Síða 1 af 1

90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 20.jan 2017, 09:15
frá Tollinn
Sælir félagar

Langar að hræra aðeins í viskubrunnum spjallsins.

Ég er með 90 cruiser (árgerð ´99) sem er farinn að haga sér leiðinlega. hann er sjálfskiptur og er orðinn eins og beinskiptur bíll með ónýta kúplingu. Það er nýlega búið að skipta um vökva á skiptingunni en aðspurðir sögðust þeir ekki hafa skipt um neinar síur því það væru engar síur að skipta um. Getur verið að það þurfi að skipta um síur eða er converterinn farinn eða jafnvel bara skiptingin.

Hann virðist láta eins, sama í hvaða "gír" hann er, D, R, 1, 2, skiptir engu máli.

Með fyrirfram þökk

Tolli

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 20.jan 2017, 10:06
frá olei
Fyrsta vers að mæla á skiptingunni, vanalega á að gera það með bílinn í gangi, getur þurft að rýna vel í kvarðann til að sjá hvar olíuhæðin er.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 20.jan 2017, 10:09
frá Tollinn
það er nýbúið að skipta um vökvann og hann er í lagi

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 20.jan 2017, 11:30
frá Kiddi
Keyrir bíllinn ekki eða snuðar hann í öllum gírum? Hvað er hann ekinn?

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 20.jan 2017, 12:38
frá Tollinn
Hann er ekinn 240 þús. Hann er eiginlega alveg hættur að keyra og snuðar í öllum girum. Það er rétt að maður reddi honum inn og út úr bílskúrnum.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 22.jan 2017, 09:47
frá Tollinn
Það hafa verið vangaveltur um hvort Converterinn geti verið farinn. Eru menn með aðrar tilgátur?

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 22.jan 2017, 12:02
frá sigurdurk
Í þau skipti sem ég hef lent í þessu með lc90 þá fór bæði convertor og skipting, Þéttingar í convertor gáfu sig og líklega hefur það grandað skiptingunni

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 22.jan 2017, 13:58
frá Tollinn
Úfff, Það er duglegur pakki, þ.e. ef skiptingin er farin líka. hvað er þá til ráða? kaupa notaða skiptingu eða erum við að tala um að láta gera þetta upp?

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 22.jan 2017, 23:19
frá sigurdurk
Ég fór þá leið að kaupa notaða skiptingu og lét gera upp convertorinn, uppgerðin á convertor var um 100þ og skiptingin notuð á um 150þ en gott að hafa í huga er að það eru ekki eins skiptingar í 3.0 með olíuverki og svo með common rail breytist 2001/2002 en skiptingarnar í bensínbílunum eru þær sömu og í diesel nema bara annað kúplingshús. Ég held að upptekt á svona skiptingu sé ekki undir 500þ án þess að vita það nákvæmlega.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 22.jan 2017, 23:32
frá Stebbi Hermanns
Við lentum í þessu sama með 90 cruser með mekanisku olíuverki og fórum þá leið að senda skiptinguna, converterinn í upptekt til jeppaþjónustunar Ljónstaða og mig minnir að reikningurinn hafi verið upp á ca 200 þús. þar skiptu þeir um síu inn í skiptinguni og þéttingar.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 23.jan 2017, 01:08
frá grimur
A340 refurbish kit kostar innanvið $400.
Svo er þetta bara vinna.
Hálf milljón í svona er bara geðveiki, uppgerð skipting í heilu lagi fæst á $2200 og jafnvel minna, svo er bara að koma þessu til landsins

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 23.jan 2017, 10:58
frá Tollinn
grimur wrote:A340 refurbish kit kostar innanvið $400.
Svo er þetta bara vinna.
Hálf milljón í svona er bara geðveiki, uppgerð skipting í heilu lagi fæst á $2200 og jafnvel minna, svo er bara að koma þessu til landsins


Hvar finnur maður uppgerða skiptingu Grímur. Verð að viðurkenna að þetta hljómar mjög vel að gera þetta svona

kv Tolli

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 23.jan 2017, 12:46
frá grimur
Ebay, Google.
[url]
http://www.transmissionsexpress.com/Tra ... sions.html[/url]

Bara leita. Svo getur ShopUsa komið þessu til landsins.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 23.jan 2017, 13:26
frá Tollinn
grimur wrote:Ebay, Google.
[url]
http://www.transmissionsexpress.com/Tra ... sions.html[/url]

Bara leita. Svo getur ShopUsa komið þessu til landsins.


Takk kærlega fyrir þetta.

kv Tolli

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 23.jan 2017, 15:45
frá Tollinn
Svona til að klára þetta þá er það í boði að fá uppgerða skiptingu frá verksmiðju, með converter á 400 þús og ef maður skilar gömlu til baka með converternum fær maður 50 þús endurgreitt. 350 þús fyrir uppgerða skiptingu með converter. Er þetta ekki bara ágætis dill?

Ef maður tæki þetta að utan þá fer þetta upp í svipaðan pening með innflutningsgjöldum og sendingarkostnaði.

kv. Tolli

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 23.jan 2017, 19:52
frá atli885
það er eitt sem mer dettur i hug og það er að skipti punktunum er stjornað með 2 rafmagns solenoid-um... þeir geta bilað .. og rafkerfið fyrir þá lika

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 23.jan 2017, 21:09
frá Tollinn
atli885 wrote:það er eitt sem mer dettur i hug og það er að skipti punktunum er stjornað með 2 rafmagns solenoid-um... þeir geta bilað .. og rafkerfið fyrir þá lika


Takk fyrir þetta innlegg í umræðuna. Ég skoða þetta

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 24.jan 2017, 00:25
frá grimur
350 fyrir skiptingu með öllu er örugglega ekki slæmur díll.
Solenoid vandamál eru vel þekkt.
Tekur hann bakkgírinn?
Svolítið undarlegt einmitt að hann sé latur í öllum gírum, gæti svosem verið föst spóla eða eitthvað slíkt.
Þær á að vera hægt að skipta um án þess að það sé stórverkefni. Ég man ekki hvernig gírarnir skiptast á milli þeirra, en þær vinna saman, 0-0 = 1, 1-0 = 2, 0-1 = 3, 1 -1 = 4 eða slikt. Eins og binary kerfis tölur sirka.
Svo er lockuppið á sér spólu. Held að bakk sé ekki neitt rafstýrt, þess vegna spyr ég sérstaklega um það.
Svo er dæla eða þrýstiventill möguleiki. Ef bakk virkar ekki er það ennþá séns. Smá arða einhvers staðar getur sett allt úr skorðum.
Ef olían sem kom af skiptingunni síðast var rosalega slæm gæti allt hafa grillast þar sem mjög slitnar skiptingar geta orðið háðar drullunni í olíunni. Ný olía og allt snuðar. Ef það var bara tappað af og sett ný olía er samt stór hluti á henni ennþá, allt að 2/3. Þá er sú kenning ekki líkleg ef olían er fín í dag.

Það eru til solenoid kitt í þessar elskur. Þurfa ekki að kosta nein ósköp, milli $50 og $100 með nýrri síu sem er inni í skiptingunni.

Ég lenti í veseni með skiptingu í Subaru í gamladaga sem fór að haga sér mjög óáreiðanlega. Þegar önnur var komin í og ég skoðaði inn í þá gömlu kom í ljós að vírsían í henni hafði titrað sig í spað og var í kurli um alla skiptingu. Vonandi ekkert þannig í gangi með þessa, enda einkennin ekki endilega þannig.

Gangi þér vel með þetta, hver sem lendingin verður.

Kv
Grímur

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 24.jan 2017, 13:17
frá atli885
bensin skiptingin er
1-0=1 , 1-1=2 , 0-1=3 , 0-0=4
(Solenoid1-Solenoid 2=gír)
1=straumur
0=ekki straumur


en það er alveg rett Solenoid-arnir hafa engin ahrif a bakk gírinn.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 25.jan 2017, 01:50
frá grimur
Takk fyrir þetta, ég mundi ekki patternið í þessu.
Flott að hafa þetta hérna :-)

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 25.jan 2017, 10:41
frá Járni
Það væri svo vel þegið, upp á framtíðina, að fá að vita hvernig þetta fer hjá þér.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 25.jan 2017, 16:54
frá Tollinn
Járni wrote:Það væri svo vel þegið, upp á framtíðina, að fá að vita hvernig þetta fer hjá þér.


Já ekkert mál.

Ég er búinn að panta uppgerða sjálfskiptingu með converter hjá Toyota

kv Tolli

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 25.jan 2017, 18:18
frá Járni
Tollinn wrote:
Járni wrote:Það væri svo vel þegið, upp á framtíðina, að fá að vita hvernig þetta fer hjá þér.


Já ekkert mál.

Ég er búinn að panta uppgerða sjálfskiptingu með converter hjá Toyota

kv Tolli


Takk fyrir það, gaman að vita endalokin á svona málum!

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 26.mar 2017, 09:35
frá Tollinn
Jæja, skiptingin fór í um síðustu helgi og bíllinn keyrir afturábak og áfram. Finnst samt eins og hún sé of "mjúk", þ.e. eins og hún sé að snuða en reyndar þá er hann á orginal hlutföllum á 35" dekkjum

kv Tolli

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 26.mar 2017, 11:28
frá jongud
Tollinn wrote:Jæja, skiptingin fór í um síðustu helgi og bíllinn keyrir afturábak og áfram. Finnst samt eins og hún sé of "mjúk", þ.e. eins og hún sé að snuða en reyndar þá er hann á orginal hlutföllum á 35" dekkjum

kv Tolli


Eru ekki original hlutföllin 1 : 3,9 ?
Þá myndi ég alveg íhuga að sleppa því að hafa skiptinguna í "Overdrive"
Í yfirgírnum (sem er með 0,7 hlutfalli) þá væri vélin að snúast þetta 1450-1500 snúninga ef hún myndi læsa converternum.
Það er örugglega ekki að gerast, þannig að vélin mallar kannski í 1800 snúningum með skiptinguna ólæsta.
Ef hún er hins vegar ekki í "OD" þá er vélin í 2100 snúningum með converterinn læstan.
Spurningin er bara hvort skiptingin þolir að vera í "OD" á þess að læsa. Allavega hefur það farið illa með margar th700 skiptingar.

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 27.mar 2017, 04:37
frá grimur
Lokcupið í þessum skiptingum er víst líka hálfgerður ræfill, í bensínbílnum er því allavega ekki leyft að vera á yfir 30% afli eða svo. Án overdrive fær lockupið líklega frekar að smella sér inn án þess að fara yfir svona mörk, sem getur alveg komið betur út en að rembast í converter snuði í overdrive.
Kv
Grímur

Re: 90 Cruiser með bilaða skiptingu?

Posted: 10.apr 2017, 21:07
frá Tollinn
Sælir félagar og takk fyrir þessar hugleiðingar. ég er á þvi að ég þurfi bara að snúa mér næst að því að henda 4:88 hlutföllum í hann. Þá á hann að vera þvi sem næst "orginal" að mér skilst.

kv Tolli