Snillingar í úrhleypibúnaði

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá raggos » 16.jan 2017, 13:17

Daginn, ég er farinn að þrá það svolítið að setja gamalmennabúnað í jeppann hjá mér.
Ég er með álfelgur og því vill ég síður sjóða eyru á felgurnar og er því að spá hvernig festingarnar sem eru festar á felguboltana hafa verið að reynast og er hægt að fá svoleiðis einhvers staðar tilbúið? Hvað eru bestu hnén að mati manna sem hafa haft þetta í bílum hjá sér?
Einnig eru einhverjir sprækir hér sem þekkja vel til og væru tilbúnir að aðstoða við ísetningu á úrhleypibúnaði gegn sanngjarnri greiðslu?




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá sukkaturbo » 16.jan 2017, 17:07

Sæll Ragnar það sem ég mundi gera ef ég væri að byrja á að smíða svona þægindi í bíl í dag væri að kaupa snúningshné hjá Guðmundi sími 8995736 hnéin frá honum eru úr kopar og rústfríu og á góðu verði.
Hafa verið í gangi hér fyrir norðan í nokkur ár án bilana. Síðan mundi ég skoða festingar sem Baldur Pálsson sími 8620469 á Akureyrir hefur verið að hanna og smíða en það er þriggja arma dæmi sem kemur inn í felguna og festist með einum bolta sem er hertur út í felguna og skiptir þá ekki máli í hvaða felgubreidd er verið að festa úrhleypibúnaðinn í.
Síðan að leggja þetta í 8 mm mjúku plasti.Taka gegnumtök í gegnum gólfið í bílnum og setja 90 gráðu hné í þau til að slöngurnar liggi betur með gólfinu inni og undir.
Gegnum tök í brettin og hafa þau fyrir miðju og beint fyrir ofan dekkin ekki í stigbrettum.
Kaupa álkistu með 8 1/4 götum og krana og tappa og digital mælir til að lesa loftþrýstinginn og 1 Joy stikk til að nota í að pumpa og hleypa úr dekkunum.Kaupa Joy stikk sem er lokað á miðju og opið fram og aftur.
Þetta fæst td. í Landvélum sími 5805800 og Barka sími 5694000 og Stýrisvélaþjónustunni sími 5554812.
Þetta er einfaldur búnaður og svo kaupa einhverja góða loftdælu td hjá Stýrsvélaþjónustunni eða hvar hentar. Fini er góð en dýr en endist og afkastar sirk 150 lit/.Vona að þetta hjálpi eitthvað. Svo eru til fullt af öðrum og kanski flottari aðferðum en ég nota. kveðja Guðni á sigló

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá raggos » 16.jan 2017, 18:46

Vá Guðni. Þakka þér kærlega fyrir þessi frábæru ráð!


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá biturk » 16.jan 2017, 19:24

Ég myndi nota aircon dælu og pressostat inná kút til að slá henni út og setja svo gaumljós sem sýnir hvenær hún er í gangi
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Járni » 17.jan 2017, 10:12

Flott samantekt Guðni!

Mig langar í svona, en skeit á mig með að græja eyru í felgurnar áður en þær voru húðaðar. Er til mynd af þessum búnaði hans Baldurs?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá raggos » 17.jan 2017, 10:42

Baldur sendi mér þessar myndir. Vonandi í lagi að birta hér
Image

Image
Síðast breytt af raggos þann 07.feb 2017, 10:44, breytt 2 sinnum samtals.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá sukkaturbo » 17.jan 2017, 14:34

Þetta er mjög flott og létt hægt að færa þetta inn og út eftir breidd á felgum og fljótlegt að kippa þessu úr.Ætla að fá mér svona búnað og Snillahné

User avatar

eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá eyberg » 17.jan 2017, 14:58

Hvað kostar svona búnaður ?
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Járni » 17.jan 2017, 19:56

Þetta er töff, hef ekki séð þetta áður. Er komin reynsla á þetta?
Land Rover Defender 130 38"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá grimur » 20.jan 2017, 04:24

Með gúmmípúðum er þetta gargandi snilld. Myndi ekki treysta á að hafa þetta svona járn í járn, felgan er örugglega alltaf að svigna pínulítið. Svo er leiðinlegt að skemma lakk eða húð.
Kannski líma kringlótta færibandagúmmí púða innan í felguna og spenna svo í þá?
Frábært konsept.


TBerg
Innlegg: 208
Skráður: 01.feb 2010, 09:18
Fullt nafn: Trausti Bergland

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá TBerg » 20.jan 2017, 07:41

Það er plast á endunum. Mývetningar eru með reynslu af þessu. Hreyfist ekki þegar þessu hefur verið komið fyrir

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá raggos » 07.feb 2017, 10:43

Jæja þá eru Baldurs-felgufestingarnar mínar og Snilla-hnén tilbúin. Allt fengið að norðan skv ráðleggingum Guðna á Siglufirði. Svona lítur dýrðin út í sinni lokamynd:
Image

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Járni » 07.feb 2017, 15:40

Töff, má spyrja hvað þetta kostaði ?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá raggos » 07.feb 2017, 23:57

felgufestingarnar er Baldur að selja á 25þ fyrir settið. Hnén eru frá Guðmundi á Sigló og hann hefur líka verið að taka 25þ fyrir settið.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Járni » 08.feb 2017, 00:53

Gefið að þetta ríghaldi, þá er það bara heeelvíti gott.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Gulli J » 08.feb 2017, 09:27

Svo er það bara einfaldleikinn sem klikkar síður.
Úrhleypibúnaður.jpg
Úrhleypibúnaður.jpg (75.63 KiB) Viewed 9296 times
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Járni » 08.feb 2017, 09:46

Gulli J wrote:Svo er það bara einfaldleikinn sem klikkar síður.
Úrhleypibúnaður.jpg


Ertu með uppskriftina að þessu?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Magni » 08.feb 2017, 10:52

raggos wrote:felgufestingarnar er Baldur að selja á 25þ fyrir settið. Hnén eru frá Guðmundi á Sigló og hann hefur líka verið að taka 25þ fyrir settið.


Átt skilaboð
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Snillingar í úrhleypibúnaði

Postfrá Gulli J » 08.feb 2017, 15:47

Gulli J wrote:Svo er það bara einfaldleikinn sem klikkar síður.
Úrhleypibúnaður.jpg


Allt keypt í Landvélum, farðu með myndina þangað og þeir taka þetta til fyrir þig.
Ofan á kemur inn á kistuna og framan á til að hleypa úr.
Hægra og vinstramegin er út í hjól
Það eru allt 8mm slöngur í þessu en það er í góðu lagi að fara í 10mm inn og út af kistunni.

Það eru til ýmsar útfærslur í úrhleypibúnaði.
Rafmangslokar sem er stjórnað með tökkum inn í bíl.
Iðntölvur
Og svo eru einhverjir að stýra þessu í símanum hjá sér og eflaust fleiri leiðir.

En þetta kallast raddstýrð útfærsla, ég segi bara 2,5p hægra framan og þá fer það dekk í 2,5p.
Svo segi ég 5p í öll dekk og þá fara 5p í öll dekk, en til að raddstýringin virki þá þarf kóarinn að heyra ágætlega í mér. :)
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir