Glóðakerti í Galloper
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 26.apr 2016, 17:48
- Fullt nafn: Eggert ólason
- Bíltegund: Blazer
Glóðakerti í Galloper
Sælir félagar. Ein spurning. Er eðlilegur hitunartími á glóðakertum í galloper 2-3 mín ? Var að skifta um kertin í þessum gallahoppara sem er 2000 arg og mældi síðan hitunartímann og kertin fengu rafmagn í 2-3 mín. Hef heirt að gamli pajeroinn hafi verið með svona hitunartíma. KV eggert.
Re: Glóðakerti í Galloper
Gæti hugsast að það sé einhver eftirhitun, en minn hitaði samt bara í nokkrar sekúndur og datt svo í gang ef allt var í lagi. Varð ekkert var við neina eftirhitun án þess að eg hafi mælt það. Miðað við hvað hann var fljótur er það ósennilegt og ég man ekki eftir neinu rafmagns gúmmelaði sem gæti hafa átt að sjá um það. Bara einfalt relay.
Minn var frekar vangæfur á kerti, fékk einhvers staðar ódýr kerti sem hann stútaði strax. Aðeins dýrari og allt var í lagi. Hann var 99 módel.
Kv
Grímur
Minn var frekar vangæfur á kerti, fékk einhvers staðar ódýr kerti sem hann stútaði strax. Aðeins dýrari og allt var í lagi. Hann var 99 módel.
Kv
Grímur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 26.apr 2016, 17:48
- Fullt nafn: Eggert ólason
- Bíltegund: Blazer
Re: Glóðakerti í Galloper
Sæll Grímur. Þetta er líklega eftirhitun sem er að gerast þarna. Þegar svissað er á bílinn þá kviknar hitunarljósið en slokknar aftur tæpri sekúndu síðar en það er ennþá 12 v á kertunum, Prufaði kertahitunartímann með auka kerti tengt við hin og það varð glóandi á 4 sek. Vona allavega að þetta sé eftirhitun þessi auka tími á kertunum. kv eggert.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Glóðakerti í Galloper
Hitun á glóðakertum er frekar stutt og er þá hitunarljós í mælaborði, síðan er eftirhitun sem getur alveg verið í einhverjar mín og þá er ekkert hitunarljós í mælaborði. Eftirhitun er mismunandi lengi t.d. eftir tegundum og eins forhitun. Stundum hægt að heyra í realy þegar eftirhitun fer af, svo er oft hægt að sjá hvað er að gerast ef það er voltmælir í bílnum.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Glóðakerti í Galloper
Þetta stemmir alveg, kertin fá spennu í 2-3 mín max, eftir hitastigi vélar, en í kertunum er bæði hitaþráður og ptc mótstaða en þessi mótstaða fellir strauminn hratt eftir ca 10 sek enda eiga kertin að hafa náð ca 1000 gráðum og þá er þessi eftirhitun að hjálpa við að halda góðum bruna meðan brunahólfin eru að hitna nægjanlega.
Þannig að þú mælir spennu að þeim 12V í þessar 2-3 mínútur en straumtakan snarminnkar svo kertin ofhitni ekki.
Þannig að þú mælir spennu að þeim 12V í þessar 2-3 mínútur en straumtakan snarminnkar svo kertin ofhitni ekki.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 26.apr 2016, 17:48
- Fullt nafn: Eggert ólason
- Bíltegund: Blazer
Re: Glóðakerti í Galloper
Sælir félagar. 'Eg þakka fyrir svörin og er ánægður með þau. KV Eggert.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur