Monroe demparar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Monroe demparar

Postfrá johnnyt » 06.jan 2017, 11:44

Einhver með reynslusögur af því hvernig Monroe demparar eru að koma út í 35" LC90 eða svipuðum bílum ?
Þarf ekki að vera 2" lenging á þeim til að passa undir 35 " ?



User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Monroe demparar

Postfrá jongud » 06.jan 2017, 12:49

johnnyt wrote:Einhver með reynslusögur af því hvernig Monroe demparar eru að koma út í 35" LC90 eða svipuðum bílum ?
Þarf ekki að vera 2" lenging á þeim til að passa undir 35 " ?


Það fer eftir því hvort jeppinn er hækkaður upp á fjöðrun eða boddíi.
Ég er á LC90 sem er hækkaður á boddíi með 35" undir og er með original-lengd á dempurum.
Ég þurfti að setja nýja dempara undir þegar ég keypti hann og notaði minnir mig Nipparts frá Bílanaust. Sem eru svona allt í lagi demparar.


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Monroe demparar

Postfrá johnnyt » 06.jan 2017, 13:01

Hann er ekki boddíhækkaður hjá mér.
Setti nýja dempara undir hann að aftan hjá mér fyrir ca ári síðan, orginal frá Toyota, fínustu demparar. En vandamálið er það að í torfærum er hann endalaust að reka dekkin í, eitthvað sem hann var ekki að gera áður en skipti um demparana.
Fór því að spá hvort það þyrfti aðra dempara og fann Monroe þokkalega ódýra í Bretlandi


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Monroe demparar

Postfrá villi58 » 07.jan 2017, 07:32

Ef dekkin rekast í boddy eða annað þá er ekki nógu mikið pláss fyrir þau, demparar eiga ekki að bjarga því. Ef þú ert ánægður með stífleika á nýju dempurunum þá búa til pláss fyrir dekkin.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Monroe demparar

Postfrá jongud » 07.jan 2017, 10:32

Getur verið að felgurnar séu of innvíðar?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 48 gestir