3,7 milljónir (og það eru 2 ár síðan).

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá íbbi » 30.jan 2017, 19:33

artic töluðu um 10mills fyrir að breyta tundru á 38"
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá heidar69 » 30.jan 2017, 20:16

eru ekki fleiri ad breyta en artic


aronicemoto
Innlegg: 76
Skráður: 19.jún 2012, 07:44
Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
Bíltegund: Nissan

Re: Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá aronicemoto » 31.jan 2017, 00:10

38" breyting kostar engar 8 milljónir. En gæti kostað nálægt 4.

En ef við gefum okkur það að þú gerir þetta sjálfur þá gæti kostnaður verið eitthvað á þessa leið.

Dekk AT405 : 115.000 x4 = 460.000
Felgur 12x15” : 52.000 x4 = 208.000
Brettakanntar með málun = 270.000
Gangbretti = 80.000
Hraðamælabreytir = 40.000
Hlutföll fr/aftan = 110.000
Hjólastilling = 16.000
Lenging á stýrisstöng + xray = 50.000
Drullusokkar= 50.000
Samtals= 1.284.000 (Giskaði á verðin)

Svo þarf upphækkunarklossa 40mm og ýmis efni í viðbót.
Bílinn er líka klafasíkkaður um 50mm o.mfl.

Síðan kostar framlás um 200.000 og afturlás svipað. Þetta er fljótt að telja.

User avatar

Höfundur þráðar
heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Að hækka upp hilux kosnadur

Postfrá heidar69 » 31.jan 2017, 19:01

Takk fyrir listann. Eg er meira ad spa i vinnuliðina hvað þeir kosta og hvað tarf að gera.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir