efnisval í fjaðrahengsli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

efnisval í fjaðrahengsli

Postfrá íbbi » 12.jan 2017, 23:35

er að setja fjaðrir úr 08-16 ford f250/350 í 2004 bíl.

þær eru lengri en original fjaðrirnar og ég þarf að smíða hengsli/ festingar að framanverðu,

ég keypti 4mm efni í þetta,

ég bjó til "dummy" úr 3mm áli til að máta, og það eru farnar að renna á mig tvær grímur með hvort 4mm efnisþykkt sé nóg? eða hvort ég þurfi 6mm,

ath.. þessi á myndunum er 3mm,

Image

Image

Image


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: efnisval í fjaðrahengsli

Postfrá svarti sambo » 13.jan 2017, 00:25

Sæll
Er ekki alveg að skylja þessa flóknu smíði.
Hvað notar Henry Ford, og er ekki nóg að taka flatjárn ( t.d. 8x80 eða 8x100 ) og beygja það í U og sjóða neðan á grindina.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: efnisval í fjaðrahengsli

Postfrá íbbi » 13.jan 2017, 01:49

haha.. ég ljái þér ekki að skilja þetta ekki,

pælingin er sú að L laga hluti legst utan á grindina og er soðin við hana, augað á fjöðrini fer í hinn endan sem er eins og prófíll sem er búið að skera undan, parturinn þar á milli á að vera eins og prófíll sem kemur í 45° niður frá grindini og leiðir álagið frá fjöðruni nokkuð dreift upp í grindina.

ég er búinn að teikna þetta upp aftur með þeim part sem fjöðrin sjálf boltast í 6mm, lýst betur á það,

Image

jú það væri svo sannarlega hægt að gera þetta á einfaldari máta, ég er svona lauslega að herma eftir tilbúnum vasa sem menn eru að kaupa í föðurlandinu og halda vart vatni yfir.

ég geri ráð fyrir því að upprunaegu hengslin séu eins og bílnum hjá þér, það er helvíti þykkt í þeim 6-8mm og hnoðuð með 6 hnoðum í grindina, það væri líka hægt að færa þau bara, ég skoða það option hugsanlega, mig langaði nú líka bara að smíða aðeins :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: efnisval í fjaðrahengsli

Postfrá grimur » 13.jan 2017, 02:50

Gæti verið heppilegt að bolta þetta í grindina, og hafa þykkt. Bæta kannski eitthvað við götum.
Þessum grindum finnst ekkert frábært að láta sjóða við sig, það eru ástæður fyrir því að þetta er hnoðað original.
Boltarnir þurfa að passa alveg þétt í götin til að koma sem næst hnoðum í virkni, bora aðeins út kannski fyrir mm boltum, ekki fullsnittaða heldur bolta með sléttum legg í gegnum bæði stykkin. Efnis hólka undir rær til að fá teygju í þá og til að það fáist boltar með legg.
Bara mín skoðun, enginn sannleikur svosem en byggt á tæknilegri nálgun.
Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: efnisval í fjaðrahengsli

Postfrá íbbi » 13.jan 2017, 15:15

svona fyrir forvitnissakir, hvað er það sem "þær fýla ekki" við suðu? vindingur eða verður stálið stökkt/brothætt ?
nú spyr ég aðalega vegna þess að maður hefur séð menn sjóða þvers og kruss í grindur í gegnum tíðina, hvort sem um vðgerðir er að ræða, stífuvasa og flr

ég er eiginlega tilneyddur til að sjóða þetta, það er það mikið af dóti bakvið grindina sem ég þyrfti að fjarlægja ef ég ætlaði að komast að þessu me'ð góðu móti hinu meginn frá,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: efnisval í fjaðrahengsli

Postfrá grimur » 14.jan 2017, 02:12

Aðallega það að amerískar jeppagrindur eru vanalega "C" grindur sem eru hannaðar til að geta snúið töluvert upp á sig án þess að það sé til vandræða. Um leið og maður sýður eitthvað bitastætt á þær verður það stífara svæði sem er hættara við að springi útfrá. Þetta hefur alveg verið gert ótal sinnum án vandræða held ég en gengur samt þvert á upphaflegu hönnunina.
Japanskar grindur eru hins vegar mikiðtil lokaðar, oftast tvöfalt C sem er ekki hannað til að vindast eins mikið, er allt soðið langsum og allt meira eða minna soðið í þær, efnið valið með tilliti til suðueiginleika þannig að það herðist ekki í kringum suðurnar og slíkt.
Þetta eru nú svona helstu atriðin, það er ekki fráleitt að suður í amerískar grindur feli í sér t.d. að heilsjóða ekki alveg, eyða út stífninni á vösum með að lengja þá meira eftir grindinni og láta deyja út þynnra, afspenna með gasi, berja suðurnar, forhita undir eða þvíumlíkt. Ég þekki ekki bestu trixin í þessu en þau eru örugglega einhver.
Það er allavega ekki gott að MIG sjóða efnismikla og stutta vasa í þetta skítkalt og rakt með illa hreinsað undir...er alls ekki að segja að það sé planið í þessu tilfelli, bara að það eru rangar leiðir til og svo aðrar sem geta eflaust skilað ágætis árangri.

Það væri nú gaman ef einhver sérfræðingur í þessu hellti úr viskubrunni sínum hérna.

Kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir